Fálkinn - 20.12.1946, Blaðsíða 20
20 JÖLABLAÐ FÁLKANS 1946
ræktarlöndum nágrannanna.
Þetta reynist óþægilegur löðr-
ungur á þá, sem töldu það goð-
gá, að breytt væri í nokkru út
af því búskaparlagi, sem tíðk-
ast hafði í 500 ár og höfðu
gleymt þvi að kornrækt var
einu sinni til á íslandi og þótti
sjálfsagður liður í búskapnum,
og þrátt fyrir að nöfn eins og
Akrar, Akranes, Akureyri, Akra
tunga, Akurgerði, Línakradal-
ur og Langekra lifðu. Fast-
heldnin var svo mikil að eitt
sinn upp úr aldamótunum, þeg-
ar bóndi einn fór að aka mykj-
unni á túnið í kerru, staðhæfði
nágranni hans að það mundi
alls ekki spretta, því að áburð-
urinn gerði ekki sama gagn og
ef hann væri reiddur í kláfum!
Þannig voru búvísindi þeirra
tíma — hjá allt of mörgum.
Kartöflurækt hefir víða ver-
ið rekin af lítilli fyrirhyggju
enda er það alkunna, að einn
bóndi fær margfalt minni upp-
skeru en annar, þó að staðhætt-
ir og skilyrði séu lík. Á Sáms-
stöðum er kartöflurælctin sam-
starfandi þáttur við grasrækt
og kornrækt, sáðskiftin koma
til greina þar líka og jarðveg-
urinn batnar í stað þess að tær-
ast og megrast. Og loks eru
spildur látnar hvílast á milli
þess að þær eru látnar fóstra
gróður. Þetta er erlend reynsla
og nú er verið að rannsaka
hvernig hún gefst hér og hvern-
ig hún á við íslenskan jarðveg
og veðráttufar.
Það var danski prófessorinn
Weis, sem fyrstur manna kvað
upp úr með það, að íslenskur
jarðvegur væri frjórri en upp
og niður gerist á Norðurlönd-
um. Þeir sem best þekktu til
hér renndu grun í þetta áður,
en þarna kom dómurinn og dóm
arinn var maður, sem allir urðu
að taka mark á. íslenska veðr-
áttan er umhleypingasamari en
á Norðurlöndum, en þar fyrir
er ekki sagt að hún sé óhent-
ugri. Einn mikinn galla hefir
hún þó, — hún er næðingssöm
og hvassviðri algeng. Með til-
búnum áburði má gefa jarðveg-
inum þau efni, sem hann vant-
ar lielst og auka uppskeruna
svo, að segja má að grasrækt
eigi enga framtíð án tilhúins
áburðar. En veðrið er óviðráð-
anlegt og því breytir enginn,
munu menn segja. En hér skal
vikið að þvi síðar, að það er
nú þrátt fyrir allt ekki ógern-
ingur að „breyta veðrinu".
IV.
Á þessum stað verður eigi
liægt að skýra til hlítar frá
þeim þætti búskaparins á Sáms
stöðum, sem mesta athygli hef-
ir vakið út á við, sem sé korn-
yrkjunni. Þeir sem vilja fylgj-
ast með henni frá ári til árs
eiga að lesa skýrslur forstöðu-
mannsins, sem birtast árlega í
Búnaðarritinu, og ritgerðir þær
sem hann hefir skrifað um
kornrækt og grasrækt bæði i
Búnaðarritið og Andvara, og
enda viðar.
