Fálkinn


Fálkinn - 20.12.1946, Page 36

Fálkinn - 20.12.1946, Page 36
36 JÓLABLAÐ FÁLKANS 1946 svona sárt. Eg huggaði mig við að þau voru tvö, svo að þau gætu leiðst. En í hvert skifti sem ég hafði verið úti og séð þau fannst mér eins og þau væru tvöfalt yfirgefin, en ég gat ekki sagt þér frá því, ég gat ekki rofið heit mitt við þig .... —- Sofðu nú ástin mín, einn dag- inn förum við þangað bæði og verðum hjá þeim heilan dag. Nokkrum dögum fyrir jól kemur Næss verkfræðingur og hiður Nönnu um jólagjafirnar, sem hún hafi keypt handa börnunum, liann ætli að senda þær með ýmsu öðru, sem hann þarf að senda. — Og þú óskar þér enn þessara jólastjaka? spurði hann og Nanna kinkaði kolli ljómandi af gleði. En Næss var orðinn tortryggnari gagn- vart augnaráði og svip konunnar sinnar. Hann sá óljósan vott von- brigða i andliti hennar, sá að gleð- in yfir jólagjöfinni var uppgerð, og hann vissi að liún hafði vonast eftir einhverju öðru, vonað án þess að vilja láta þá von í ljósi, hún hafði vonað að hann mundi bjóða sér að hafa börnin heima um jólin. Næss verkfræðingur haðaði út höndunum þegar hann fór. „Þú skalt fá jólastjakana þína, og þeir skulu lýsa svo glatt á jólunum, að þú skalt aldrei gleyma þeim. Hann sneri við aftur þegar hann var kom- inn liálfur út úr dyrunum. — Hef- irðu nokkuð á móti að ég sími til hans bróður míns og' segi að við komum ekki á jólunum, mig langar svo til að við höldum jólin saman ein, þú og ég. Nanna kinkaði kolli. — Hafðu það alveg eins og þú vilt. Það var eins og eitthvað þrengdi að hjartanu á honum þegar hann gekk niður stigann, hún liafði verið svo visin og mædd, þarna sem liún stóð í birtunni frá glugganum. Það voru ekki nema molar, sem eftir voru af „vasaútgáfu Venusar“. Þetta gæti aldrei gengið til lengdar. Það hefði ekki þurft annað en inflúensu til að fara með hana, eins og vind- urinn þeytir dustkorni. Af gömlum vana leit liann upp í gluggann þeg- ar hann fór yfir götuna, jú, þarna stóð hún og kvaddi, með hros og hvitar tennur, rjóðar kinnar — hann vissi nú að það var litur -— hlæjandi augu, sem hún bar hönd- ina yfir .... sönn imynd verulega sællar eiginkonu, hamingjusöm manneskja. Hún mundi fara i gröf- ina 'fremur en að ljósta upp raun- um sínum, ef ekki hefði atvikast svo að hann hafði komið henni á óvart eina nóttina. Hann kom heim rétt fyrir klukk- an sex á aðfangadagskvöldið. Nanna tók á móti honum, sparihúin i hvitum kjól, Borðið hafði verið dúkað, maturinn var tilbúinn. Jóla- gjafirnar liennar til hans lágu und- ir trénu, og nú gæti hann lagt sínar gjafir þar líka, ef hann vildi. — Gjafirnar mínar eru svo fyrir- ferðarmiklar að þær komast ekki fyrir þar, sagði hann hlæjandi, — hefirðu nokkuð á móti að ég breyti tilhöguninni? Eg vildi nefnilega helst að stjakarnir yrðu á jólaborð- inu, þeir eiga að standa sinn hvoru megin við diskinn þinn. Viltu gera svo vel að fara út á meðan. Nanna brosti og fór út til að gá að steikinni .... Það lieyrðist um- gangur í ganginum, hún heyrði að dyrnar voru opnaðar og lokað aftur. Það var víst sendillinn að koma með gjafirnar. Svo var kallað á stúlkuna inn, Nanna varð ein eftir augnablik. Hún lagði hendurnar titrandi á eldhúsborðið — nú hafa þau fengið jólagjafirnar sínar, börn- in hennar þarna i fjarlægðinni og nú er víst verið að hátta þau og þau eru með gjafirnar í höndunum. Gjafirnar frá mömmu. En það eru ekki móðurhendurnar, sem breiða ofan á þau jólakvöldið og kyssir þau og