Fálkinn


Fálkinn - 21.03.1947, Blaðsíða 4

Fálkinn - 21.03.1947, Blaðsíða 4
4 FÁLKINN FLUGSTÖÐIN Á SOLA Uppdráttur af Sóla-vellinum. Efst t. h. sést suöurbotninn á Hafurs- firði með flughöfninni, en neðar flugbrautirnar. Svarli bletturinn til vinstri á miðri myndinni sýnir af greiðslubygginguna. Þar sem áður voru tún og akrar Erlings Skjálgssonar er nú einn stærsti flugvöllur Norðurlanda, og líklegt er að einmitt þessi flugvöllur verði í framtíðinni mikilsverður fyrir flugsamgöng- ur íslendinga austur á bóginn. Hér verður sagt nokkuð frá þessum flugvelli og hvernig hann varð til. í vetur hefir verið reipdrátt- ur um það meðal Norðurlanda- þjóðanna þriggja, hvar aðal- lendingarstaður flugvéla vestur og vestan um haf eigi að vera í framtíðinni. Flugfélag það, sem Danir, Norðmenn og Sviar stofnuðu í sameiningu í haust og nefnist Scandinavias Airlin- es System (S. A. S.) er þegar þetta er ritað að ráða við sig hvaða staður skuli valinn fyrir Atlantshafsflugið. Baráttan er aðallega um Kastrup við Kaup- mannhöfn og Sóla á Jaðri. Líka er góður flugvöllur við Álabox-g, en Gardermoen norski þykir ekki geta komið til mála og því síð- ur Fornebu við Osló. Bromma við Stokkhólm er of lítill en hinn nýi stórvöllur Stokkhólms verður ekki tilbúinn fyir en 1952. Danir hafa nýlega tekið eignamámi eða keypt lóðir fyr- ir sex milljónir króna til að stækka Kastrup-völlinn - allsstað ar er verið að stækka flugvell- ina og fjölga þeim, samtímis því sem rætt er um það á Is- landi að leggja flugvelli niður! Soli er nokkra kílómetra frá Stavangri og í þeim bæ búa feðg- ar, sem heita Sigval og Ole Bergesen. Sigval gamli á mest- an heiðurinn af því að koma Stavangri í samband við „um- heiminn“ — árum saman barð- ist hann fyrir því að jámbraut yrði lögð frá Kristianssand til Flekkafjord, en þaðan var áður komin braut til Stavangurs. - Draumur Sigvals Bergesen rætt- ist og brautin varð fullgerð á stríðsárunum. Sonur hans, Ole Bergesen kon- súll og skipaeigandi, tókst á hendur að lirinda þvi i fram- kvæmd að flugvöllur yrði gerð- ur á Sóla. Hann fékk Stavang- urbæ til þess að leggja fram fé til flugvallargerðar, gegn jafn miklu fé frá í-ikinu, en bærinn skyldi liafa veg og vanda af rekstri vallarins. Fyrir stríð var kominn sænxilegur flugvöllur á Sóla, eftir þeirra tíma rnæli- kvarða, enda tóku Þjóðverjar völlinn í birtingu 9. april 1940, og þar varð ein aðalflugstöð þeirra. Og fast við flugvöllinn var besta flughöfn Noregs — á hinum sögufi-æga Hafursfirði. Fjöll eru þai-na engin nálægt heldur aðeins lágir ásar. Flug- völlurinn liggur að heita má að úthafinu svo að jafnaði er dá- lítill svali þarna í kring, sem veld'ur því að þokur eru sjald- gæfar. Það kemur stundum fyi'- ir, að þegar ómögulegt er að lenda á Fornebu eða Gardermo- en er heiðríkja á Sóla, enda leita flugvélar þangað þráfaldlega út úr neyð. Og Sóli bregst aldrei. Einn af elstu flugmönnum Norðmanna, Lambrects ofui'sti, segir að Sóli sé tvímælalaust besti flugvöllur á Norðui'lönd- um. Lambrects hefir flogið 8000 klukkutíma og veit hvað liann talar um. Hann þekkir flesta flugvelli Evrópu en engan, sem tekur Sóla fram. Hinn 5. april 1940 var ég staddur í Stavangri og gerði mér ferð út að Sóla til að skoða flug- völlinn, sem þá var orðinn stór, eftir því sem þá gerðist. Mað- ui'inn, sem sýndi mér völlinn tók af mér loforð um, að senda flotamálai'áðuneytinu liandritið til athugunar, ef ég skrifaði eitt- hvað um flugvöllinn - það var krafa, gerð vegna þess að völl- urinn hafði svo mikla hernaðar- lega þýðingu, sagði liann. Eg furðaði mig á þessu því að ég sá ekki nema fjóra hermenn á vellinum. En greinin, sem ég skrifaði þá um Sóla komst Lambrects ofursti, forstöðumaður Luftkommando Vest“.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.