Fálkinn


Fálkinn - 21.03.1947, Blaðsíða 8

Fálkinn - 21.03.1947, Blaðsíða 8
8 FÁLKINN Stúdentagarðurinn hafði allur komist í uppnám út af mjög ó- væntum atburði. Einn af stúd- entunum, Nikolaj Malakof, hafði fyrirfarið sér. Hann fannst dauður í litla stúdentaherberginu, með skot í gagnauganu. Rétt yfirvöld voru kvödd til og athuguðu herbergið og yfir- heyrðu stúdentana. Þegar þau fóru að grennslast eftir hvers- konar maður látni stúdentinn liefði verið, svöruðu nær allir ungu stúdentarnir að hann hefði verið talsvert vandsetinn og virst vera mjög laus í rásinni. Yfirleitt hefði hann verið frem- ur ógeðfeldur maður, sérstak- lega ef honum sinnaðist við einhvern. Stundum liafði liann tekið skorpur við námið og fór þá ekki út fyrir dyr en sat yfir bókunum frá morgni til kvölds, eða þá að hann þrammaði fram og aftur í göngunum; þegar þessi dynturinn var í hon- um var liann friðsamur og af- skiptalítill um aðra, og reyndi auðsjáanlega að forðast félaga sína. Þegar spurt var um afstöðu hans til kvenfólks urðu félag- arnir dálitið vandræðalegir og sögðu, að í því efni væri fátt gott um hann að segja. Hann hafði litið á kvenfólk yfirleitt og félaga sina, kvenstúdentana, sem einskonar leikföng; hafði verið í þingum við margar, en ekki nema sutta stund hverja, svo stutt að varla var hægt að kalla það trúlofun. Og yfirleitt liafði hann sýnt af sér ótrúlega hrottamennsku þegar kvenfólk var annai’svegar. Allir voru á þeirri skoðun, að hann hefði verið mjög ást- fanginn af Sonju Golubevu, námsfélaga sínum, en af aug- sýnilegri hégómagirnd hafði hann aldrei viljað játa þetta fyrir henni, en talað jafn rudda- lega við hana og aðrar stúlkur. En allir, þar á meðal Sonja sjálf, höfðu verið sannfæi’ð um, að hann væri ástfanginn af henni. Hinsvegar stóð henni alveg á sama um hann, og var meira að segja frekar litið um liann, vegna þess hve mikill ruddi hann var. Og þegar hann, lík- ast og af tilviljun, til að leyna sínum réttu tilfinningum, stakk upp á stefnumótum með henni, var hún vön að láta eins og hún væri til í það, en þegar svo Malakof beið hennar á til- teknum stað og stundu, kom hún labbandi með þremur eða fjórum félögum sínum og spurði hann um leið og hún gekk Pantelejmon Romanof: Konuhjarta framhjá og alveg eins og hún væri hissa, hvei’svegna hann stæði þarna og léti sér verða kalt. Þessi unga stúlka var glað- vær, f jörug, dálitið laus á kost- unum, og mátti segja að hún væri harðbi'jósta. Hún virtist ekki hafa skap til að sýna nokkurri manneskju innileik, og að þvi er ástir snerti liafði hún alltaf að orðtaki, að ástin væri gamaldags slúður. Lögreglan krafðist að fá að liafa tal af henni. Hún hafði þá ekki frétt um hvað gerst hafði. Og allir rnundu það augnablik, er hún - með kambinn á löngu, hi’okknu hár- inu-og hendurnar í vösunum á prjónatreyjunni sinni - kom inn i stúdentaráðsstofuna, þar sem likið lá. Hún leit hrædd og felmti'uð á lögreglumennina og félaga sína, sem stóðu þarna í kring, og hoi’fðu steinþegjandi á hana. En svo kipptist hún við, eins og hún væri stungin. Henni hafði orðið litið á gólfið, þar sem lík Malakofs lá. Hún rak upp óp, riðaði á fótunum og tók liendinni fyrir munninn; svo bar liún höndina fyi'ir and- litið og féll á lcné hjá líkinu. Af einni eða annarri ástæðu beit hún í vísifingurinn á sér og horfði um tíma eins og hún væi’i steinrunninn, á andlitið á líkinu. Hún gat ekki haft aug- un af dökka blettinum á gagn- auganu. Þegar farið var að spyrja hana spjöi'unum úr, þóttist hún í fyrstu ekki geta skilið, hvað lögreglumennirnir vildu henni. Neðri vörin á henni skalf eins og laufblað, hún hafði misst vald á henni og reyndi í vand- ræðum sínum, að þrýsta hepd- inni á hana. Hún var afar aumingjaleg, og augnaráðið, sem hún leit þá viðstöddu með var svo óttasleg- ið að öllum varð óglatt