býður þeim góða nótt .... ef nokkur gerir það þá á annað borð, þau eru svo mörg móðurlausu börnin á stóru barnaheimili. Titr- andi liendur hennar gripa um horð- brúnina. — Guð minn, Guð minn! hvíslar hún, — hve lengi afher ég þetta.... og eins og nagandi kvíði kemur það nú yfir hana, að maður- inn hennar liafi breyst, hún veit ekki hvað veldur þessum skarpa hreim, sem stundum er í röddinni .... máske kemur sá tími, að hún fær að „lána“ börnin eina og eina nótt þegar liann er ekki heima.... Tárin svíða í augunum ........ Næss hefir komið „ljósastjökun- um“ fyrir, sinum hvoru megin við stól Nönnu, og kallar: — Nú get- urðu komið inn, allt er tilbúið! Og frú Nanna kemur nýförðuð og með varalit og Ijómandi fram í dyrnar.... Þar stendur hún kyrr og andlit hennar hrcytist, lnin pírir augunum og þau verða full af tár- um, varirnar titra, svo gengur hún skref fram, eins og hún efist um það sem hún sér. Við stól hennar, sem liefir verið færður frá borð- inu standa Gunnar öðrumegin en La’lotta á liina hliðina, hvort með sitt jólakertið í hendinni. Þegar móðir þeirra kemur kalla báðir lifandi stjakarnir: — Gleðileg jól, raamina! Nanna rankar við sér er hún heyr- ir barnsraddirnar, hún sér mann- inn sinn standa bak við hörnin og nú tekur hann við kertunum af börnunum og lætur þau lilaupa til hennar. í öllum orðaflaumnum skil- ur hún í samhengi þessi orð lijá Gunnari litla: — Mamma, hann hefir sagt að við eigum alltaf að segja pabbi við sig! Holger Næss tekur hendinni um liana og segir: „Sagði ég þér ekki alltaf að ég ætlaði að gefa þér stjaka, sem lýstu yfir þessum jól- um svo að þú glcynulir þeim aldrei. Hefi ég gert það? Nanna sleppti börnunum, tók um hálsinn á honum og sagði skjálf- andi: — Þú hefir gefið þremur jól, sem aldrei skulu gleymd þér. Hann tók um granna olnboga hennar og hló: — Vasaútgáfa Ven- usar er orðin mögur eins og pipar- rót. Viltu lofa mér l>ví að fitna dá- lítið aftur. En nú eru bæði krakk- arnir og ég soltin, því að við höfum ekið hingað viðstöðulaust frá harna- heimilinu. Nú skiftum við milli okk- ar liálfri gæsinni og þú borðar helmingin á móti. Nanna hallaði höfðinu aftur, augu hennar voru enn rök og gljáandi er hún horfði á broshýru andlitin þrjú, sem horfðu á liana. — Sé allt árið illt, sagði lnin með sinni und- urmjúku rödd titrandi af gleði, — þá er jólakvöldið þó helgað því sem hreinast er af öllu, þvi að þá hlakk- ar maður til að gleðja aðra. En börnin höfðu ekkert gaman af neinni jólaheimspeki. Þeim fannst miklu meira gaman að honum nýja föður sínum en öllum jólagjöfunum, því að öll börn hænast að stóru mönnunum, og þau hengu i honum, bókstaflega talað. La’lottu fannst hann ógnarfínn pabbi af því að hann var með rauðan silkivasaklút. Hún dró liann upp úr vasa hans, en Gunnar rannsakaði leyndardóma sjálfblekungsins hans. Loks voru þau háttuð í rúm móð- ur sinnar og sofnuðu undir eins. Næss lá vakandi, en Nanna svaf við hlið hans. Andlitið lá við öxl hans, hann fann hvernig allar taug- ar hennar nutu sælu og friðar. Hann minnist hiturra hugsana sinna í hennar garð, er hann hélt að hún væri gersneydd allri móðurtilfinn- ingu. — En hvað við mennirnir er- um nærsýnir á sálinni, hugsaði hann. — hve fljótir við erum að dæma og fordæma, og hve lítið far gerum við okkur ekki um að skilja hve litill kærleikur býr i okkur, og Sámsstaðaæfínlýrlð Framh. af bls. 2f. heimili séu til á landinu sem Sámsslaðaheim- ilið er. Alveg á sam liátt og þeir eiga bágt með að átta sig á því, að hægt sé að framkvæma það sem gert hefir verið úti við á sama stað. Það hvarflar stund- um að mér, livort það sem ég sá á Sámsstöðum sé draumur. Eg veit að svo er ekki. Það er æfintýri en raunhæft æfintýri. Kraftaverk. En ef maður minntist eitt- livað á kraftaverk við hann Klemens á Sámsstöðum, þá mundi hann hrosa ofurlítið úl í annað munnvikið og hugsa sem svo: „Skelfing getur hann ver- ið vitlaus, manngreyið.