Fálkinn


Fálkinn - 21.03.1947, Blaðsíða 3

Fálkinn - 21.03.1947, Blaðsíða 3
FÁLKINN 3 ÞEGAR OLL SUND LOKUÐUST FYRIR HITLER Hitler afræður að fyrirfara sér Hitler varö ekki nema stxnðar- fróun aö dauða Roosevelts. Sókn Rússa liélt áfam, óstöövandi. Hitlcr skipaöi hernum aö gera úrslita-gagn- sókn, en skipuninni var ekki hlýtt. Nú var fokiö i öll skjól og rotturn- ar (hirðin) fóru að yfirgefa hiö sökkvandi skip. En Hitler ákvaö aö fyrirfara sér í jarðhúsinu. Afmælisdagur Hitlers var 20. apr. Hann liafði ráðgert að fara á burt úr Beriín þennan dag og til Ober- Salzberg, og setjast þar að í liinum fræga helli Friðriks barbarossa og stjórna orustunni á suður-vígstöðv- unum þaðan. Þjóna sína hafði hann sent þangað tíu dögum áður. En þessa tíu daga rak liver óförin aðra. Það var ekki eftir nema örmjó ræma lands milli rússnesku og ameríkönsku herjanna. Aðalstöðvar Hitlers voru i stjórn- arráðshöllinni og' hallargarðinum, sextán metra niðri í jörðinni, voru loftvarnabyrgi. Þangað niður voru stigar úr búri hallarinnar. Loft- varnarbyrginu eða jarðhúsinu var skipt í tvennt. Öðrumegin voru tólf klefar, enginn stærri en stór skápur, og gangur á milli. Fyrir enda gangsins, sem var notaðúr sem matsalur, voru þrep niður í annað jarðhús, sem lá iægra og var nokkru stærra en hið fyrra. Þetta var einkabyrgi Hitlers sjálfs og sviðið sein síðasti þáttur naz- ismaharmleiksins gerðist á. Þar voru 18 klefar, srnáir og óvistlegir, og gangur í miðju. Ilann var þiljaður sundur í tvennt og í innri endanunv var „liið allrahelgasta", þar sem Hitler Iiélt daglega fundi með ráða- mönnum sínum. Til vinstri úr þess- um stað voru dyr inn til sex smá- herbergja, sem voru einkabústaður Hitlers og Evu Braun. Hún hafði þar svefnherbergi, snyrtihebergi og baðklefa. Hitler hafði svefnherbergi og skrifstofu. Lengst inni bjuggu tveir læknar Hitlers. í þetta jarðhús koniu gestirnir 20. apríl til þess að færa Hitler afntælisóskir sínar. Þrátt fyrir live horfurnar voru geigvænlegar virtist Hitler vongóður. Hann hélt ennþá að Rússarnir mundu bíða hinar herfilegustu ófarir við úthverfin í Berlín. Meðal gestanna voru Doenitz, Jodl, Keitel, Ribbentrop og Speer. Spurn- ingin mikla var sú, hvort Hitler vildi flytja aðalstöðvar sinar suður i land. Ráðunautar hans voru sam- mála um, að Rússar mundu slá hring um borgina og að eina ráð- ið væri að flýja til Ober-Salzberg. Göring, Himmler, Bormann og Göbb- els grátbændu allir Hitler um að 1‘lýja hina fordæmdu borg, en Hitl- er gerði hvorki að játa né neita. Hann hafði blátt áfram ekki tekið neina ákvörðun ennþá. Fyrr eða seinna varð hann þó að gera það - eða, eins og hann sagði: liann vildi láta forsjónina ráða. Hitler var ekki á báðum áttum til langframa, eins og Himmler var. Þegar hann hafði tekið ákvöðun á annað borð var gersamlega ómögu- legt að fá nokkru um þokað, og eins var það óhugsandi að fá Hitl- er til að taka ákvörðun fljótar en honum sjálfum þóknaðist. Ennþá gat enginn sagt um livað Hitler mundi gera. Eftir þennan fund fór löng lest af flutningabilum og flug- vélum til Ober-Salzberg'. Og meðal þeirra, sem fóru voru yfirforingjar flugliersins. Þeim létti er þeir voru komnir af stað. Því að nú sluppu þeir frá þrotlausum skammaræðum og heiftugum ásökunum, sem Hitler hafði dengt yfir þá eftir livern ein- asta ósigur. „Það ætti að hengja allan flugherinn!“ liafði hann öskr- að í símann í eyrað á Koller hers- höfðipgja, sem stóð skjálfandi hinu- megin. Hermann Göring fór líka. Hann kvaddi foringja sinn og sam- herja að kvöldi hins 20. apríl. Það var ísköld kveðja. Þeir sáust aldrei framar. Himmler fór líka frá Berlín. Dag'inn eftir gaf Hitler skipun um að allur lier í Berlín skyldi hefja gagnsókn undir yfirstjórn S.S.