Fálkinn


Fálkinn - 14.03.1947, Blaðsíða 4

Fálkinn - 14.03.1947, Blaðsíða 4
4 FÁLKINN Kvöldstund með Chaplin Sænski blaðamaðurinn Ivar öhman er einn þeirra fáu, sem fengið hafa að tala við Chaplin. Og hérna kemur sá hluti samtalsins, sem lýsir manninum en ekki leikaranum, og hug- myndum hans um tilveruna og „lífið í heild sinni“. Þegar ég kom heim á gistiliúsið níitt úr hádegisverðinum lá miði frá miðstöðvarstúlkunni í lykilhólfinu mínu: „Mr. Chaplin liefir hringt!“ Eg liafði beðið eftir viðtali við hann í tiu daga. Eg hafði skrifað honum og mér liafði tekist að ná í símanúmerið hans, þó að það sé leynilegt, og ég hafði liringt ótal sinnum. En aldei var liann að hitta. En nú hafði liann hringt til mín - og þá var ég vitanlega úti! Eg hafði ástæðu til að harma þessa ólieppni. Ameríkanskur hlaða- maður, sem heyrði að ég liefði hug á að reyna að ná tali af Chaplin hafi brosað hæðnislega og sagt: — Hingað til Hollywood koma vikulega 50 blaðamenn í sömu er- indum. En þeir fara jafnnær. Chapl- in hefir ekki gefið neinum neitt, sem viðtal geti lieitið í 6-7 ár. Það er ómögulegt að ná í hann. En ég hefi nú samt einsett mér að fara ekki svo frá Hollywood að ég næði ekki tali af Chaplin, þessum manni, sem hefir svo einkennilega aðstöðu bæði í Hollywood og í Ameriku yfirleitt. Hann er nfl. sá maður, sem mest er talað um - og scm verst er talað um. Ivvikmyndafólk - það er að segja jíeir, sem iita á filmuna sem list en ekki sem kaupsýslu - nefnir nafn hans með lotningu. Að búa til kvikmynd er ekki eins manns verk lengur. Myndin ber nú sjaldnast svip neins ákveðins höf- undar. Hollywood er fortakslaust sálarlaus verksmiðjubær. En Chapl- in hann er, eins og áður, listamaður. Cliaplin gerir myndir sinar einn og lijálparlaust. Hann semur mynd- ina og er leikstjóri, skrifar sjálfur handritið og semur oft tpnlistina líka. Og hann leikur sjálfur eina stóra hlutverkið i myndinni. Chap- lin er sá eini, sem lifir eftir af hin- um frægu klassisku persónum kvik- myndarinnar. Og hann er lika sá eini, sem tilheyrir kvikmyndinni með húð og hári. Hann er fæddur á filmræmunni. Og hann verður það til eilifðar. Þegar maður horfir á t. d. „Gullæðið“ verður manni á að spyrja sjálfan sig hvort kvik- myndinni hafi þokað hænufet áfram síðan liann gerði þessa mynd - fyrir tuttugu árum. En Chaplin á erfiða aðstöðu sem óháður listamaður í hringiðu kvik- myndastóriðjunnar. Hann á sæg af óvinum. Þegar þeir geta ekki keypt hann eða hagnýtt sér hann eftir vild, eins og alla aðra, þá reyna þeir að ná sér niðri á lionum á annan liátt. Hin iðulegu blaðaskrif um einka- líf Chaplins eru einn liðurinn í markvissri ofsókn gegn hinum mikla gamanleikara. Blöðin verja meira dálkrúmi til að segja frá hjónaskiln- aðarmálum hans en allra annara til samans í Hollywood. Það er ofur skiljanlegt að hann fleygði amerik- önskum blaðamanni niður stig'a fyr- ir nokkrum árum. Cliaplin er ekki amerískur borg- ari, - og það er ýmsum þyrnir í augum. Hinu gleymir fólk hinsvegar, að hann borgar skatta ekki siður en aðrir, að liann hefir sent tvo syni sina í styrjöldina og að liann hefir verið betri auglýsing fyrir Ameríku en nokkur annar. Chaplin er „kommúnisti“ - það er það allra versta. Að vísu er hann ekki i neinum flokki, en hann er rót- tækur hugsjónamaður og fyllilega sjálfstæður og óháður maður, sem gerir það sem hann sjálfur vill en lætur aldrei aðra ráða. En þetta er afar óvenjulegt i Hollywood. Fyrstu dagana þar var oft sagt við mig: Hér er varla til nokkur sjálfstæður stórleikari, sem þorir að láta lieyr- ast til sín ummæli um annað en fatnað og leikhlutverk. Stjórnmál eru hættuleg! Þeir einu sem jjora að hafa skoðun eru Cliaplin og Orson Welles. Og að endingu hefir Chaplin með kvikmyndinni „Einræðisherrann“ slitið sig upp af básnum, sem al- menningsálitið hafði markað honum. Honum liafði verið ætlað gaman- hlutverkið og ekkert annað. Hann var smámennið á götunni, sem geng- ur um með brjóstgæðin uppmáluð í andlitinu. En svo bröltir hann út í stjórnmálaofviðri raunverunn- ar 1940 og fer að tala um nazisma og gyðingahatur. Gamanleikara leyfist ekki að hafa svo alvarlegt áhugamál. Og hann