Fálkinn - 20.12.1946, Blaðsíða 35
JÓLABLAÐ FÁLKANS 1946 35
að taka að hjarta sér föðurleysingj-
ana tvo, sem voru svo yndisleg böm.
En einmitt af því að þau voru svo
yndisleg vildi hann'það ekki, og af
því að hann var svo viss um að
hún væri ástfangin af honum, setti
hann það skilyrði, að börnunum
yrði komið fyrir á barnaheimili, og
þá ætlaði hann á móti að ábyrgjast
uppeldi þeirra og leggja peninga til
liliðar handa þeim til að menntast
fyrir, þegar að því kæmi, og koma
fótunum undir þau, eins og liann
ætti þau sjálfur. í samræmi við
þetta hafði liann tekið frá peninga
til þess strax, hann var nákvæmur
og viss, og af hans hálfu skyldu
engar vanefndir verða á samningn-
um, þó ekki væri hann skriflegur.
Hinsvegar var hann ekki viss um
Nönnu, móðirin er alltaf óútreiknan-
leg, en því meiri varð aðdáun hans
og ást, þegar hann sá liina óskeik-
uiu sjálfsafneitun hennar, sem allt-
af kom fram þegar börnin bárust
i tal.
Einn dag greip hann sig í að
hugsa: Maðurinn er þannig úr garði
gerður að hann vill alltaf gera sér
rellu út úr einhverju. Einhver of-
urlítill ormur var að naga hann inn-
vortis, og komst loks upp á yfir-
borðið: Var lians fríða kona svo
kaldlynd og síngjörn, að liún sakn-
aði yfirleitt ekki barnanna sinna?
Hafði liið glaða borgaralíf gripið
liana svo gersamlega, að hún vegna
fallegra klæða, gleðskaparkvölda og
samkvæmisfagnaðar taldi móður-
stöðu sina sem liðinn æfiþátt, þreyt-
andi skeið úr æfinni, sem liún fagn-
aði að skipta á fyrir nýtt hjóna-
band? Og var málaleitun hennar lil
hans, um að hann gengi börnun-
um í föðurstað, aðeins klókinda-
bragð til þess að láta lialda að hún
væri viðkvæm móðir? Að visu var
það líka í samningnum, að hún
mátti ekki tala um börnin við liann
þegar hún liafði verið í heimsókn
hjá þeim, en honum fannst það
lýsa undarlegum hjartakulda, live til-
finningalaust hún sagði að „þeim
liði vel“.
f rauninni hafði þetta verið eins-
konar yfirmennskudutlungar uð
liann vildi ekki taka börnin að sér
þá, og ef lmn hefði haldið betur
á sínu máli og sett það sem skil-
yrði fyrir hjúskapnum, ja, þá mundi
liann vafalaust hafa látið undan,
því að ást hans til liennar var al-
varleg, og eiginlega hafði hann alltaf
liaft gaman af börnunum. Hann
hafði heldur ekki ímyndað sér að
lijónaband þeirra yrði barnlaust.
En nú, eftir að þessi nagandi grun-
ur móðurtilfinningar Nönnu hafði
náð taki á honum, var hann ekki
viss um að sér þælti gaman að vita
sín eigin börn jafn yfirgefin af
móður sinni og þessi tvö, sem voru
á barnalieimilinu. Ennþá hafði hann
ekki gleymt að það var einmitt
þetta, sem var orsökin til þessarar
ókyrrðar í samviskunni, þar var
djúpa andvarpið litla drengsins,
þegar hann ieit kvíðafullum aug-
um til móður sinnar þegar hún
var að hverfa honum.
Þótt hann væri jafn ástfanginn
af konu sinni og áður, vissi liann
þó ofur vel að hugsanir hans urðu
kaldari og kaldari .... og þegar
einu sinni er komið inn á þá braut,
geta utanaðkomandi atvik breytt
rásinni.