“ Því að frá Jians sjónarmiði er allt þetta, sem gert hefir verið á Sámsstöðum síðustu 19 ár, ó- sköp eðlilegur hlutur. Hann hefir gert áætlun og hún hefir staðist. Svona fer þegar áhugi, þekk- ing og framkvæmdaþrek starf- ar saman á einum stað og í einum huga. Hver út af fyrir sig af þessum kostum megnar lítils. En þegar þeir þrinnast saman þá gengur undan þeim. Og þá gerast æfintýrin og kraftaverkin, sem aðstandend- urnir sjálfir vilja hvorki kann- ast vi>ð að séu æfintýri né kraftaverk. En í rauninni stend ur alveg á sama hvað það er kallað. Um hitt er meira vert að með Sámsstaðafordæmið er staðreynd, sem ætti að vex-ða til þess að stinga ónotalega upp í alla þá, sem í’ægja landið og reyna að telja sjálfum sér og öðrum trú um, að sveitabúskap- ur eigi enga framtið á íslandi. Skúli Skúlason. hve áhyggjulaust látum við ekki aðra þola raunir og skilningsleysi. Um nýjárið gerum við upp reikningana. En jólin ættu að vera reikningskila- dagur hjartnanna fyrir liðið ár. Svo og svo mikið gott hefir þú vanrækt, hvernig standa reikningar þihir við Guð? Og finnist þér að þeir standi ekki vel, þá verður þú að lag- færa það. Hann horfði augunum út í myrkr- ið eins og hann væri að leita að Guði. — Þú ert liinn mikli endur- skoðandi Guð. Heldurðu ekki að reikningar mínir fyrir þetta ár finni náð fyrir þínu augliti? Eftirleiðis skal ég reyna að láta reikningana vera í reglu, þangað til sá dagur kemur að þú sjálfur ferð yfir þá með mér. Hann fann eitthvað heitt við handlegginn á sér. Nanna hafði risið upp hálfsofandi og kysst liand- legginn, sem höfuð hennar hvildi á. Og svo sofnaði öll endursamein- aða fjölskyldan inn í jólanóttina. Jól 00 vihivakar Frh. af bls. 27. vakaleiki sem eiga engai’ hliðstæður annarsstaðar. Tvo slíka leiki vil ég nefna eða öllu heldur persónur þeirra. Háa-Þóra í samnefndum leik og Þórhildur eða Þórhild- arprestur í Þórhildarleiknum eiga varla sina líka i útlendum alþýðuleikjum. Nafnið Háa- Þóra gæti þent til þess, að þarna sé á ferðinni Þór i gervi Freyju í hamarsheimt til Jöt- unheima. Skellir og pústrar, sem fylgja þessurn leik, gæli bent til þess.Út af fvrir sig er liin fræga sendiför Þórs og Loka ekki Iakari uppistaða í gamanleik en för Dionysosar og Xanthiasar til undirheinxa lijá Aristofanes. — Uppistaðan í hinurn leiknum, Þórhildar- leiknum, eru giftingar fram- kvæmdar af Þórhildi og er hún prestur i leiknum, sem hendir alveg ótvírætt til gyðjuhlut- verksins í hinum eldri leik. Á gleðum gat svo farið, að þessar giftingar drægju dilk á eftir sér eins og kunnugt er af Jöl'ra- gleði. Hlutverkin voru unnin á hýsna realistiskan hátt, ef satt er, að stúlkan á Jöfi’agleði úl- legði 18 pilta alla jafnlíklega feður að einu og sama harn- inu. Út frá þessum almennu athugasemdum hygg ég, að ekki vei’ði komist nær viðun- andi skýringu á Freysleiknum lijá Hornklofa, en að sjá hann endurspeglast að einhverju leyti í gömlu vikivakaleikjun- um. L. S.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.