- hershöfðingjans ,obergruppenfiihrer‘ Steiners. Skyldi hefja sóknina í syðstu úthverfunum, og hVer ein- asti hermaður, skriðdreki og flug- vél skyldi taka þátt í lienni. ,,Sá foringi, sem heldur mönnum sinum til baka, skal týna lífinu innan 5 klukkustunda”, sagði Ilitler. Þannig voru skipanir hans. En nú voru þær liættar að liafa nokkur raun- veruleg áhrif, því að enginn hlýddi þeim. I-Iann sagði imynduðum hcr- sveitum fyrir verkum. Steiner-sóknin var síðasta táknrænt dæmið um hqrkænsku Hitlers. Hún var aldrei framkvæmd. Á lierforingjaráðsfundi daginn eftir kom sannleikurinn i ljós. Þrátt fyrir víðtækar áætlanir og hatram- legar ógnanir hreyfði flugherinn sig ekki. Steiner hafði blátt áfram ekki látið skipun Hitlers berast á- fram til hans. Ofan á þessi neikvæðu tíðindi kom svo fregnin um, að Rússar væru komnir inn í norður- hverfi Berlínar og að skriðdreka- sveitir þeirra væru komnar inn í sjálfa borgina. Þá skall á það fárviðri, sem gerði fundinn 22. apríl þýðingarmikinn þátt i sögunni um síðustu daga Hitlers. Hann fékk æðiskast. Hann öskraði liátt að hann væri svikinn og yfirgefinn. Hann brennimerkti alla sem svikara, fór ókvæðisorðum um herinn, talaði um landráð, spill- ingu og lygi - og loks lýsti liann yfir því, er dregið hafði úr lionum all- an mátt, að nú væri komið að leiks- lokuin. Loksins, og í fyrsta skipti, hafði hann gefist upp. Öll von var úti. Þriðja ríkið liafði orðið sneypa og höfun,di þess var aðeins sú eina leið opin að deyja. Nú var hann ekki i neinum vafa. Hann vildi ekki fara til Ober-Salzberg. Ilver gat gert það sem honum sýndist en sjálfur ætlaði hann að verða í Berlín. Hershöfðingjanir, stjórnmálamenn- irnir og aðrir mótmíéltu þessu, hver sem betur gat. Þeir minntu hann á fórnir fortíðarinnar, sem ekki hefðu orðið árangurslausar. Þeir sönnuðu honum honum að herir Schoernes og Kesselings væru enn óskaddaðir. Þeir fullvissuðu liann um að engin ástæða væri til að örvænta og báðu hann enn um að fara til Ober-Salz- berg áður en það yrði of seint. Ribbentrop simaði að liann gerði sér miklar vonir um stjórnmálaleg- an hvalreka, sem myndi kippa öllu í lag. En Hitler vildi ekki hlusta á hann. Hann fyrirskipaði að ibúum Berlínar skyldi tilkynnt að foring- inn væri í Berlín og að hann mundi verja borgina til hins síðasta. En þessum liarmleik var ekki þar með lokið. Ilitler gerði boð eftir Göbbels og síðan eftir frú Göbbels og börnum hennar. Fram til þessa hafði Göbbels búið á heimili sínu eða i áróðursráðuneyt- inu. En héðan í frá varð heimili þeirra í jarðhúsi Hitlers. Göbbels lýsti þvi yfir að hann ætlaði lika að verða kyrr og fremja sjálfsmorð í Berlín. Kona hans kvaðst mundu gera eins og að hún mundi gefa börnum sínum eitur. Síðan lét Hitl- er sækja skjöl sin, og tíndi úr það, sem hann ætlaði að brenna. Hann kallaði til sin hershöfðingjana Keit- el og Jodl. Það sem nú gerðist varð . há- mark allra þeirra gífurtíðinda, sem gerðust þennan dag, og hafði drama- tískar afleiðingar. Nú voru aðeins Keitel og Jodl inni hjá Hitler. Hann endurtók það, sem liann hafði lýst yfir áður. Um leið og Berlin félli ætlaði liann að skjóta sig. Hann vildi ekki berjast, vegna þess að hann var orðinn aumingi líkamlega, en í hendur óvina sinna vildi hann ekki komast, hvorki lifandi né dauður. Jodl og' Keitel reyndu að telja lionum liughvarf. Þeir buðust til að kalla heim her af vesturvig- stöðvunum, gefa Vestur-Þýskaland upp; í hendur Breta og Bandaríkja- manna og frelsa þannig Berlín undan Rússum. Þrír fjórðu hlutar hersins voru á suðurvígstöðvunum og' ef herforingjaráðið færi þangað þá væri ómögulegt fyrir Hitler að stjóna því frá Berlín? Og ef nauðsyn krefði að gera samningaumleitanir þá yrði það að vera frá bælcistöðv- unum suðurfrá. En Hitler vildi ekki hlusta á þessar röksemdir. „Eg liefi tekið ákvörðun,“ sagði hann, „ég get ekki breytt henni.“ Enda þurfti ekki að gefa út neinar fleiri fyrir- skipanir því að ríkið var að hrynja i rúst. Þarna var ekkert fleira að gera. Þetta voru leikslokin. Hers- höfðingjarnir grátbændu hann um að gefa fyrirskipanir. Hitler endur- tók að liann liefði engar fyrirskip- anir að gefa. Svo bætti hann því við, að ef þeir endilega vildu fá fyrirskipanir þá gætu þeir snúið sér til Görifigs. „Það er ekki einn einasti liermaður til, sem vill berjast undir stjórn rikismarskálksins," svöruðu þeir. Hitler svaraði: „Hér er ekki um það að ræða að berjast; hér er ekkert eftir til að berjast með. En sé um það að ræða að semja þá er Göring betri maður til þess en ég.“ Hitler ræddi nú við Keitel um á hvern liátt væri tiltækilegast að bjarga Berlin. Keitel bauðst til að fara samstundis til Vencks hers- höfðingja með þau skilaboð, að 12. herinn, sem hann stýrði og nú var við Elben, skyldi lialda undan til Potsdam til að bjarga Berlin. En þá sagði Hitler, að Keitel yrði fyrst að fá eitthvað að borða og nú settist hann og horfði á meðan Keitel át. Hann var orðinn full- komlega rólegur. Ofsakast hans var Framhald á bls. 15.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.