Fálkinn


Fálkinn - 14.03.1947, Blaðsíða 3

Fálkinn - 14.03.1947, Blaðsíða 3
F Á L K I N N Sigurpáll Jónsson, formciður Í.R. Þriðjudaginn 11. mars voru liðin 40 ár frá stofnun íþróttafélags Reykja víkur og minntust félagar afmælis- ins með hófi í Sjálfstæðishúsinu um kvöldið. Stofnendur félagsins voru um 90 að tölu, og fyrsti formaður var kjörinn A. J. Bertelsen, sem jal'n- framt var mikill livatamaður að félagsstofnuninni. Hefir félagatalan síðan vaxið jafnt og þétt, og nú eru um 1200 félagsmenn. f. R. hefir jafnan staðið framar- lega í íþróttamálum, sérstaklega hafa fimleikar og frjálsar íþróttir verið mjög liafðar á oddi. Einnig má nefna sund, glirnu, skiðaíþrótt o. fl., sem Fimleikasýning karla úr Í.R. i Baj'naskólaportinu 1910. Jóel Sigurðsson, Kjartan Jóhanns- son, örn og Haukur Clausen, Sig- urður Sigurðsson o. fl. eru allir góð- kunnir iþróttamenn og stóðu sig með prýði á sumarmótunum í fyrra bæði hérlendis og erlendis. En þó að það sé öllum íþróttafé- lögum mikilsvert að einstaklingarn- ir nái góðum árangri i keppni, þá er hitt þó mikilsveðara, að félags- andinn sé góður og samheldni og eindrægni í félagslífinu. Og það mun mega segja um Í.R.-inga. Félags- starfsemin virðist vera á traustum og heilbrigðum grundvelli, og frá því 1938, þegar félagið keypti Kol- viðarhól, liefir öll aðstaða til í- þróttaiðkana og kynningar milli fé- lagsmanna stóruin batnað. Formaður 1. R. er nú Sigurpáll Jónsson. Ritstjóri félagsblaðsins er Þorbjörn Guðmundsson. - Allir í- þróttaunnendur óska íþróttafélagi Reykjavíkur góðrar giftu i framtíð- inni og senda þeim huglieildar af- mælisóskir. félagsmenn hafa lagt rækt við. Og ekki verður gengið fram hjá því, þegar minnst er á Í.R., hversu glæsi- leg íþróttaafrek ýmsir félagar þess unnu á síðastliðnu sumri. Finn- björn Þorvaldsson, Óskar Jónsson, Sveit Í.R. sem vann Tjarnarboðhlaupið i fyrra. I.IS. 40 ára ÞEGAR OLL SUND LOKUÐUST FYRIR HITLER III. Síðasta vonin: Fögnuðu yfir dauða Roosevelts 1 þeim tveimur greinum, sem á undan eru gengttar, var sagt frá lifnaðarháttum Hitlers, tröllatrú hans á skottulækninum Morell og því hvernig hann smámsaman ein- angraðist á herstöð sinni í Rasten- burg. í þessum kafla segir frá Evu Braun og hinni sívaxandi hjátrú Hitlers sem nálgaðist brjálsemi. Hitler var nú kominn til Berlin á ný og úrslitaorustan um Berlin var í aðsigi. í desember 1944 hafði hann dvalið i Bad Nauheim og stjórnað síðustu gagnárásinni á vest- urvigstöðvunum þaðan - sókninni í Ardennafjöllum. Hún hafði mis- tekist og þá hafði hann snúið sér í austur og safnað hersveitum sín- um til þess að gera gagnárás á Rússa við Donau. Það mistókst lika. Úr jarðhúsi sinu undir stjórnar- ráðshöllinni i Beriin stjórnaði hann nú síðustu hernaðaraðgerðunum. - Allt foringjaráð hans og hirð vissi að stríðið var tapað. Sumir liöfðu vitað það með sjálfum sér i nokkur ár. En liann hélt áfram að trúa á gæfustjörnu sina, á forsjónina og það, hve ómissandi hann væri sjálf- ur. Nú var hann frekar ómissandi en nokkurntima fyrr, 'þvi að enginn var til, sem gæti tekið við af honum. Úrskurðurinn, sem hann liafði gef- ið út um að Göring skyldi verða foringi eftir sig, hafði að vísu ekki verið numinn úr gildi, en Göring var fallinn i ónáð og nánast sagt gleymdur. Borman liafði einkarétt á öllum innanríkismálum og Himm- ler réð yfir S. S. og munu þeir livor um sig liafa talið sig rétta arftaka Hitlers, en enginn formlegur úr- skurður var fyrir hendi, sem stað- festi þetta. Hershöfðingjarnir gátu vitanlega ekki komið til mála eftir 20. júlí, 1944. í viðtali i mars 1945 játað^ Hitl- er, að sér hefði algerlega skjátlast að því er snerti val eftirmannsins. Hess var orðinn brjálaður, sagði hann. Þýska þjóðin hefir útskúfað Göring, bæði vegna lifernis hans og getuleysis þýska flughersins. Himml- er var auðsjáanlega sá sem nú stóð næstur og titill hans - Reichsfuhrer - benti á að hann ætti að verða arf- takinn. En það var ekki hægt að nota hann, sagði Hitler; hann kom sér illa við flokkinn (þ. e. a. s. við Bormann) „og undir öllum kringum stæðum er hann ónotandi, vegna þess að hann er gersneyddur allri listrænni gáfu.“ Hitler vissi ekki hvern hann átti að velja og þessvegna valdi hann Adolf Hitler. engan. Allsstaðar fannst lionum hann hafa nasasjón af svikum og sam- særi. En það voru tvær verur, sem hann taldi sér þó tryggar gegnum þykkt og þunnt: hundurinn Blondi og Eva Braun. Speer sagði að Eva Braun mundi baka öllum sagnariturum hin mestu vonbrigði, og sömuleiðis þeim, sem læsu sögu. Hún átti engan af þeim litauðgu eiginleikum, sem ástmeyjar harðstjóranna eru vanar að hafa. Enda var Hitler ekki lieldur neinn venjulegur harðstjóri. Bak við hin ofsafengnu æðisköst hans, taum- lausan metnað lians og tröllaukið sjálfstraust lá ekki léttúð sællifis- (Myndin er tekin af málverki). mannsins heldur smekkur smáborg- arans. Og það var þessi þráður i skapferli hans sem olli þvi að hann varð vinur Evu Braun. Hún full- nægði þvi kotunglega í eðli hans en ekki öfgunum, og einmitt þess- vegna er presóna hennar mjög blátt áfram. Það eftirtektarverðasta við samlíf þeirra er að það tókst að halda því svo lengi leyndu, sem raun ber vitni. Þau liöfðu verið vinir að minnsta kosti í tólf ár og bæði voru þau dauð þegar vitneskjan um sambúð þeirra barst lengra en til þeirra allra nánustu. Starfsfólki Hitl- ers var stranglega bannað að tala Framhald á bls. lk. m

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.