Fálkinn


Fálkinn - 14.03.1947, Blaðsíða 8

Fálkinn - 14.03.1947, Blaðsíða 8
8 FÁLKINN Eg geri ráð fyrir að við höfum einhverntíma lesið eða heyrt söguna um manninn, sem dreymdi frönsku stjórnarbyltinguna. Sagan sjálf er eiginlega ekki eftirtektarverð, en í henni er gildra, sem er talsvert erfitt að uppgötva, þó að eiginlega sé hún deginum ljósari. Þegar ég dreg fram þessa gömlu sögu, þá er það sumpart vegna þeirra, sem hafa gleymt henni, en sumpart af annarri ástæðu. Jæja: Gömlun manni varð það á að sofna, ei hann hallaði sér fram í ‘lokabæn.nni. Hann dreymdi um frönsku stjórnarbyltinguna - að hann væri eitt af fórnarlömbum fallaxarinnar, og að hann lægi með liöfuðið á höggstokknum og öxin átti að falla á hverri stundu. En í sama bili tólc kona svefnpurk- unnar, sem sat hjá honum, eftir því hvernig komið var, og dangl- aði í hann með sálmabókinni. Hún kom í hnakkann á honum í sama augnabliki og manninn dreymdi að öxin félli - og hann datt dauður niður á kirkjugólfið. Hann liélt að sálmabókin væri öxin. Nú, það er deginum ljósara að sagan er fjarstæða. 'Or því að maðurinn vaknaði ekki af blundin- inum, gat hann ekki sagt neinum draum sinn. Það er ofur einfalt mál, finnst ykkur ekki? Ástæðan til þess að ég rifja upp þessa sögu er sú, að hún er hæfi- legur inngangur að atburði, sem ég hefi upplifað sjálfur og ætla nú að segja frá, atviki sem er í sam- bandi við draum, og geymir ef til vill gildru lika. Eg hafði komið heim í stofuna mína - ég var einhleypur - um mið- degisverðarleytið, og af því að rign- ingin buldi á rúðunni afréð ég að verða lieima um kvöldið, með vindil og 'bók. Eg leit á bókaskápinn, tók fram „Dr. Jekyll og mr. Hyde“ og datt í hug að það væri gaman að iesa þessa hræðilegu skáldsögu. Eg gerði það lika, og þegar ég hafði flett síðasta blaðinu var kominn tími til að fara í rúmið. Mig dreymdi. í draumnum, sem var mjög greini- legur og Ijós, (stóð ég á fætur þótt um miðja nótt væri, kveikti ljós, glæddi mig og fór út. Það var hætt að rigna 'og komið tunglsljós, og klukkan mundi vera kringum þrjú, að mér fannst. Eg hafði ekki gengið mörg skref frá húsinu í áttina út á lítið torg þar skammt frá, þegar ég sá drukkinn mann koma á móti mér - en að öðru leyti var gatan auð. Hann slagaði til og frá og bölv- aði í sífellu löppunum á sér, sem „elcki hittu rétt“, og áður en varði var hann kominn að mér. Hann nam staðar og riðaði um stund fram og aftur; hann var stór og í vinnu- fötum, sem voru rennvot ‘eftir rign- inguna um kvöldið. Eg reyndi að forða mér undan, inn að húsveggn- um, en hann kom á eftir: og svo sló hann mig í andlitið, formála- laust. Og ég ....... í draumnum varð ég ofsareiður. Eg hafði á mér veiði- hníf, sem ég hafði nýlega látið leggja á, hann var i frakkavasanum, og áður en ég vissi hélt ég á honum i liendinni og hjó með honum tvisvar eða þrisvar sinnum. Andstæðingur minn hneig niður á götuna án þess að gefa frá sér nokkurt hljóð. Eg leit kringum mig, engin mann- eskja var sjáanleg og ég flýtti mér til baka þessi fáu skref heim til mín, opnaði' varlega útidyrnar, laum- aðist upp stigann og var nú aftur kominn inn til mín - ég mun ekki hafa verið nema svo sem tiu minút- ur í burtu. í draumnum afklæddi ég mig, fór upp i rúmið og lá þar, skjálfandi af hræðslu. Eg slökkti ekki Ijósið í loftinu, þorði það blátt áfram ekki, snerillinn var frammi við dyrnar. Þangað var ég kominn í minum illa martraðardraumi þegar þjónninn minn kom inn með te- bolla og morgunblað og vakti mig. Hann var mér mjög velkominn einmitt núna, því að hann kom mér aftur i veruleikann. Mig hafði dreymt, hugsaði ég með mér, með- an ég var