Fálkinn


Fálkinn - 21.03.1947, Blaðsíða 12

Fálkinn - 21.03.1947, Blaðsíða 12
12 FÁLKINN DREXELL DRAKE: 12 >HAUKURINN« Sarge kom inn með heilan hlaða af fötum á handleggnum. — Eg veit eJtki hvort þetta er liæfilega slórt, en þér ætlið ekki á dansleik hvort sem er, sagði hann og fleygði skóm á gólfið. — En hvað hjúkrunarkonan var greið- vikin að lána mér fötin sin, sagði hún hlæj- andi. Sarge hélt handleggjum hennar að mittinu meðan hann iét hjúkrunarkjólinn renna nið- ur yfir axlirnar á henni. Haukurinn studdi hana meðan hann var að færa hana í sokk- ana og skóna. — Hvernig líður yður núna? spurði Hauk- urinn. — Það er nóg rúm bæði í kjólnum og skónum, sagði hún. Svo var hún færð í kápu ungfrú Norton og þar yfir í vetrarfrakkann af Hauknum. Hon- um fannst hattur hjúkrunarkonunnar fara henni illa, svo að hann batt silkitrefilinn sinn um höfuðið á henni. — Hvar er ungfrú Norton? spurði hann. — Eg læsti hana inni í herbergi á efstu hæð. — Það er gott. Þá ætti allt að vera til reiðu. Farið þér nú á undan og lýsið okkur með luktinni yðar. Hann bar Clare í fanginu niður í anddyr- ið. Sarge, sem gekk á undan með ljósið, var kominn inn í stofuna, þegar farið var að hringja dyrabjöllunni. — Hérna er lykillinn að bakdyrunum, Sarge. Sækið bifreiðina og akið henni að hliðinni bak við liúsið. Eg þarf ekkert ljós, ég rata leiðina. Yið förum talsvert hægar, en verðum komin út þegar þér komið með bílinn. — Gott og vel, húsbóndi. Haukurinn þreifaði sig áfram gegnum skrifstofu læknisins og eldhúsið, að hliðinu bak við. Hann setti Clare frá sér ,og lét hana standa í fæturna, og í sama bili kom Sarge með stóra bílinn. Þeir heyrðu enn sifelldar liringingar við götudyrnar. Talsvert var af gangandi fólki á götunni, en enginn gat séð að neitt væri athugavert við Clare. Hún gekk föstum skrefum að bifreiðinni og Haukurinn þurfti varla að hjálpa lienni inn. Sarge setti bifreiðina í gang og ók fyrir hornið. í sama bili og bifreiðin rann á fleygi- ferð fram götuna heyrðist langt, livellt óp úr glugga i húsinu, sem þeir voru að skilja við. — Heyrðuð þér vælinn? spurði Haukur- inn. — Já, ég geri ráð fyrir að það hafi verið þessi kvenmaður, á leið inn i eilífðina. Hún hefir líklega dottið á liausinn á Ballard. — Haldið þér að hún hafi fleygt sér út? Hún hefði haft fulla ástæðu til að gera j>að. Eg býst ekki við að liana liafi langað til að standa auliti til auglitis við lögregl- una einu sinni enn. Eg þekkti liana fyrir fimm árum. Þá hét hún Sadie Olsen. — En að nokkur stúlka skuli geta fyrir- farið sér á þann hátt, sagði Clare. — Henni mun hafa þótt það skárra en að sviðna í rafmagnsstólnum. Eg þurfti ekki að beita bana mildum foriöium tii að fá liana til að afhenda mér fötin, þó að henni fyndist full frekt pegar ég heimtaði bæði sokkana hennar og skóna. XVI. Útvarpsfréttir. Þegar Sarge drap á að liann hefði liitt Sadie Olsen fyrir finim árurn, þá sneríi hann í rauninni eina ástæðuna til þess, að hann hafði orðið starfsmaður liins einkenni- lega fyrirtækis, sem Haukurinn liafði með höndum. Sarge hafði verið aðstoðarmaður í glæpamáladeild lögreglunnar i New York, og í fjórtán ára starfi þar hafði hann getið sér orðstír fyrir dugnað og heiðarleik. Á þessum árum hafði hann eignast marga vini, en lika marga fjendur. Að lokum fór svo að pólitísk álirif óvina hans urðu svo öflug, að þeir gátu komið hormm á kné. Og svo urðu örlög lians lik því sem gerst hefir um svo mai’ga lieiðarlega, ameriska lögreglumenn. Honum var í stuttu máli sagt,. að hann ætti að fara í einkennisbúning og sinna umferðargæslu, en það er niðurlæg- ing hverjum þeim, sem starfað liefir að rann- sókn glæpamála. Hann kaus því heldur að segja upp stöðunni. Hann liafði gert það af því að enginn var liáður afkomu hans. Hann var 34 ára og enn ókvæntur. Lögreglustarfið hafði gefið honum mikla lifsreynslu. Hann þekkti glæpalýðinn út i æsar, og hafði