Fálkinn


Fálkinn - 21.03.1947, Blaðsíða 11

Fálkinn - 21.03.1947, Blaðsíða 11
F Á L K I N N 11 - TÍZKUIMDIB - hún Vivien Leigh ! Sporvagn brunaði ni'ður Thames Embankment í London í morgun- sólinni. Inni í vagninum, út af fyr- ir sig, sátu ])rír útlendingar — tveir karlmenn og ein kona — og hár og lotinn Englendingur í brún- um vaðmólsjakka og flúnelsbrókum. Útlendingarnir þrír virtust vera Egyptar. Þeir voru dökkir á brún og brá. snyrtilega klæddir, en virt- ust nokkuð stífir og hátíðlegir. Konan þagði, með svart hórið í fléttu kringum höfuðið. Englendingurinn talaði liægt og greiniléga: „Og á kvöldin getum við séð hvort fundur er i þinginu, því að þá er Ijós í turninum yfir Big Ben.“ Mennirnir tveir og konan hölluðu sér fram og kiktu á Big Ben. „Hinumegin við götuna er Scot- land Yard — þarna sem þið sjáið stóra hliðið. Þið hafði náttúrlega heyrt getið um Scotland Yard?“ Þeir kinkuðu báðir kolli og ann- ar svaraði: „Yes.“ _______ „Hérna hinu megin er minnisvarði yfir fallna flugmenn," sagði gamli maðurinn. Og þegar þeir höfðu ekið fram hjá því hélt hann áfram: „Eftir augnablik komum við að Nál Kleópötru." Hann liorfði með eftirvæntingu á mennina eins og liann byggist við að sjá á þeim forvitnissvip. „Eins og þið kannske vitið var hún flutt til London frá Alexandria. Þær voru tvær þessar steinnólar. Hin er i París, lield ég, eða þá að hún er í New York.“ Gamli maðurinn beindi síðustu setningunni til konunnar. Hún kink- aði kurteislega lcolli og’ brosti of- urlítið. Sporvagninn var kominn að Nál Kleópötru. „Þarna er hún-“ sagði gamli maðurinn ákafur. „Skipið, sem dró hana fórst í Biscayaflóa — ég lield að það liafi verið um 1870. En sem betur fór bjarðaðist nálin.“ Mennirnir tveir horfðu aivarleg- ir út um gluggann og kinkuðu kolli með semingi. „Hún skemmdist í síðustu styrj- öld,“ sagði gamli maðurinn, eins og hann ætti bágt með að vikja frá þessu umtalsefni. En svo gat liann ekki fundið meira til að segja um þetta, og það varð þögn eitt augna- blik. Skömmu síðar hélt hann áfram: „Þetta er Chaging Cross Bridge. Sú næsta —- þessi hvíta þarna — er Waterloo Bridge. Hinumegin við hana..........“ „AVaterloo Bridge?“ Mennirnir tveir urðu báðir óðamála. Allt í einu var kornið fjör í þessi daufingja- legu andlit og augun ljómuðu. Ann- ar þeirra benti út um gluggann og sagði í ákafa við konuna: Water- loo Bridgel Manstu ........?“ Hinn maðurinn sneri sér að gamla Englendingnum og sagði: „Það var Vivien Leigh, sem lék aðalhlutverkið í kvikmyndinni „Waterloo Bridge.“ Og liann leit um öx) aftur til þess að sjá brúna betur. Gamli maðurinn svaraði: „Nú jæja .... einmitt það. Þetta er vit- anlega nýja brúin . Sú gamla var rifin jafnóðum og þessi var byggð.“ Án þess að hafa augun af brúnni sagði konan við mennina tvo: „Og Robert Taylor! Vivien Leigh og Robert Taylor!“ Gamli maðurinn lét þau skoða brúna eins og þau vildu langa stund. Svo byrjaði hann aftur hálf daufur i dálkinn: „Fyrir liandan brúna er „Discovery“, skipið sem Scott sigldi á til suðurheimskautsins. Disco- very .........“ En annar maðurinn sneri sér u.pp- vægur og glaður að Englendingnum: „Ó — liún er alveg einstök, Hún Vivien Leigli! Og' þetta er Waterloo Bridge!“ 4>4»fc>|ciK Sérkennileg er þessi breiischwanz- kápa, með miklum öxlum og hólk- víðum ermum og slœr út að ncðan, til þess að enn betur sé tekið eftir hve pilsið er þröngt. Hún er eigin- lega i fljótu bragði ekki ósvipuð skinnstakk og mikið efamál hvort dömurnár kjósa ekki fremur nœr- skornari loðkápur, nema þvi aðeins að þær séu ólögulegar i vexti. Jill Linzee, sem nú er ein mesta skautastjarna Englendinga. — * Símastúlka fór i kirkju og sofn- aði undir ræðunni. í ræðulokin sagði presturinn: „Nú skulum við syngja sálminn númer þrjú hundruð fjöru- tíu og einn — þrír — fjórir — einn.“ Stúlkan vaknaði í sömu andránni, greip öndina á lofti og sagði. „Á tali — ég skal gefa yður það á cftir.“ FALLEG ÚLPA. — Úlpur eða ,,stór- treyjur“ sem sumir ern farnir að kalla, geta verið fallegar. Það sýn- ir þessi mgnd. Og þær gera gagn á við 5000 króna loðkápu, þegar þær eru fóðraðar með skinni, eins og þessi. Skinnið er að vísu bara kaninuskinn, og sést ekki að ulan nema aðeins á kraganum og upp- slögunum. VORDRAUMUR. — / brunagaddi og kolaleysi sýnir París, sem alltaf vill vera á undan timanum, þessa fyrir- mynd að vorfrakka handa litlum telpum. Hann er úr Ijósrauðu ga- berdini og postulinsbláir teningar á hettunni. M Kona ein sagði við liinn fræga orðabókarliöfund dr. Samuel John- son. —Mér óar við livað þér hafið safnað mörgum ljótum orðum í orðabók yðar. — Og mér, frú, óar við að þér skulið hafa athugað hvort orðin voru til þar, svaraði dr. Johnson.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.