að dreypa í heitt teið, og tilefnið til draumsins var óefað „Dr. Jekyll og mr. Hyde“. Eg skyldi vara mig á svoleiðis kvöldlesningu framvegis. Eg opnaði ekki blaðið heldur bældi mig niður í rúmið aft- ur og fór að rifja upp fyrir mér drauminn; ég gat ekki slitið minnið frá einstökum atriðum úr honum. Og þá tók ég eftir að Ijósið i loft- inu brann. En ég hafði áreiðanlega slökkt það þegar ég fór að hátta í gærkvöldi, eftir að ég liafði les- ið skáldsögu Stevensons. Þetta var kynlegt. En í draumnum hafði ég látið ljós- ið á lampanum loga. í draumnum hafði ég farið upp í rúm og hugsað mér að best væri að láta ljósið loga. Eg var hræddur og skalf af angist í draumnum. En ljósið í loftinu - hvað var draumur og hvað var veru- leiki? Eg hlýt að hafa sofnað, því að nú stóð Somers, þjónninn minn, við rúmið mitt með morgunmatinn. Eg opnaði auguu varlega. Ljósið í loft- inu logaði ennþá, og hann virtist ekki hafa tekið eftir þvi. En það var auðséð að honum var eitthvað mikið niðri fyrir. Hann sagði: — Það hefir verið framið morð hérna á horninu, sir. Þeir hafa fund- ið verkamann þar, sem hefir verið stunginn með hnífi. Þeir uppgötvuðu þetta í morgun. Somers var upp- vægur. Svo bætti hann við: — Það kemur vist i miðdegisblöðunum. — Morð! sagði ég og fletti blaðinu, svo að hann skyldi ekki sjá fram- an i mig. — Morð, þetta er svo al- gengt. En hérna alveg lijá. Eg lést lesa leiðarann og Somers fór út. • Eg hlustaði, og undir eins og hann hafði lokað dyrunum að eld- húsinu steig ég fram úr rúminu og flýtti mér að slökkva Ijósið. Eg opnaði fatabirgið, þar sem ég var alltaf vanur að hengja fötin min vendilega upp, og tók fram fötin, sem ég hafði verið í í gær. Þau voru öll með blóðblettum að framan. Mér fannst hjartað í mér hætta að slá. Draumurinn.... þetta var ekki draumur, það var veruleiki, hræðilegur veruleiki. Eg var morð- ingi. En morðingi í svefni. Eg hafði rekið manninn í gegn, en ekki af ásetningi og með fullu ráði. En mundi dómarinn og kviðdóm- endurnir - mér fannst eins og ég væri þegar kominn fyrir rétt - trúa liinni einkennilegu frásögn minni? Varla. Eg hafði þegar tekið ákvörð- un. Eg varð að eyða öllum líkum. Eg náði í tösku í klæðaskápnum og tróð blóðugu fötunum ofan í hana. Svo liringdi ég á Somers. Eg ætlaði í ferðalag, sagði ég honum - en ekki nema nokkra daga, ég var dálítið kvefaður, og þá reyndist oft vel að koma í annað loftslag. Nei, hann þyrfti ekki að hugsa um að taka saman dótið mitt, það var svo lítið, sem ég ætlaði að liafa með mér. Sem sagt - ekki nema tveir dagar. Nú datt mér nokkuð í hug, og ég flýtti mér fram i ganginn eftir regn- kápunni. Eg blessaði myrkrið þar frammi og svo það, að Somers var sjaldan vanur að skipta sér af yfir- höfnunum mínum. Kápan var blóð- ug. Eg stakk hendinni i vasana - fyrst þann hægri og svo þann vinstri. Hnífurinn var ekki þar. Hnífurinn! Þar gat maður talað um lán í óláni - ég varpaði önd- inni. Eg hafði keypt liann í járn- vörubúð i Birmingliam, liann var skrambi dýr, og ég hafði aldrei notað hann. Somers hafði aldrei séð hann og kunningjar mínir ekki lield- ur. Og ég fór þegar að gera drög að sönnunum fyrir sakleysi mínu. Eg hafði ákveðið að fara á dá- lítið greiðasöluhús i Dorking, og á leiðinni þangað las ég grein um morðið í einu blaðinu. Lögreglu- þjónninn Pétur eða Páll hafði fund- ið líkið við port í hliðargötu. Lík- ið þekktist, það var William Ebbutt, verkamaður. Hann lét eftir sig konu og fjögur börn. Maðurinn hafði ver- ið drepinn með veiðihníf, og nú var hafin leit að eigandanum. Blaðið titraði í höndunum á mér. Eg las greinina upp aftur og aftur og hugurinn var á