séð hve örðugt lögreglan á uppdráttar i viðureigninni við glæpámenn. Og hann þekkti takmarkanir réttarvalds- ins. Að eðlisfari var nann hreinskilinn og jafn liugrakkur og haun var slerkur, þegar hann dró sig i lilé gáfu vinir hans innan lögreglunnar honum hring, sem á var graf- á „Til Sargfe“. Áður en hann hugsaði um að leita sér nýrrar stöðu, brá hann sér í kynnisför til Englands. Dvöl hans þar varð lengri en hann hafði ætlað, og þegar ár var liðið frédu kunningjar hans í New York að liann hefði fengið stöðu við stóra njósnaraskrifstofu í London. Þetta stafaði af þvi að einn daginn er hann liafði setið á vínstofu í Savoygisti- liúsinu, hafði komið til lians maður og klapp að á öxlina á honum. — Afsakið þér, en eruð þér ekki amerískur lögreglumaður? hafði maðurinn spurt. Þannig var það sem hann lcynntist Hauknum, og það kom bráð- lega á daginn að þeir höfðu líkar skoðanir á meðferð og grennslun glæpamála. — Það er ekki liægt að lierja á glæpamenn nema með glæpum, alvcg eins og maður eyð ir áhrifum eiturs með móteitri, var kjörorð Hauksins. Fyrir rannsóknir hafði hann kom- ist að sömu niðurstöðu, sem Sarge hafði komist af reynslu sinni í starfinu að lögin eru allt of deigt vopn í baráttunni við glæpa- mennina. — Glæpum fer fjölgandi. Lögin geta ekki fyrirbyggt þá, sagði liann. — Gáfaður glæpa- maður getur upprætt fimmtíu eða hundrað bófa undirheimanna án þess að það kosti þjóðfélagið nokkurn liiut. Engin skipu’ögð lögi’egla eða réttarkerfi getur gert það sama. Þetta hefir sannast til hlítar hérna í Lond- on. Þér og ég, Sarge, getum gert það sama í New York og öðrum amerískum borgum, ef til vill ennþá rækilegar en hér. Við getum látið undirlieima skjálfa og nötra. Hvorki Haukurinn né Sarge liöfðu gert ráð fyrir að fénast á starfinu. Þeim var það nóg endurgjald að þjóðfétagu'j lapaði ekki, en fremur græddi á starfi þeirra. Haukurinn hafði haft áhuga á glæpamál- um frá stúdents töguauin, sem énmi hhð mannlegrar tilveru. Án þess að félagar lians vissu hafði liann lesið réttarbækurnar i New- gate og Old Bailey fyrir síðustu tvö liundruð árin. Og sá lærdómur, sem liann liafði feng- ið af þeim lestri var, að glæpurinn borgar sig aldrei fyrir þann, sem fremur bann. En þrátt fyrir þetta sá bann, að nýliðum glæpamannahersins fór sífjölgandi. Tjónið, sem glæpirnir unnu þjóðfélaginu, fór sí- vaxandi og það voru engin takmörk fyrir hugkvæmninni, þegar um það var að ræða að gera glæpina ábatasama. Hann hafði borið meðfædda virðingu fyrir eignaréttinum. En hann tók það sjónarmið, að ef einhver hlutur væri horfinn úr eigu hins rétta eiganda fyrir glæp, þá væri hverj- um manni heimilt að ná honum úr hönd- um þjófsins. Faðir lians var amerískur og liafði ætlað syni sínum annað lífsstarf. Eftir að hann hafði tekið próf við háskóla einn í vestui- fylkjum Bandaríkjanna, var hann sendur til Cambridge til framhaldsnáms. Móðir hans liafði dáið meðan liann var í bernsku, og þegar faðir lians dó lét hann lionum eftir álitlega fúlgu í arf í’að v.u- þegar faðir hans dó, sem hann afréð að hætta náminu í Cambridge og reyna að framkvæma í verki bina frumlegu ksnnmgu sina'i glæpamálum, Og daginn, sem bann fór frá Cambridge til London, upplifði bánn dálítið atvik, sem varð til þess að liann tók sér gervinafnið, er hann bar síðar. Úr glugganum í brautar- lestinni sá hann Hauk í baráttu við annan fugl. Hann tók af honum bráðina, sem liann hafði náð i en fuglinn datt óvígur til jarð- ar. • Haukurinn — allra fugla fræknastur. Því ekki nafnið ? Það fyrsta sem hann gerði er hann kom til London var að fara iiiu i gullsmiðabúð < g láta gera sér ofurlítinn gullskjöld með nafn- inu Haukurinn. Og bað hafði liann úvallt síð an í hattinum sínum. Haukurinn sat í stofu sinni í Copley-Ven- dome, þegar Sarge barði á dyrnar með sín- um venjulega liætti. Haukurinn opnaði fyrir

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.