má ekki hreyfa við neinu, sem er jafn jafn hryggilega raunverulegt og Adolf Hitler var! Allt þetta hefir orðið til þess að ______________C’____ g'era Chaplin að slæma barninu í Hollywood. Hann er sá eini, sem ekki liefir látið hnoða sér í mót draumaframleiðendanna. - Hann hneigir sig ekki á skrifstofu kvik- myndaframleiðendanna, liann er ekki 8-tima-listamaður i neinum leiksal og liann gefur livorki eigin- handrit eða viðtöl. Með aðstoð vina, sem ég hefi eign- ast, Fritz Kortner og Jean Renoir, hafði ég komist dálítið i þá átt að fá að tala við Chaplin. Og svo - loksins jsegar tækifærið kom j)á missti ég af því! --------Eg liorfði betur á mið- ann. Þar stóð að ég ætti að hringja til Chaplin um klukkan 5. Jæja, ég gerði mér ekki miklar vonir. En úr þvi að ég hafði hringt 50 sinnum munaði mig ekki um að hringja einu sinni enn. Og viti menn! Chaplin var heima. Hann afsakaði að ég hefði orðið að hringja svo oft árangurslaust. Hvort ég vildi koma hcim til lians í kvöld? Klukkan átta? Hvort ég vissi heimilisfangið - 1085 Summit Drive, Beverley Hills. I’ll be glad to see you, mr. Ohman. Húsið, stórt eins og höll - var um- lukt háum, hvítum steinsteypuvegg, sem pálmakrónurnar gægðust upp fyrir. Cadillac-bifreið og barnavagn stóðu fyrir utan innganginn. Ljós í nokkrum gluggum á neðstu hæð. Watson opnaði. Langur, sinaber Englendingur með hvítt hár. Hann er trúnaðarþjónn Chaplins, og það lá við að við værum orðnir kunn- ugir eftir allar hringingarnar siðustu dagana. Hann hafði ráðlagt mér ein- dregið að gefast ekki upip. Og liann var ekki ósvipaður sigurvegara þeg- ar hann bauð mér inn i anddyrið. — Mr. Cliaplin bíður yðar inni í stofunni. Gerið þér svo vel. Cliaplin kom á móti mér, allur eitt bros. Eg tók í liöndina á honum. Mér fannst hörund hans svo þunnt að ég fyndi blóðrásina undir því. Hann var svo innilegur að við vorum fljótir að kynnast. Eftir fá- einar mínútur töluðum við saman eins og við hefðum þekkst í mörg ár. Hann var opinskár og blátt á- fram og laus við alla tilgerð. En liann var ellilegri en ég hafði hugsað mér hann. Og ef til vill dá- lítið minni vexti. Hárið var nærri þvi hvítt eða öllu heldur gulhvítt. Það virðist vera mjúkt eins og ull. Andlitið frísklegt eins og á unglingi. Eg tók eftir hve liandsmár hann var. Svört hár fram á hnúa. Hann var i blárri prjónatreyju og hvítri skyrtu undir, með frálineppt- um Schillerkraga. Það gerði hann unglegri. Og þetta bros! Milt göfugt og lilýtt. Eldur í brúnum augunum. — Hvernig skyldi það fara i De- troit? Byrjuðu þeir ekki verkfallið of snemma? Chaplin byrjaði með því að spyrja mig um hvernig mér litist á bif- reiðaborgina. Hann vildi vita skoð- un mína á Walter Reuter í bifreiða- smiðafélaginu. Bráðum vorum við farnir að ræða af kappi um verk- föllin og innanríkismálin. Híann sagðist vera bjartsýnn og útskýrði það með því að hann tryði á verka- mannahreyfinguna í Bandarikjunum. — Þeir eru tvístraðir, en þegar um lífið cr að tefla þá koma þeir sér saman, sagði hann. — Ameríka er land, sem aðcins kemst á hreyfingu við áföll eða ó- venjulega velmegun, sagði liann og hreyfði hendurnar eins og hann ætlaði að leggja alla álfuna fyrir framan mig á borðið. En hér koma skriður neyðar eða of mikilla pen- inga, sem breyta U. S. A. Allar fé- lagslegar byltingar verða svo ákaf- ar hér. En einhvernveginn renna þær saman í eitt. Alda eftir öldu. Hik Trumans við að taka ákveðna afstöðu skerpir mótsetningarnar. Eg sé þriðja stjórnmálaflokkinn í upp- siglingu. Ef til vill með Henry Wallace sem foringja. Frá Wallace barst talið að Roose- velt. Chaplin ber afar mikla virð- ingu fyrir forsetanum. Honum hitn- aði þegar hann sagði frá samfund- um þeirra. Honum þótti missir að honum. — Ameríka hefir aldrei átt jafn hæfa foringja í stjórnmálum eins og Roosevelt og „brain-trust“ hans. - Þeir gerðu Wasliington að hugsjóna- miðstöð ríkisins. Áður var höfuð- staðurinn eiginlega smábær með skrifstofum og embættismönnum. Hann hafði aldrei látið að sér kveða andlega. IJú eru flestir samverka- menn Roosevelts farnir frá Was- hington. En ég held að þeir komi

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.