Fálkinn


Fálkinn - 20.12.1946, Síða 31

Fálkinn - 20.12.1946, Síða 31
JÓLABLAÐ FÁLKANS 1946 31 greinunum, sem maíSur sér ekki á sumrin fyrir laufinu, en nú komu angarnir fram, hver og einn; þetta voru mjallahvítir kniplingar út úr hverri grein. Hengibjörkin hærðist i andvaranum, hún var lifandi eins og trén eru á sumrin. Þetta var makalaus dásemd! Og þegar svo sólin fór að skína! Hvernig þetta tindraði, eins og demantsdusti liefði verið stráð á það, og á snjónum á jörðinni glitruðu stórir demantar, eða maður gat jafnvei lialdið að þarna logaði fjöldi smáljósa, enn hvítari en sjálfur snjórinn. „Þetta er dæmalaust indælt.“ sagði ung stúlka, sem kom út í garðinn með ungum manni og nam staðar hjá snjókarlinum og horfði á glitrandi trén. „Fegurri sjón sér maður aldrei á surnrin!" sagði liún og augu hennar ljómuðu. „Og svona karla eins og hann þarna sér maður aldrei þá,“ sagði ungi maðurinn og benti á snjókarl- inn. „Hann er ágætur!“ Unga stúlkan liló, kinkaði kolli til snjókarlsins og dansaði um snjó- inn með vini sínum. Og snjórinn marraði, það var líkast og þau gengju á línsterkju. „Hver eru þau?“ spurði snjókarl- inn hundinn. „Þú ert eldri í hett- unni hérna en ég, og hlýtur að þekkja þau?“ „Það geri ég!“ svaraði liundur- inn. „Hún hefir klappað mér og hann hefir gefið mér ketbein; ég bít þau aldrei.“ „En hvað eru þau?“ hristi snjó- karlinn út úr sér. „Þau eru tr-r-r-r-ú-lofuð!“ sagði hundurinn. „Þau ætla að flytja sam an í hundahús og naga ketbein saman. Voff! Voff!“ „Eru þau jafnmikils megandi og þú og ég?“ spurði snjókarlinn. „Þau eru fyrirfólk!" sagði liund- urinn; „sá veit ekki mikið, sem er fæddur í gær — það heyrir mað- ur á þér! Eg liefi aldur og visku, ég þekki alla hérna, og ég man þá tímana að ég hefi ekki staðið hér í kulda og hlekkjum. Voff! Voff!“ .... sá veit ekki mik- ið, sem er fæddur i gær, sagöi hundurinn. „Iíuldinn er indæll,“ sagði snjó- karlinn. „Segðu mér frá, segðu frá! En þú mátt elcki láta glamra í hlekkjunum, því að þá brestur í mér.“ „Voff! Voff!“ gelti hundurinn. „Hvolpur hefi ég verið; lítill og yndislegur, sagði fólkið, þegar ég lá á flauelssvæfli þarna inni í hús- inu, eða í keltunni á húsfreyjunni; var' kysstur á trýnið og þurrkaður á fótunum með útsaumuðum vasa- klút; ég var kallaður „litla gullið“ og „ljúflingurinn“, en svo varð ég of stór og þá tók ráðskonan við mér; ég fluttist ofan í kjallarann! Þú getur séð inn í hann þaðan sem þú stendur, séð inn i lierbergið þar sem ég var húsbóndi, því að það var lijá ráðskonunni. Það var að vísu lítilmótlcgri staður en uppi, en þægilegra, þvi að þarna voru ekki krakkarnir að kreista mig og draga mig á slcottinu, eins og uppi. Eg fékk jafngóðan mat og áður, en miklu meiri! Eg liafði minn eigin svæfil, og svo var þarna ofn, og hann er það besta Framli. á bls. 33. „Nú skil ég hversvegna hann þráöi ofninn svona mikið ....

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.