fleygiferð. En hvað hafði ég eiginlega að óttast? Þjónninn minn gat vottað að ég hafði verið heima allt kvöldið, liníf- inn hafði hann aldrei séð, og blóð- ugu flíkurnar voru í ferðatöskunni minni. Og svo var ég maður í góðu áliti. Hvað gæti komið mér til að fara að myrða óviðkomandi verka- mann? Eg var rólegur þegar lestin stað- næmdist við stöðina og ég steig út með töskuna mína. Leiðin að veit- ingahúsinu var stutt, og eftir stund- arfjórðungs gang var ég kominn á leiðarenda og gestgjafinn tók á móti mér - hann þekkti mig því að ég hafði komið þarna áður. Yið töluðum nokkur orð saman um daginn og veginn, fengum okkur viskidropa við veitingadiskinn á minn kostnnð, og svo romsaði ég lexiuna - ég hafði flúið frá London undan kvefpestinni, en ætlaði ekki að standa við nema svo sem tvo daga eða til vikuloka. Því að alltaf væri nú best í sveit- inni. En meðal annarra orða. Eg hafði farið að heiman í svoddan óðagoti að ég hafði gleymt að senda böggul á pósthúsið. Hvort liann gæti útvegað mér stóra umbúðapappírs- örk? Það gat hann, og ég fór upp í herbergið mitt til þess að reyna að búa til sakleysissönnun handa mér. Kannske hefði ég ekki átt að biðja hann um umbúðapappírinn, hugsaði ég með mér, en hinsvegar gat ég ekki gert ráð fyrir að geta gengið óséður með böggulinn úr liúsinu, og án þess að tekið yrði eftir honum. Og livar átti að koma honum fyrir? Eg hafði kosið Dorking vegna þess að þar var djúp tjörn í skóginum milli brautarstöðvarinnar og veitinga- hússins. Þangað ætlaði ég mér en ekki á pósthúsið. Nokkru síðar var ég kominn á staðinn og þótti vænt um að ég hafði ekki mætt nokkrum manni á leiðinni. Eg fann mér nokkra þunga steina í vatnsborðinu, festi þá við böggulinn og feygði honum svo út í svart og gruggugt vatnið. Það mynduðust hringir á yfirborðinu og loks komu nokkrar loftbólur neðan úr botni, og ég settist niður og lést njóta skógarsælunnar og kveikti í pípunni. Nei, böggullinn kom ekki upp >aftur, hann var áreiðanlega kominn ofan í leðjuna, og jafnvel þó að tjörnin fletti einhverntíma ofan af leyndarmáli sinu, mundi víst engum detta í liug að setja það í samband við morð i hliðargötu í London. Áður en ég fór út úr skóginum aftur rannsakaði ég veginn nákvæm- lega. Þarna var ekki nokkra mann- eskju að sjá, og engum mætti ég á heimleiðinni í veitingahúsið. Eg bað um miðdegisverð og át með bestu lyst, og síðar um kvöldið sett- fólkið úr grenndinni var vant að ist ég niður i almenninginn, þar sem koma saman. Eg hafði búist við að morðið mundi verða aðal umræðu- efni mannanna þarna, en ekki heyrði ég minnst einu orði á það, sem ég hugsaði mest um. Og í lcvöldfrétt- unum í útvarpinu var aðeins minnst á það með fáeinum orðum. Likið hafði verið krufið og það hafði sýnt sig að hinn myrti hafði verið dauðadrukkinn, og liklega hafði morðið verið framið í ofsakasti. Eg svaf tiltölulega vel um nóttina og var alls ekki sólginn i að kom- ast yfir eing Lundúnablaðið á veit- ingahúsinu um morguninn. Þetta morð hafði auðsjáanlega alls ekki vakið mikla eftirtekt - það var ó- hugsandi að nokkrir nafnkenndir menn væru riðnir við það - og yfirheyrslurnar voru aðallega yfir félögum hins látna. Fingraförin á veiðihnifnum voru það helsta, sem hægt var að byggja eftirgrennsluhina á...... i Svo að þá var lítil hætta á, að saldaus maður yrði dæmdur fyrir morðið, hugsaði ég með mér, og leið þrátt fyrir allt sæmilega. Það sem skeð var hafði gerst í svefni, og í raun og veru liafði ég ekki annað gert en að verja mig. Að vísu hafði ég beitt meira ofbeldi en nauð- G. Robins: Hættulegar líkur

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.