Fálkinn


Fálkinn - 21.03.1947, Blaðsíða 9

Fálkinn - 21.03.1947, Blaðsíða 9
F Á L K I N N 9 væri í rauninni ánægja að því að vita um það með sjálfum sér, að hann hefði þrek og kjark til að gera það. Svona ætlaði hann að gera upp reikn- ingana við lifið. Innihald bréfsins kom- flatt upp á alla. — Það er þá ekki að sjá, að Sonja eigi neina sök á þessu! Það stendur ekki eitt orð um hana í hréfinu! sagði einn af stúdentunum. í raun réttri stóð ekki eitt ein- asta orð um Sonju í bréfinu. Það var bersýnilegt, að hún hafði ekki haft nokkur minnstu áhrif á að hann tók þessa á- kvörðun. — Hlauptu upp og sæktu hana! Þegar sást til Sonju i gangin- um var kallað glaðlega til hennar úr öllum áttum: — Flýttu þér að koma! Við höfum hérna syndafýrirgefn- ingu handa þér. Hérna er bréf, sem Nikolaj hefir skrifað litlu áður en hann dó. Augun i Sonju stækkuðu, og það sáust tveir dreyrrauðir blettir í fölum kinnunum. — Hvar - hvar - hvar stend- ur það? Hendur hennar skulfu og hún horfði gráðugum augum á bréf- ið. — Iiér. . . . hér stendur þetta verulega, bréfið er skrifað í ör- væntingu en það er ekki það. Aðalatriðið er, að hann hefir ekki skotið sig þin vegna, held- ur af allt öðruin ástæðum. Kinnarnar, sem voru orðnar rjóðar, urðu nú náfölar aftur. — Hvað eigið þið við með þvi. . . . ekki mín vegna? — Nei, alls ekki. Hérna er ekki eitt einasta orð um þig. Sonja hrifsaði bréfið, braut það sundur og fór að lesa með sjúklegri eftirvæntingu - ekki að lesa, heldur að leita, hvað leynst gæti milli línanna. Svo braut hún bréfið saman aftur, rétti það frá sér án þess að segja noklcurt orð, og fór út úr stofunni. — Hvað gengur eiginlega að henni? spurðu félagarnir og horfðu forviða hvor á annan. En enginn gat svarað þvi. Sonja fór upp i herbergið sitt, sem hún hafði ásamt nokkrum öðrum og tók eitthvað fram, sem hafði verið troðið undir undirsængina. Það var blaða- böggull, sem Nikolaj Malakof hafði látið eftir sig. En í sama bili kom vinstúlka hennar inn, hún hafði orðið óróleg yfir þvi hvernig Sonja hafði liagað sér áður. Sonja stakk blaðabögglin- um í barminn. Leon Blum flytur ræðu ***** Nóra: „Eg skil ekki hvernig þú getur náð svona miklum peningum hjá manninum þinum!“ Jóna: „Það er ósköp einfalt. Eg segi bara: „Eg fer lieim til liennar mömmu,“ og þá gefur hann mér undir eins fyrir fargjaldinu.“ — En hvað ég gleðst yfir þessu, þín vegna, sagði vin- stúlkan og lét sem liún tæki ekki eftir svipnum, sem var á Sonju. Hún ætlaði að reyna að dreifa hugsunum hennar, sem auðsjá- anlega höfðu á ný horfið að liin- um látna. — En hvað mér þyk- ir vænt um, að þú þarft ekki að liafa neina samvisku af þessu! Sonja stóð eins og steinn; hún starði hugsunarlaust út að glugg- anum. Vinstúlkan var lijá henni um stund og talaði við liana; svo fór hún út til þess að fá Sonju tækifæri til að jafna sig i næði. Sonja tók blöðin fram, reif þau i tætlur og fleygði þeim út um gluggann, eins og maður fleygir því, sem maður óskar að minnast aldrei aftur; svo fleygði hún sér á rúmið, gróf andlitið niður í koddann og kjökraði eymdarlega. ***** E. M. Donaldsen, enski kapteinninn, sem flaug á Jet-vélinni sinni, Star Meteor E. 549, meÖ 991 km. hraöa á klst., sést hér eftir metflag sitt. er sú leikkona, er langmest orö fer af í enskum kvik- myndum. Hún er fædd i London og kom fyrst fram á leiksviöi 1925. - Frægust er hún fyrir leik sinn í myndunum „Vic- toria hin mikla“ og „Sextiu frægö- arár“. Áriö 1943 giftist hún leik- stjóranum Her- bert Wilcox. Hún vildi strax i æsku veröa leikkona en faöir hennar var á móti því, þang- aÖ til hann varö öryrki og Anna varð að fara aö vinna fyrir hon- um. Þá tók hún að sér kennslu í dansi á gistihúsi í London. Litlu siðar lék hún fyrsta hlutverkiö sitt, og komst þ,á i fclag C. B. Coc- hrane sem ein- dansari og lék við góðan orðstír í 2 leikjum eftir Noel Coward. - Eftir það lék hún i kvikmyndum, en þaö var ekki fyrr en hún komst undir stjórn Wil- cox sem farið var að veita lienni at- hygli. - Síöasta hlutverk hennar er „Emma“, en sú mynd er eftir samnefndri sögu Jane Austen. - - Efsta myndin er einkamynd og sú í miöið er úr „Emma“. Neðsta myndin: „Victor- í a droltning á Anna Neagle

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.