En um skoðun Klemensar
Kristjánssonar á þessu máli má
vilna í álit það, sem hann
sendi skipulagsnefnd atvinnu-
mála á sínum tíma. Þar segir
liann m. a.:
„Það er mín persónulega
skoðun, að íslensk jarðrækt
eigi að vera að allverulegu leyti
rekin með sáðskiftum, þar sem
korn, kartöflur og túngras séu
ræktuð til skiftis. efast ég alls
ekki um, að það skipulag jarð-
ræktar myndi betur reynast
en einhæfni sú, sem rikt hefir
og ríkir enn allstaðar hér á
landi. Akuryrlcja getur aukið
tekjur bænda, ef þeir reka hana
með réttum aðferðum.“ — Og
svo leggur hann niður reikn-
ingsdæmið, hvernig útkoman
mundi verða lijá meðal bónda,
sem hefði 5 kýr, 6 hross og 60
ær, hvernig fara mundi ef hann
bætti við sig 10 dagsláttum af
korni og einni dagsláttu af kart-
öflugörðum. Af þeim viðauka
ætti liann að geta fengið 70
tunnur af korni, 120 hestburði
af hálmi og 70 tunnur af kart-
öflum en gjaldamegin koma
125 vinnudagar, áburður og út-
sæði, auk vaxta, afborgunar
og fyrningar á nauðsynlegum
áhöldum, sem gert er ráð fyrir
að keypt yrðu að nokkru leyti
í samlögum við aðra (þreski-
vélin). Vegna þeirrar röskunar
á peningagildi, sem orðið hefir
síðan kemur það eigi að notum
að birta áætlunina i heild, en
sé gert ráð fyrir að líkt hlut-
fall hafi haldist milli tekna og
tilkostnaðar og þá var, nemur
ágóðinn af þessum búsauka
yfir 40%. —
„Einhliða kornyrkju sem at-
vinnurekstur í sveitum hér á
landi tel ég mesta óráð, og get-
ur ekki staðist il lengdar, þar
sem skipta verður um land
undir kornyrkjuna alltaf annað
veifið,“ segir Klemens enn-
fremur. Kornyrkjan á að vera
liður í búskapnum, til þess að
nota landið sem best og gera
búskapinn fjölbreyttari. Ilún
verður „haganlegast og best rek
in í sambandi við nautpenings-
rækt, svína- og alifuglarækt . .
Mesta áherslu ber að leggja á
kornyrkjuna á Suðurlandsund-
irlendinu. Þar eru skilyrðin
tryggust og vegna væntanlegs
þéttbýlis mest nauðsyn liennar,
bæði vegna héraðanna sjálfra
og Reykjavikur.“ Hann bendir
einnig á hvaða annmarkar séu
á kornrækt í dreifbýli, ekki síst
vegna þess að þar geti ekki
margir verið saman um jarð-
yrkju- og uppskeruáhöld.
— Ilvaða korntegundir eru
það þá, sem mesta framtíð eiga
fyrir sér hér á landi? Á Sáms-
stöðum hefir verið lögð mest
áhersla á bygg og hafra og
afbrigði af þeim reynd svo tug-
um skiftir. En líka hefir fengist
fullþroska rúgur og hveiti, þó
að tilraunir með þessar tegund-
ir hafi ekki verið nærri eins
víðtækar. Og bæði gular og
grænar baunir hafa verið rælct-
aðar á Sámsstöðum.
Með tilraununum þurfti eigi
aðeins að komast að því hvaða
tegundir og afbrigði þrifust
best heldur var hitt eigi síður
áríðandi að finna, hve snemma
ætti að sá. Klemens hefir kom-
ist að öruggri niðurstöðu um
að hezli sáðtími fyrir bygg sé
20.—25. apríl, eða rétt upp úr
sumarmálunum. Og það liefir
sýnt sig, að ekkert gerir til þó
að næturfrost komi skömmu
eftir að sáð er. Dönnesbyggið,
sem honum hefir gefist best, er
komið af útsæði er hann sáði
til i Reykjavík — ofan á klaka.
Einn morguninn var beinfreðin
jörð þegar hann ætlaði að fara
að sá, svo að hann varð að
hætta við. Um daginn var sól-
bráð nokkuð og hlýindi, svo að
nálægt þumlungs þykkt var
hlánuð ofan á klakanum um
kvöldið, og þá sáði hann. Það
sem spratt upp af þessu sæði
varð öruggasta útsæðið á Sáms-
stöðum. Og útsæði af þessu
sama byggi hefir verið reynt í
lieimkynnum þess i Noregi.