Þetta kom einn daginn þegar einn
af vinum hans sagði af tilviljun:
„Heyrðu, Holger, ef konan þín not-
ar þessar liérna megrunaraðferðir,
þá ættir þú að taka í taumana áður
en það er of seint. Hún er orðin
óhugnanlega mögur.“
Orðið „óhugnanlega" rakst inn i
liöfuðið á Holger Næss eins og
nagli, hann hafði ekki tckið eftir
þessu fyrr, af umhugsuninni, sem
alltaf var að hrella hann. Hann
liafði búið sér til óteljandi kenn-
ingar um sálarlíf hennar, en liafði
gleymt iikamanum. Hún var hræði-
lega mögur en neitaði því statt og
stöðugt að hún væri að megra sig,
og með hendurnar um liálsinn á
honum hló liún og fullvissaði hann
um, að hún væri sælli en sig hefði
nokkurntíma dreymt um að hún
gæti orðið.
Hann kom með varlegar spurn-
ingar viðvíkjandi börnunum, og hún
svaraði honum jafn léttilega og áð-
ur. Forstöðukonan liefði sagt henni
nýlega, að þeim liði „reglulega vel.“
Meira ekki. Holger Næss sló frá
séi' aflur tilhugsuninni um, að það
væri þetta sem stæði henni fyrir
þrifum. Hann reyndi að fá hana
til að sofa lengur á morgtiana, alltaf
var lnin komin á fætur á undan
honum, og kom nýsnyrt og morg-
unhress inn til lians þegar liann
vaknaði.hló og kyssti liann þegar
hann sagði að nú væri hún orðin
svo mjó að bráðum mætti nota hana
fyrir garn til að binda utan um
jólaböggla.
í þúsund tilfellum eru það smá-
munir sem orsaka gerbreytingar.
Einu sinni var hringt löngu fyrir
fótaferð ein morguninn, svo að
Nanna fór fram úr og inn í stofu
til að svara. Ilolger Næss vaknaði,
og meðan liann var að hlusta eftir
hver það væri, sem hringdi á svo
óheppilegum tíma, varð honum litið
á kodda Nönnu. Hann var renn-
votur, nærri því cins og fullu vatns-
glasi hefði verið lielll yfir hann.
Af forvitni tók liann koddann til
sín, en um leið og liann lyfti hon-
um sá hann annað, sem liann þurfti
lika að athuga .... það var litil
drengjaskyrta og tveir litlir, sam-
festir barnavettlingar.
Hann lagði þetta aftur á sinn
stað og koddann líka og lést vera sof
andi þegar Nanna kom inn aftur.
Hann gerði sér ljóst hve varlega hún
tók þetta burt, sem hann hafði séð,
og læddist svo út aftur. Eftir nokkra
stund kom hún svo inn aftur og
kyssti hann, ung og yndisleg; nú
var annar koddi kominn i rúmið
hennar og allt leit svo sakleysislega
út, hún liafði meira að segja þrýst
á koddann með olnboganum, þar
sem far átti að vera eftir höfuðið,
eins og hún hefði sofið vært á kodd-
anum alla nóttina.
Jæja. Holger Næss hugsaði um
þetta allan daginn. Var þetta tilvilj-
un einnar nætur, eða var Nanna
svo mcistaralegur stjórnandi yfir-
bragðs síns og síns liarmandi hug-
ar, að hún af skyldurækni við gerð-
an samning gæti leynt fyrir honum,
að þráin eftir börnunum stóð henni
svo fyrir þrifum, að hún var orð-
in lítið annað en beinagrindin. Og
var jólaóslcin hennar, sem hún lét
sem sér væri svo hugað um — tveir
nýir stjakar á jólaborðið — ekki
nema fyrirslóttur? í hjarta sínu átti
hún enga ósk siðan liún varð að sjá
af börnunum.
Nokkrum nóttum síðar vakti Hol-
ger Næss i laumi og hlustaði, hann
smáhraut ofur cðlilega, dró þungt
andann og snörlaði cins og maður
sem sefur fast eftir langan vinnu-
dag. Nanna virtist sofa, og hann ætl-
aði að fara að rísa upp á olnbogann
til að líta framan í hana, þegar
hann varð þess var að liún hafði
sest upp svo hljóðlaust að ómögu-
leg var að heyra. Hún sat uppi i
rúminu og í myrkrinu gat hann
greint að hún liélt báðum höndum
fyrir andlitið og höfuðið grúfði
fram, hann heyrði að hún kjökr-
aði eins og í krampagráti, en hélt
einhverju fyrir munninum til að
kæfa hljóðið.