að sjá það, og reyndu að forðast þáð, eíns og maður reynir að komast hjá að horfa í augun á dauða- dæmdum manni, sem maður getur ekki hjálpað. En þegar hún hafði jafnað sig dálítið, sagði hún, að liún teldi sig seka um dauða félaga síns, því að hún hefði sýnt lion- um fáleika og kaldlyndi, og stundum leikið sér illa með til- finningar hans. Látbragð og framkoma þess- arar ungu stúlku breyttist á- berandi mikið eftir að Nikolaj Malakof dó. Hún var orðin svo kyrrlát og' fáskiptin og var nærri því alltaf ein, þegar liún gekk um göngin á efstu hæð. Þegar ein- hver kom til hennar og spurði hana um eitthvað, leit Sonja hægt upp og starði augnablik á þann sem spurði, eins og hún þyrfti að fá ráðrúm til þess að slíta sig frá því, sem hún var að hugsa um. Hún tók saman allt það, sem Nikolaj Malakof hafði látið eft- ir sig - minnisheftin lians, seðl- ana, sem hann hafði skrifað henni - og geymdi þetta vand- lega. Og því IengUr sem frá leið, því meir einangraði hún sig og einbeitti sér að endurminn- ingunum um hinn látna. Hann hafði svift sig lífi af ást til lienn- ar. Tilhugsunin um sök liennar og sektarmeðvitundin, varð ein- hvernveginn eina innihaldið í lífi hennar. Og þó að allir hefðu í fyrstu hugsað kalt til hennar vegna þess hvern þátt hún liefði átt í sjálfsmorðinu, kenndu allir nú í brjósti um hana og var ó- rótt út af henni. Hún fór oft út í kirkjugarð- inn og sat tímunum saman við leiðið, milli hálfútsprunginna birkitrjánna, þar sem fiðrildin flögruðu yfir dáinna manna gröfum. Margir námu staðar og horfðu á þessa álútu kvenveru við nýorpna gröfina. Og allir fóru á burt, hrærðir og hugfangnir yfir þessari heitu, ríku konuást, sem gröfin gat ekki einu sinni deytt. — t Hversvegna hefir þetta fengið svona mikið á þig? spurði ein vinstúlka hennar, sem áður hafði umgengist hana mikið, einn daginn. — Eg veit það ekki sjálf, svaraði Sonja og lcreisti vasa- klútinn í lófanum. Hún starði framundan sér, augun voru þurr og brennandi. — En þetta var slæmur og ónotalegur maður - það var ekkert í hann vai’ið, sagði vin- stúlkan. — Þér féll alls ekki við hann meðan hann lifði. — Það getur verið.... en núna, eftir að hann er dáinn ber ég allar þær tilfinningar i brjósti til hans, sem ég gat ekki borið meðan hann lifði. Og hvað það snertir, að liann hafi ver- ið slæmur maður þá er það samt ekki neitt í samanburði við, að hann.. . . Bara að hann væri lifandi núna! Það var bersýnilegt að sálai’- ástand hennar var í hættu og að það gat i’iðið um þverbak fyrir henni áður en varði. Með- vitundin um að hún væri sek, stóð henni fyrir þrifum og lél liana aldrei í friði. En mánuði eftir dauða Niko- laj Malakofs skeði nokkuð, sem engan hafði grunað - og allra síst Sonju. Einn stúdentinn fékk hréf frá nánum vini liins látna, og inn- an í þvi vai' bréf, sem Nikolaj Malakof hafði skrifað rétt áður en hann fyrirfór sér, og þar sagði hann frá ákvörðuninni, sem hann hafði tekið. Hann skrifaði, að hann vissi ekki hvað að sér gengi, en það væri líkast og hann hefði misst alla athafnafýsn og vissi ekkert hvað hann ætti að taka fyrir. Hann skrifaði um hve vilja- laus liann væri, hve framtaks- laus og slappur, og live ómögu- legt sér væri að standast freist- ingar stórborgarinnar, sem verkuðu á hann eins og áfeng- ur drykkur og gerðu liann ringlaðan í liöfðinu, eftir liið kyrrláta líf í sveitinni. Hann liafði ekki getað fundið neilt, sem gæti gefið lífi hans inni- hald og gæti hjálpað honuni til að standast freistingarnar. Og afleiðingin varð svo sú, að hann í örvæntingu vanmættis síns var farinn að drekka eins og svín, spillti öllum þrótti sín- um og gerði sig sekan í verstu klækjum og hrottaskap. Loks gat hann þess, að hann hefði ákveðið að binda enda á þennan ljóta leik. Og honum

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.