Fálkinn


Fálkinn - 14.03.1947, Blaðsíða 10

Fálkinn - 14.03.1947, Blaðsíða 10
10 F Á h K IN N VNGffU biftNfctJftNlfl Þurrkví 09 flotkví. Allar stærri skipasmíöastöövar hafa þurrkví, sem hægt er að setja skip í til viðgerðar. Þurrkvíin er eiginlega gríðarstór kassi. Þegar skip- ið er tekið í þennan kassa er hann fylltur af vatni, svo að skipið getur siglt í hann. Svo er gaflinum lokað og vatninu dælt úr kassanum og skorður settar við skipið, svo að það standi á réttum kili. En það er mikill viðhaldskostnaður á þurrkvíum. Hliðar þeirra verða fyrir gífurlegum þrýstingi og það hefir komið fyrir, að þurrkví, sem verið hefir í notkun í tíu ár hefir brotnað. Þessvegna hafa menn farið að nota flotkvíarnar meir og meir. Flotkvíin er einskonar tvöfaldur prammi með mörgum lofthólfum, úr stáli, og getiu’ þvi flotið á vatni þeg- ar hólfin eru tóm, og jafnvel hægt að draga hana landa á milli. Þegar skip er tekið í flotkvi er hún dreg- in að skipinu og hólfin fyllt með Skip i flotkví. sjó þangað til kvíin er sigin svo iágt, að skipið getur siglt inn í hana. Síðan er vatninu dælt úr hólf- unum og þá lyftist kvíin með skip- inu og öllu saman. Til eru flotkviar, sem lyft geta stærstu skipum heims- ins. Það er sagt að Englendingar þoli loftslagið í Englandi með þvi að vera í Frakklandi á veturna, í Skot- landi á sumrin og svo afganginn af árinu í rúminu. ***** ,Eg held ég vilji heldur kampa- vín,“ svaraði hún. „Því að þegar ég drekk það, verður liöfuðið á mér svo létt. Mér dettur svo margt í hug og mig dreymir. Mér finnst ég liggja nakin á baðströndinni í mjúkum sandinum. Eg sé laglegan mann, sem færir sig nær. Hann kemur og leggst á hnén við hliðina á mér og horfir fast í augun á mér. Svo fer liann í sjóinn og kafar til þess að ná í skel. Hún er full af dýrindis perlum, sem hann stráir yfir mig. En þegar ég drekk öl þá bara ropa ég!“ ***** SEIG STEIK. — „Readers Scope“ segir þessa sögu: Vatnsmelónur voru óþekkt fyrirbæri á íslandi þegar Ameríkumenn komu þangað. Her- maður einn fór með ávört þennan til íslenskrar fjölskyldu og var boð- inn til miðdegisverðar daginn eftir. Þegar hann kom var fjölskyldan öll i uppnámi. Maturinn var ekki til- búinn og húsmóðirin fór með gest- inn fram í eldhús og sýndi honum ofan i pottinn: „Þarna hefir lnin soðið síðan klukkan 12, sagði liún og benti á melónuna, „en hún er jafn ólseig ennþá!“ afe 9)e afe sfc 9f; Frænka (í sveitinni): „Nú ætla ég að kenna þér að mjólka kýr.“ Nína (úr Reykjavík): „Æ, ég er hrædd við kýr. Viltu ekki heldur lofa mér að mjólka kálf.“ — Ileyrðu, Óskar, mér fannst miklu skemmtilegra hérna áður en þú fárst að leika ósýnilega mann- inn. Tveir rónar höfðu verið að hlusta á trúboðá á Lækjartorgi og hann kvaðst ekki trúa á helvíti. Þeir rónarnir fóru og sagði þá annar: „Heyrðirðu hvað hann sagði — að helvíti væri ekki til? — Við tímum ekki að borða þ.ær — þær eru það eina, sem kom upp úr garðinum í haust. „Já, og hvað er eiginlega við því að segja?“ „Það er nú einmitt mergurinn málsins. Ef þetta er rétt, þá væri mér forvitni á að vita, hvað eigin- Iega verður gert við okkur. Afrikanska hauskúpan 11. Við höfðum misst fiðrildanet- ið, en Smith sveiflaði hjálminum sínum eftir dílnum. Það mistókst, kvikindið hvarf. Úr því að við vor- um nú komnir á þennan hólma fannst okkur best að nota tækifærið og svipast um eftir fleiru sjaldgæfu, og það voru margskonar fiðrildi, sem við náðum á glösin. En nú tók- um við eftir að mýrin var að breyt- ast. Það ólgaði og sauð í henni, svo að mér varð ekki um sel. 12. Fljótið var að vaxa. Nú flaut yfir trjábolinn og við gátum ekki vitað hve lengi þessi hólmi okkar stæði upp úr. Við horfum óttaslegn- ir hvor á annan og báðir hugsuðu jiað sama: Við urðum að yfirgefa hólmann, fara út í fljótið til królc- ódilanna og reyna að komast til lands. „Við skulum stefna á stóra tréð þarna!“ sagði ég og óð út í. 13. Sem betur fór var straumur- inn með okkur, svo að sundið sótt- ist vel, og þegar við fundum leðj- una á botninum á ný, héldu okkur engin bönd og við gösluðum í land, að flýta okkur sem mest undan krókódílunum. Við sukkum djúpt i leðjunni. 14. Loksins vorum við kömnir á þurrt og nú varð mér fyrst liugsað til fiðrildisins. Eg þreifaði eftir glasinu, sem ég hafði stungið á mig. Það var horfið- Eg 'hafði týnt því þegar ég göslaði i leðjunni og nú þyngdi mér i skapi. Þvi að ef ég hefði haft Afríkönsku hauskúpuna þá hefði ég sætt mig við alla hrakn- ingana.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.