Fálkinn


Fálkinn - 14.03.1947, Blaðsíða 9

Fálkinn - 14.03.1947, Blaðsíða 9
FÁLKINN 9 syn krafði, en ég hafði ekki verið með fullum sönskum, eins og maður segir. Eg stóð við í Dorking annan dag og fór síðan til London og heim til mín, þar sem allt var með kyrrum kjörum og eins og það átti að vera - fannst mér. En tveimur dögum síðar kom dá- lítið fyrir. Somers uppgötvaði að brúnu fötin mín voru horfin. Hann hafði haldið, sagði hann, að ég hefði verið i þeim á ferðalaginu, en .... Eg held að ég hafi leikið hlutverk- ið býsna vel. Brúnu fötin? Jú, ég liafði farið með þau, en svo hafði ég rifið þau og óhreinkað er ég var á gangi í skóginum, svo að ég hafði skilið þau eftir. Somers hafði líka annað á hjarta. Maður frá lögreglunni hafði komið og talað við hann. Hann hafði spurt livort nokkuð hefði komið fyrir ó- venjulegt þessa eða l)essa nótt - já, það var nóttina, sem morðið var framið, sir - og hann hafði spurt hvot hugsanlegt væri að hníf liefði verið stolið frá nokkrum, - veiði- hníf? Eg gekk að tóbaksborðinu og fór að velja mér vindil í kassanum. — Veiðihníf. . . . hvernig átti hann að líta út? — Eg veit ekki, sir. Hann bara spurði svona. Ilann sagðist ætla að spyrja aðra hér í liúsinu, og eins í næstu húsum. Eg gekk fram í amldyrið og fór í frakkann. Eg sagði Somers, að ég ætlaði í klúbbinn. Ef einhver hringdi væri best að spyrja eftir mér þar. — Veiðihníf, tautaði ég á leið- inni. Veiðihníf, veiðilmíf? Lögregl- an heldur þá að morðinginn hafi stolið hnífnum.... Hversvegna? - Vegna þess að linífurinn er dýr. Fé- lagi hins myrta mundi ekki hafa efni á. ... Klukkutíma siðar var kallað á mig í símann. Undurblíð rödd sagði mér að Scotland Yard óskaði að fá að tala við mig og bætti við afsök- un á því að ég væri truflaður svona seint. En því miður þyldi málið enga bið. Eg iofaði að koma undir eins. Eg lield að röddin hafi ekki skolf- ið neitt. Og hversvegna liefði hún átt að gera það? Þeir liöfðu engar sannanir á mig. Þeir héldu að hníf- urinn væri stolinn. En Somers vissi ekki neitt um neinn hníf. Sem betur fór. Því að þetta mátti ekki vera minn hnífur. Fingraförin! Yardmaðurinn tók á móti mér, kynnti sig og kvaðst heita Charlish fulltrúi. Einstaklega alúðlegur mað- ur. Hann bauð mér sæti. — Herra Gilkes, sagði hann og tók lokið af pappaöskju, — þér munuð ekki hafa séð þannan lilut áður? Það var veiðihnífurinn - veiði- hnífurinn minn! Eg hafði búið mig undir þetta, og liristi rólega liöfuðið. Eg hafði líka búið mig undir fingraförin og liafði verið með hanskana þangað til nú. Eg studdi báðum höndum á stafinn minn, ég liugsaði mér að skilja ekki eftir nein fingraför á stól- bríkunum. Við horfðumst í augu. - Hvers- vegna skyldi ég. . . . — Þér hafið þá ekki séð liann fyri\ mr. Gilkes? Hann ýtti öskjunni frá sér. — Það hefi ég ekki, fulltrúi. Og leyfið n\ér að spyrja. . . . — Það er útaf morði, sagði hann. Það var myrtur verkamaður skammt frá lieimili yða rhérna um nóttina. Og þessi hnífur er morðvopnið. Nú ýtti liann öskjunni aftur fram. Þetta er afbragðs hnífur, smíðaður i Birm- ingham, og verksmiðjan segir að þessa linífa kaupi ekki aðrir en veiðimenn, sem eru efnaðir......... Lögreglan verður að fara ýmsar krókaleiðir til að ljóstra upp um morðingja, því að fórnardýrin sjálf geta engar upplýsingar gefið. Við megum til að nota livern möguleika. Við höfum rannsakað hvort nokkur veiðimaður eigi heima í grennd við morðstaðinn. Þér eruð veiðimaður, mr. Gilkes. Við gátum hugsað okk- ur að hnífnum hefði verið stolið frá yður. Hann tók í blaðið á hnífnum og rétti mér hann. Mér tókst að koma upp úr mér hlátri þegar ég neitaði að snerta á skeiðunum. — Þakka yður fyrir, sagði ég, en mig iangar ekki til að fjölga fingraförunum. þarna. Hann leit niður á borðplötuna. — Þér munduð þó ekki vilja lijálpa okkur með ofurlítið forms- atriði, mr. Gilkes. Við skrásetjum ekki fingraför annarra en þeirra, sem reynast sekir. Eg stóð upp. — Afsakið þér- full- trúi, sagði ég með talsverðri þykkju, — en það vil ég ekki. Hanri þrýsti hendinni upp að hök- unni. — Jæja, það er heldur ekki nauð- synlegt. Þá er það aðeins ein spurn- ing enn, mr. Gilkes. Þjónninn yðar minntist eitlivað á, að þér