Henni tókst ekki að halla sér út
af aftur óður en hann kveikti ljós-
ið. í fátinu sneri hún útgrátnu and-
litinu að honum. Það var sama litla
skyrtan og vettlingarnir sem hún
hélt í höndunum og hafði notað til
að kæfa i sér grótinn. Eftir augna-
hlik var hann sestur upp hjá henni
og hallaði höfði hennar að öxlinni
á sér. Veslings Nanna, veslings
Nanna, sagði liann hvað eftir ann-
að meðan liann strauk henni um
hárið og kenndi einkennilegrar un-
unar, er hún féll máttlaus í faðrn
hans og hafði svo mikinn ekka að
liún kom elcki upp nokkru orði.
Ósýnilegur kuldamúr hafði verið
brotinn niður áður- en hann hafði
getað orðið ást hans að grandi,
hann sat þolinmóður og beið þang-
að til hún þreytt og örvilnuð fór
ótilkvödd að segja honum frá því,
sem honum hafði aldrei dottið í liug.
— Ef ég hefði vitað fyrirfram
hve hræðilegt var að vera án þeirra,
hvislaði lnin, — þá hefði ég aldrei
geng'ið að samningnum. En ég gat
engin úrræði séð, hvorki fyrir börn-
in né sjálfa mig. Eg var ásifangin
af þér, en aldrei hefði ég sleppt
börnunum fró mér, ef ég hefði get-
að séð þeim farborða og tryggt
þeim örugga framtíð. Eg hafði feng-
ið vinnu við afskriftir, ég gat lika
skrifað ýmislegt smávegis, en það
gaf aldrei svo mikið af sér að ég
gæti keypt mér hjálp til að lita eft-
ir börnunum, og þau vildu auðvitað
helst leika sér við mömmu. Þegar
La’Iotta lilla var að taka tennur gal
hún ekki hugsað sér að vera ann-
arsstaðar en í keltu mömmu sinnar,
og með liana í fanginu sat ég og
skrifaði á vél, þú gctur skilið hvern-
ig það varð. Svo varð ég að skrifa
alla liðlanga nóttina, en dauðsyfjuð
var ég þegar börnin vöknuðu
snemma á morgnana, eins og börn
gera alltaf, og skriðu glöð og leik-
andi upp í rúmið til mömmu sinn-
ar og vildu sofa „morgunlúr“ með
hcnni. Það er að segja, þau vildu
masa við liana og láta liana masa
við sig, því að þau voru óþreytt og
útsofin. Eg reyndi að senda þau á
dagheimili cn það stoðaði ekki, ég
reyndi að fá gömlu stöðuna mína
aftur, sem ég hafði haft áður en ég
giftist, en hún var auðvitað gefin
öðrum. Og ritstjórnin var auðvitað
móðguð þegar ég gat ekki skilað
þvi á réttum tima, sem ég' hafði
tekið að mér. Hópar voru á höttun-
um eftir atvinnu, og margir til að
þiggja þetta litla, sem ég hafði. Og
þegar þú komst og ég átti að velja
á milli þin og þeirra, þó rannsak-
aði ég minn innri mann, hvort það
væri af værukærð, sem ég gæti lát-
ið mér detta i hug .... Nanna græt-
ur aftur með andlitið upp að hálsi
hans, ekkinn er svo mikill að allur
likami hennar titrar .... — en
það var ekki svo! veinaði liún. —
Það var vegna þess að ég gat ekki
verið þeim það sem ég átti að vera,
ég gat ekki borgað sjúkrasamlags-
reikninginn minn, ég hafði enga
peninga til að borga lyf með, þeg-
ar þau voru veik, ég komst í skuld-
ir, og húsaleigan mín .......
— Vertu nú róleg, reyndu að vera
róleg, sagði Ilolger Næss, — seg'ðu
ekki meira, það liggur við að mér
finnist ég hafa keypt þig fyrir Júd-
asarpeninga, þegar þú varst i sár-
ustu neyðinni.
— Nei. Þú gerðir það ekki, seg-
ir hún og' vefur handleggjunum um
liáls lians, ■— þú lofaðir þeim öllu
því, sem ég gat ekki gefið þeinj,
ég vissi aðeins ekki að þetta var