Fálkinn


Fálkinn - 20.12.1946, Blaðsíða 11

Fálkinn - 20.12.1946, Blaðsíða 11
JÓLABLAÐ FÁLKANS 1946 11 Oft er stofan ekki nema ein, borðstöfa, setustofa, svefnherbergi og eldhús i senn. Með öðrum lang- veggnum stendur eldstóin. Grútarlamparnir varpa daufum bjarma yfir fólkið, sem situr á rúmstokknum sinum, en rúmfötin liggja í böggli við höfðagaflinn. Á virkum dögum sitja karl- mennirnir við að bæta netin sín, en kvenfólkið saumar eða annast eldhúsverkin. Myndir eru á öilum veggjum. Víða sjást hinar alræmdu lit- prentuðu myndir, oftast með efni úr biblíunni, hanga innan um verulega fallegar myndir — sumsstaðar eru myndir klipptar út úr blöðum, límdar á vegginn. Þar eru fáklæddar filmudisir, austurlenskir herkonungar og vestrænir stjórn- málamenn í einum lirærigraut, innan um flug- vélar, hraðlestir brýr og bíla, grímudansleiki og hersýningamyndir, en eigandinn skilur ekki orð af tekstanum sem fylgir. Allir eru gripnir af jólahátíðinni eins og börn. Gjafir eru búnar til, karlmennirnir skera út háls- men eða langar perlufestar úr rostungstönn eða öðru grænlesku fílabeini, konurnar sauma hettu- stakka og perlukraga, lita skinnstakka sterkum litum og gera listræna hluti úr smáum, marglit- um skinnpjötlum. Helst á maður að vera í nýjum búningi, frá hvirfli til ilja. Því að jólin eru mesta samkvæmishátíð Grænlendinga, og skartið í sam- kvæmum er þáttur út af fyrir sig. Fólk fer í búðina, en það sem mest er sótst eftir eru sjald- gæfir hlutir úr silki og klæði, sem danska fólkið sést nota, og svo blúndur og skartgripir. Um nokkurt skeið hafa börnin verið á stjákli í húsagörðunum, í hlýjum skinnstökkum og með kertislukt i liendi þegar veður hefir verið til þess. Ljósið flöktar og endurspeglast kynlega í ísdrönglunum undir þakskegginu og lýsir upp kringluleitar og glaðlegar ásjónurnar á krökkun- um og hundskinnsbryddingarnar á ermunum. Krakkarnir gæta þess vel að brenna ekki skinn- klæði sin, sem eru eldfim vegna fitunnar, en stundum kviknar þó í smokk eða jaðri og kemst þá allt í uppnám. Krakkarnir eru alveg eins og þau væru komin bcint úr undirheimum, þar sem þau eru að skjótast í myrkrinu. Þau hafa óspart fengið forsmekk að jólagleð- inni. Strax um morguninn hafa þau heimsótt dönsku húsin og fengið óvenjulegar gjafir, siðan haldið áfram til ættingja og vina; þar fá þau kandís og gráfikjur, svo að vasaklútshnýtið fer sístækkandi, en munnur og kinnar gljá af sykur- leðjunni. Það fer að koma værð yfir embættismanna- skrifstofurnar: landfógetinn leggur síðustu sím- skeytin í bréfahlaðann, nýlendustjórinn og „assistentarnir“ liafa lokið jólaösinni og fyrir löngu afgreitt allar vörusendingar, sem áttu að komast leiðar sinnar fyrir jólin. Læknirinn geng- ur stofugang á spítalanum og óskar þess um- fram allt að nú komi engin húðkeips- eða sleða- maður til að sækja sig i margra milna ferð að heiman. Sumir hafa fengið dönsk jólatré með síðasta skipi, en flestir smiða sér jólatré; bora göt á sí- valning og stinga i þau „greinum" og þekja þetta með einiberjalyngi. Þetta getur verið mjög lag- Iegt og jólatréð skartar þegar kertin, pappirs- körfur, glitþræðir og glerkúlur er komið á það. Svo líður að kirkjuferðinni. Klukkurnar kalla Dani og Grænlendinga saman til helgra tiða, til að hlusta á hinn gamla og síunga gleðiboðskap og syngja jólasálmana. Ilringingin hættir — og rétt í svip virðist likast og þorpið sé dautt. Hvergi sést nokkur lifandi vera, ekkert nema þögul fjöllin við grásvart hafið, sem gjálpar við sker og nes. í Ijósaskiflunum er erfitt að greina skil himins og fjallabrúna; blýgrár sjórinn faðm- ar hrönnina í fjöruborðinu og alla ísdrönglana, sem hanga eins og silfurkögur eftir endilöngu flæðarmálinu. Söngurinn heyrist úr kirkjunni. Við sameiginlegu guðsþjónustuna