Fálkinn


Fálkinn - 14.03.1947, Blaðsíða 2

Fálkinn - 14.03.1947, Blaðsíða 2
2 FÁLKINN VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM Ritstjóri: Skúli Skúlason Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested Skrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavík. Sími 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-6 Blaðið kemur út hvern föstudag Allar áskriftir greiðist fyrirfram HERBERTSprent SKRADDARAÞANKAR „Eft má ekki vera að jþví, ég er að flýta mér!“ Allir kannast við per- sónuna, sem alltaf er að flýta sér og' má ekki vera að neinu. Það er fremur leiðinleg persóna. Og hún vinnur sér óhægt og sér að jafnaði lítinn árangur af starfi sínu. Það liafa vist flestir reynt hvílík áreynsla er að því að vinna verk það, sem maður er orðinn of seinn með. Þó ekki sé annað en koma bréfi i póstinn á síðustu stundu — hvað þá að skrifa það. Flausturs- verkið er ekki aðeins lélega unnið að öllum jafnaði, heldur er líka erfitt að vinna það. Og þó öfugmæli megi heita: það er seinleg’ra að vinna það. Það má áfellast þá, sem sýna á sér einkenni silakeppsins, þá, sem aldrci hlaupa. En asinn liefir lika sína galla. Seinn maður má ekki flýta sér um of, því að þá fer allt í handaskolum, en liann verður hinsvegar að gera betur en að injak- ast. Nútíminn er kallaður öld hrað- ans og það eru ekki allir, sem liafa samrýmst henni ennþá. Það er eng- in furða þó að við höfum ekki gert það. Þeir menn eru enn starfandi, sem lifðu æsku sína án þess að vita hvað sími var og án þess að sjá bifreið. Menn unnu lengur þá. En unnu þeir hægar? Það er mikill munur á að sjá manninn, sem er að flýta spr fyrir götuhornið eða hinn, sem er að funda við hakann sinn í gatnagerð- inni eða höfuðbókina á skrifstofunni Og það er stundum mikill munur að sjá svo menn hlið við hlið að sama verki, sem þeir vinna fyrir sama kaup. Þeir líta oftar á klukk- una, sem eru að biða eftir að tím- inn liði, en hinir, sem finnst tím- inn vera að hlaupa frá sér. En óðagotið er þó versti tíma- þjófurinn. Þeir sein temja sér að láta sér finnast að þeir hafi svo mikið að gera, koma sjaldan miklu i verk, þvi að þeir eyða svo miklum tíma í að hugsa um hvað þcir liafi mikið að gera. Þeir kunna ekki að „flýta sér liægt“. En það er kunn- átta, sem er engu síður nauðsynleg en almenn verklægni. Það er ótrú- legt hve vel þeim manni vinnst, sem aldrei sýnist flýta sér og sem aldrei segir: „Eg má ekki vera að því.“ BRITISH INDUSTRIES FAIR IÐNSÝNING LONDON OG BIRMINGHAM 5-16 MAÍ 1947 Þetta er fyrsta tæki- færið, sem þér hafið haft í sjö ár að hitta aftur gamla viðskiptavini og ná yður í ný verzlunarsambönd. Erlendum kaupsýslu- mönnum er boðið að heim- sækja Bretland og sjá brezka iðnsýningu 1947. — Þetta mun gera þeim kleyft að hitta persónulega fram- leiðendur hinna fjölmörgu brezku vara, sem eru til sýnis í London (léttavara) og Birmingham (þunga- vara) deildum sýningarinn- ar. Hin nákvæma flokkun varanna mun og auðvelda kaupendum samanburð á vörum keppinautanna. Hægt er að ræða sér- stakar ráðstafanir, með til- liti til einstakra markaða, beint við framleiðendur — einnig verzlunarhætti og skilyrði, vegna þess að ein- ungis framleiðandi eða aðal umboðsmaður hans mun taka þátt í sýningunni. Allar upplýsingar varðandi Iðnsýningu 1947 láta eftirfarandi aðilar í té: British Commercial Diplomatic Officer, eða Consular Officer, eða British Trade Commissioner, sem eru í ná- grenni yðar. BRETLAND FRAMLEIÐIR VÖRUNA Gerist meðlimir Jazzklúbbsins. Fyrstu hljómleikar verða með Joe Daniels and his hot shot, aðrir með Harry Parry ásamt sex- teltinum. Alls fáið þið þrjá liljámleika á áiri, tvo miða á hvern hljómleik fyrir aðeins 95 krónur. Áskriftarlistar liggja frammi í fleslum bóka- oy liljóðfæra- verslunum bæjarins. Gerist meðlimir Jazzklúbbsins. Jón Buðvarsson, trésmíðameistari, Seyðisfirði verður 60 ára 16. mars. Eggert Steíánsson. Eggert Stefánsson hefir kvatt söng- listina. Að hætti söngvara, sem draga sig í hlé af opinberum vettvangi, efndi hann til söngskemmtunar að skilnaði. Margir söngvarar hafa kvatt sönglistina, er þeir stóðu á tindi frægðarinnar, og áður en fór að halla uildan fæti með sönginn og röddina. Þetta gerði danski söngv- arinn frægi AVilhelm Herold og þótti hann þá fara skynsamlcga að ráði sínu. Eggerl á að baki sér langan og merkan söngvaraferil. Ef undan er tekinn Ari Jónsson, sem lengi var óperusöngmaður í Þýskalandi, þá mun Eggert hafa verið fyrsti ís- lenski maðurinn, sem lærði að syngja erlendis og gerði sönginn að lífsstarfi sínu. Síðan hefir liann far- ið víða um lönd í tveimur heims- álfum og sungið. Og þá hefir hann jafnan gætt þess, að syngja íslensk lög um leið og kynna íslenska menn- ingu. Hér á landi mun hann mörgum hugstæður fyrir söng sinn, ekki sist á yngri árum, þegar röddin hafði ljóðræna töfra í ríkari raæli en á síðari árum, og þótt lionum hafi stundum verið mislagðar hendur, eins og öllum dauðlegum mönnum, þá söng hann eins og innblásinn söngmaður, þegar honum tóksl upp og áheyrendur voru að lians skapi. Það er engin tilviljun, að honum er það sérstaklega Ijúft að syngja fyrir vini sina, því að listgáfu hans er þannig varið, að hún nýtur sin best, þar sem hann finnur samúð og velvilja. Framhald á bls. 15.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.