Þar voru menn í vandræðum,
kornið vildi ekki þroskast þar
— liefir verið orðið lingert. En
útsæðið frá Sámsstöðum, sem
hafði fengið herslu út á íslandi,
þreifst prýðilega.
Með fimm ára tilraunum
komst Klemens að þeirri niður-
stöðu, að bygg sem sáð var
kringum 20. april gaf 37%
meiri uppskeru en sama teg-
und, sem var sáð 31. maí. —
2985 kg. af hektara i stað 2174.
Hann telur að kornyrkjan liafi
smám saman lagst niður til
forna af þvi að það hafi orðið
lenska að færa sáðtímann aft-
ur smátt og smátt og þessvegna
liafi uppskeran orðið minni. Aðr-
ir telja að aukinn innflutning-
ur korns hafi orðið til að út-
rýma kornrælctinni, er vöru-
skifti fóru að aukast við ná-
grannalöndin.
En svo er annað. Eg minnt-
ist áðan á, að það væri ekki
óhugsandi að hægt væri að
„breyta veðráttunni“. Næðing-
arnir og stormarnir eru verstu
óvinir allrar rælctunar, og oft
bafa verstu búsifjar kornrækt-
arinnar orðið af völdum stonna
þegar fór að líða á sumarið.
Bæði fauk þá korn og svo er
hitt, að við sama hitastig vex
gróður hraðar í logni en í
vindi. Á Sámsstöðum er nú að
vísu ræktað bygg, sem þolir
storma miklu betur en t. d.
Dönnesbygg. Þær tegundir eru
frá Færeyjum og Tampakornið
færeyska hefir alist upp við
gjóluna.
Skammt frá íbúðarhúsinú á
Sámsstöðum eru tveir litlir til-
raunareitir, þar sem sáð hefir
verið mörgum korntegundum
margskonar byggi, m. a. alla
leið frá Alaska, höfrum og
liveiti m. m. — sömu tegundar
i hvern reit. Annar reiturinn er
áveðurs, uppi á bala fyrir aust-
an húsið. Hinn er í skjóli fyrir
neðan liúsið. En hverskonar
skjól er það?
Það er ekki hár snydduhlað-
inn garður né bárujárnsgirð-
ing, heldur annað, sem er miklu
fallegra.
Fyrir sjö árum fór Sámsstaða
bóndinn að koma sér upp garði.
Plantaði raðir, viðast þrefald-
ar, úr ribsi, birki og reyni (að-
allega silfurreyni). Furan og
reynirinn er nú orðið um 2
metrar á hæð, og svo þétt að
vel má flytja burt annaðhvort
tré. Þetta eru skjólgarðarnir á
Sámsstöðum. Og kornið í til-
raunareitnum milli limgirðing-
anna var um miðjan júlí í sum-
ar orðið allt að þriðjungi hærra
en samskonar plöntur, sem
stóðu á balanum.
Næsta sumar hyggst Sáms-
staðabóndinn að setja niður
þrefaldar raðir skógargróðurs
sunnan vegarins, kringum akr-
ana þar. Garðurinn heima við
íbúðarhúsið var tilraun, sem
heppnaðist vel. Nú á vaxtar-
máttur bjarkarinnar að byggja
sjálflirafa upp skjólgarða handa
korninu. Hann á að breyta
veðráttunni.
Klemens á Sámsstöðum hefir
nefnilega fundið aðra skýringu
á því liversvegna kornræktin
íslenska hafi lagst niður forð-
um, auk þeirra, sem áður voru
nefndar. Skógarnir hafa skýlt
ökrunum og þegar skógarnir
eyddust þá hvarf skjólið og
næðingarnir urðu dragbítur á
gróðurinn.