á aðfangadags- kvöld er málið eklci til neins baga, hvorki fyrir sálmasönginn, ræðuna eða rítúalið. Grænlending- urinn getur sungið fallega og af tilfinningu. Hann er söngelskur og liefir hljómfagra rödd, er nýtur sín vel í margrödduðum kór. Helgisiðirnir fara fram eftir danskrí fyrirmynd, sálmarnir eru endurliljómur danskra sálma, þó að á siðustu tímum hafi að vísu innlend sálmaskáld og laga- smiðir lagt sinn skerf til sálmabókarinnar. Kirkj- an er hlý og björt — fjöldi af kertum lýsir upp prédikunarstólinn og altarið, skurðmyndirnar og stólaraðirnar. Meðhjálparinn er í svörtum hettustakk og dökkum skinnsokkum með svartri bryddingu, og stjórnar söngnum. Organistinn leikur á bljóðfærið, sem stendur frammi á gólf- inu. Sálmarnir liafa fyrir löngu útrýmt hásu gauli særingarmannanna og bumbuslættinum ó- liugnanlega. Presturinn talar, — guðspjallið lesið á grænlensku og kemur svo einkennilega við eyra en þó finnst manni það svo viðkunnanlegt. Danirnir syngja sálmana á dönsku en aðrir á grænlensku: hin sérstaka liamingja jólanna gríp- ur alla og skapar frið og samræmi. Það kippir sér enginn upp við barnakliðinn. Fólk er fyrir löngu orðið vant kliðnum, sem ávallt er sam- fara smábarnahóp. Mæðurnar skilja börin nefni- lega aldrei eftir heima heldur fara með allan hópinn í kirkjuna, en það tekur enginn til þess, jafnvel þó konurnar gefi börnum brjóst i miðju guðspjallinu. Það glamrar i perlufestunum og sumir missa sálmabókina á gólfið, en hvað er að fást um slíkt. Aö endingu kemur kirkjufólkið í einni torfu niður kirkjuhólinn, og nú fer að lifna yfir þorpinu aftur. Nú er kveikt á kertum í öllum gluggum og þessi upplýsing gerbreytir að heita má útliti alls þorpsins og ný útsýn birtist á furðulegasta hátt. Á dönsku lieimilunum er jólahaldið af- staðið. Skál fjarstaddra vina hefir verið drukkin, og svo hin erfiða, bitra skál barnanna, sem eru í Danmörku og er svo mikið saknað, daglega saknað en þó aldrei eins mikið og á jólunum. Það er versta hliðin á verunni i Grænlandi, að börnin eru tekin frá foreldrunum og verða að verða eftir einmana, til þess að ganga á skóla. Jólabréfin, sem hafa verið lögð til hliðar, eru nú tekin fram aftur og lesin upp aftur og aftur, og jólagjafirnar, sem komu með síðasta skipi, eru grannskoðaðar og dáðar. Það fer að líða á kvöld- ið, loftslceytastöðin er lolcuð og fleiri skeyti koma ekki. Það er slökkt á kertunum , stjökum og Ijósakrónum. Hugurinn hvarflar heim með ó- mótstæðilegum krafti, maður reiknar út mismun- inn á klukkunni — hvað skyldi það nú vera að gera, fólkið heima? Og svo kemur nóltin og breiðir þreyttum út faðm sinn. En í Grænlend- ingahúsunum er vakað lengi, jólin eru kaffi- drykkjutími fram úr öllu hófi. En þegar langt er liðið á nótt, árla morguus, vaknar maður af svefni. Úti fyrir heyrist lágur kliður mannamáls og marr i snjónum, af fóta- taki margra manna. Og allt í einu er farið að kyrja jólasálma margraddaða fyrir utan glugg- ann. Á norðurhimninum eru flögrandi norður- ljós — þau vindast saman eins og voð og þekja þess á milli allan norðurhimininn með Ijósfeldi sinum. Síðustu tónarnir deyja út, gluggunum er lokið upp og maður óskar Grænlendingunum gleðilegra jóla og þakkar þeiin fyir jólakveðjuna og býður þeim inn upp á kökur, súlckulaði og gráfíkjur, eða þá ölglas og vindil. Siðan halda þeir áfram syngjandi að næsta húsi. Þessi fallegi gamli jólasiður syngjandi hóps við liúsin, á hljóðri jólanóttinni og á nýársnótt, hefir geymst í Grænlandi allt fram á okkar daga. Og sá sem hefir legið vakandi norður þar og lilustað á þessa töfrandi og frumstæðu hljómleika, langt frá másandi bifreiðum, ískrandi sporvögnum og ys og þys stórborganna, gleymir aldrei þessu æf-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.