Fálkinn


Fálkinn - 21.03.1947, Blaðsíða 5

Fálkinn - 21.03.1947, Blaðsíða 5
FÁLKINN 5 hvorki til flotamálaráðuneytis- ins eða á prent, því að fjórum dögum síðar gerðust tíðindi, sem allt annað varð að víkja fyrir. Núna í vetur kom ég aftur til Sóla. Yöllurinn var gjörbreyttur, eins og geta má nærri, því að á stríðsárunum liöfðu Þjóðverj- ar lagt 400 milljónir i að stækka völlinn og byggja þar vélaskála og loftvarnarbyrgi. Norðmenn liafa sjálfir borgað þessa pen- inga, og mannvirkin liafa vafa- laust orðið um fjórum sinnum dýrari en þau liefðu orðið á friðartímum. Raunverulega kost- ar flugvöllurinn líklega álíka mikið og Keflavíkurflugvöllur- inn. Flugvellirnir eru tveir, nfl. stóri flugvöllurinn, sem venju- lega er kallaður Sóla, og annar minni flugvöllur rétt lijá, Forus flugvöllurinn svonefndi, gerður upp úr veðreiðabraut. Á upp- drættinum sem hér fylgir, sést grannur skákross, sem sýnir gömlu rennibrautirnar frá þvi fyrir stríð (þær hafa þó verið lengdar), en efst á myndinni sést botninn á Hafursfirði með flughöfninni. Breiðu brautina, sem sést skó- halt þvert yfir uppdráttinn, gerðu Þjóðverjar á stríðsárun- um. Hún er 120 metra breið, en gei't er ráð fyrir að lengja liana og er framlengingin sýnd með skástrikum. Eins og sakir standa eru tvær af þeim þrem- ur brautum, sem nefndar hafa verið, 1800 metra langar, en ein rúmir 2000 metrar, og styrk- leiki þeirra er svo mikill, að þær þola þyngstu flugvélar, sem enn hefir komið til mála að nota á Noðurlandaflugi, nfl. „stratocruisers". Þá flugvélateg- und á S. A.. S. i pöntun en notar nú „Skymaster“. Til þess að komast í fyrsta flokk flugvalla, (samkvæmt regl- um Picao) þurfa að vera þarna , tvæi* brautir ekki minni en 2500 metra langar. Þessvegna er á- formað að lengja breiðu braut- ina til vesturs upp i 2500 metra og auk þess að gera nýja braut frá suðri til norðurs, og er hún sýnd með skástrikaðri línu á uppdrættinum. Sú braut nær að heita má norður að flugliöfn- inni. Þetta verður gert hið bráð- asta svo framarlega sem S. <A. S. velur Sóla fyrir aðallending- arstað á Norðurlöndum. Þessi mannvirki verða eigi sérlega dýr, það er áætlað að þau kosti um 6 milljónir króna. En það er fleira, sem vanlar á Sóla. Þar vantar húsakynni og þar vantar vélaverkstæði. Flug- skýli þau, sem eru á vellinum, eru ófullkomin. Og ef þarna á að verða flugstöð fyrir Atlants- hafsflug verður að reisa þar full- komna afgreiðslustöð og tollbúð, veitingasali og gistihús. Eins og stendur er Sola Strandhotel not- að fyrir þá ferðamenn sem gista á Sóla. Það gistihús er eiginlega sumarhótel og fullnægir ekki þeim kröfum, sem gerðar eru til flughafnagistihúsa. - Og þarna þarf fullkomna vélsmiðju, sem getur tekið að sér allar hugsan- legar viðgerðir á vélunum. Alls þarf þvi að verja nokkrum tug- um milljóna til umbóta á Sóla, en það er talið vist að þetta fé borgi góða vexti, bæði beinlínis og óbeinlínis. Því að flugið dregur peninga inn i landið og veitir atvinnu. Ef allt kemst í fullan gang á Sóla verða það að minnsta kosti 2000 manns, sem hafa beina at- vinnu við flugvöllinn. Norð- menn þykjast geta lesið það út úr framtíðinni að á mestu árum margfaldist flugumferðin yfir Atlantshafið, og þau keppa að því að verða í þjóðbraut í sam- göngunum milli Ameríku og Norðurlanda og Rússlands. Það sem Sóli hefir einlcum til síns ágætis er veðráttan. Þar mó heita að aldrei sé þoka og oft- ast nær hægviðri. En þokan er versti óvinur flugmanna. Og í mai’gra mílna umhverfi er eng- in hæð hærri en 135 metrar. Fyrir samgöngur suður á bóg- inn er lega Prestwick og Kast- rup landfræðilega hentugri, en þessar stöðvar hafa þegar svo mikla umferð, að varla er á það bætandi, jafnvel þó að þeir flug- vellir væru stækkaðir að miklum mun. Frá Sóla ganga nú þegar daglega flugvélar til Bergen og Norður-Noregs, til Prestwick og London, til Kaupmannahafnar og til Osló og Stokkhólms. Og margt virðist mæla með því, að íslenskar flugvélar leggi ]>angað leið sína þegar fram í sækir og noti Sóla sem viðkomustað fyrir alla farþega til Norðurlanda. - Fyrir farþega til Noregs og Svi- þjóðar er það t. d. mikill munur að geta flogið um Sóla í stað þess að fljúga til Prestwick og þaðan til Kaupmannahafnar. - Sóla-leiðin ætti að geta orðið talsvert ódýrari. -----Síðan stríðinu lauk hef- ir Sóla-stöðin verið rekin af hern um. Nú hefir rikið ákveðið að taka völlinn og annaðhvort reka hann sjálft eða leigja hann út. Það verður ákveðið i þessari viku hvort S. A. S. og amerísk flug- félög velja Sóla fyrir aðallend- ingarstað eða ekki. — — Vesturlands-flugdeild hersins (Luftkommando Vest) Framhald á bl. Í4. , s . ‘ aBpftBSp:: lllÉiil Efst: Flugstjórinn á Sóla fylgist með flugvélinni, sem er að koma frá London. Á svörlu töflunni eru miðar viðvikjandi þ.eim vélum, sem eru á leiðinni til vallarins. Neðar: Símritarínn fær sér sígar- ettu í hléinu milli sendinganna. Neðst: Varðturninn á Sóla. Þar er bœði veðurstofa og ritsímastöð, en á neðstu hæð lítill afgreiðslu- salur og skrifstofur þeirra flug- félaga, sem halda uppi flugi um völlinn.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.