væruð fjarverandi i nokkra daga, og hefðuð farið morguninn eftir morðið. Haf- ið þér nokkuð á móti að segja okkur hvert þér fóruð? Eg var fljótur að hugsa. Ef ég færðist undan að svara mundu þeir neyða Somers til þess, þvi að liann hafði fengið dvalarstaðinn minn i Dorking. Þeir vissu ekkert um hlóð- blettóttu fötin, og jafnvel þó að þeir vissu það - hvernig gætu þeir fundið þau...... ? — Vitanlega ekki, svaraði ég. Eg var í Dorking nokkra daga. Og það var ekki i fyrsta skipti, sem ég kem þangað. Eg bjó á veitingahúsinu. — Þökk fyrir, sagði hann. Og ég gekk út að dyrunum. Þetta var byrjunin. Framhaldið kom fljótlega, likast eins og þegar steinhnullugur veltur fram af bröttu bergi. Eg hefði átt að sjá það fyrir, ég hefði átt að geta skilið, að gest- gjafinn hefði verið spurður út i æs- ar. Jú, mr. Gilkes hafði labbað á pósthúsið með böggul. Ilve stóran? Talsver.t stóran. Það gátu vel rúm- ast föt í honum, og kannske yfir- frakki lika. Póstlnisið: Nei, enginn hafði sent póstböggul þennan dag, og enginn framandi komið á pósthúsið. Og síðan: Hvar gat mr. Gilkes hafa geymt böggulinn, hvar felur maður fellandi sönnunargögn? í skóginum eða sökkvir þeim i vatn. Það var tjörn skammt frá veitinga- húsinu; og lögreglan slæddi. . . . Samkvæmt þessum líkum var ég tekinn fastur og nú gat lögreglan tekið fingraförin mín. Vörn mín, að þetta hefði gerst í svefni, var ekki tekinn gild, dómurinn féll: ég ætti að líflátast - með hengingu. Þetta voru hræðilegar mínútur þarna undir gálganum. Eg stóð þar með bindi fyrir augunum, og á næsta augnabliki átti þetta að ske - þetta liræðilega...... Eg gat ekki náð andanum, brjóstið var að springa, ég barðist fyrir líf- inu. Svo vaknaði ég með ópi og settist upp í rúminu. Lakið yar hringvafið um hálsinn á mér. Eg var í einu svitabaði. Eg var dálitla stund að átta mig. Mig hafði dreymt tvo drauma hvern eftir annan. Fyrst hafði ég upp- lifað morðið og siðan framhaldið. En nú - nú var eins og rúinið brenndi mig, ég fór fram úr og klæddi mig i flýti . Somers kom inn. Hann hélt á tveimur blö'ðum i hendinni, bleik- rauðu kvöldblaði og hvítu morgun- blaði. — Góðan daginn, sir, sagði hann. Það var Ijótt, morðið hérna fyrir utan.... Eg glápti á hann! Var liann brjál- aður. Eða var ég það? Eg kveikti á eldspýtu og lét hana brenna til agna. Eg fann að mig sveið í>góm- ana. Gul blaðra kom á góminn. Mig var ekki að dreyma - ég var ekki sofandi - ég var vakandi. Guði sé lof! — Hvaða morð, Somers? — Blaðið var eftir frammi í gang- inum, svo að þér sáuð það ekki. Það stendur undir „Síðustu fréttir“. Eg las: „Líkið af miðaldra verka- manni fannst í morgun.... það var illa leikið. . . . hafði verið stung- ið með oddlivössu verkfæri....“ Eg starði - ekki á blaðið og ekki heldur á Somers, en inn í hið ó- kunna. Mig rámaði ekkert í í að ég hefði lesið þessar línur áður. En ég hlýt að liafa gert það. Þegar ég kom heim í gærkvöldi og vatt mér úr frakkanum frammi i anddyrinu hefir mér kannske orðið litið á þcss- ar línur. Það hefir gerst óafvitandi. Siðan hafði Dr. Jekyll og mr. Hyde ok kannske of margir vindlar gert það sem ávantaði. — Það var hræðilegt, sagði ég. En það var ekki morðið, sem ég var að hugsa um. Tveir frægir. — Auriol, forseti Frakk lands og Leon Blum, jafnaðarmað- urinn gamli, sjást hér i faðmlögum. Truman áhyggjufullur. — Þessi leit■ mynd af Truman Bandaríkjaforseta hefir vakið geysiathygli í Vestur- heimi. Hún er gerð af Jack Lam- bert, og hefir hún birst i mörgum blöðum, jafnvel „Chicago Sun“, sem jjó er erki-demókratablað. PANDIT NEHRU varaforsætisráð- herra bráðabirgðastjórnarinnar i Indlandi og formaður Hindúa bai' fram á fyrsta löggjafarþinginu i Indlandi frumvarp um, að Indland lýsi sig frjálst og fullvalda lýðveldi og slíta ölhi sambandi við Bretland. JINNAH foringi Múhameðssinna i Indlandi hefir í vetur setið á fund- um i London með fulttriium sljórn- arinnar. Segir hann að allt muni fara í bál og brand i Indlandi inn- an skamms, ef stjórnin taki ekki Indlandsmálin fastari tökum en hing- að til. Jinnah vill skila landinu milli Múhameðssinna og Hindúa, en vitanlega fá betri helminginn.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.