Fálkinn


Fálkinn - 21.03.1947, Blaðsíða 7

Fálkinn - 21.03.1947, Blaðsíða 7
FÁLKINN 7 Mountbatten á skíðum. — Louis Mountbatten, lávarður, sem nú hefir veriff skipaður varakonungur í Ind- landi í staff Wavells lávarðar, dvald- ist um lirið í vetur í Sviss. Þar lærði hanan að standa á skiðum og renna sér spottakorn. - Ilér sést hann með konu sinni á leið til skíðabrekkanna, dreginn af „skíða- lyftunni". Norsk gestrisni. — 45 skólabörnum frá Kaupmannahöfn var í velur boðið til hálfsmánaðar dvalar á Rondablikk háfjalla- hótelinu í Noregi. Myndin er tekin af hópnum um borð í skipinu, sem flutti þau til Osló. Með bíladellu! — William, elsti son- ur hertogahjónanna af Gloucester, er þégar búinn að fá bíladellu, þótt ungur sé. Ilann kærir sig ekki inn barnabíla, heldur vill hann hand- fjatla og skoða í krók og kring bil- inn hans föður síns. Hér er snáðinn að bóna bilinn í Devenport á Tas- maniu, þar sem fjölskyldan dvald- ist um hríð. Frá veðurathuganastöðinni í Thule á Norður-Grænlandi. Frá Haifa. — Skip þetta hafði irmanborðs hóp Gyðinga, sem ætluðu að flytja búferlum til Palestinu, en það var stöðvað af breskum herskipum og farið mað það til Haifa, þar sem Gyð- ingarnir voru settir í fangelsi. fyrst um sinn. ------ Eru kossar hættulegir? — Um þetta hefir margt verið ritað og rætt, og margir merkismenn hafa bannsung- ið kossana ngknt og heilagt. En hvað um þ.að, þá verður varla hægt að gera kossaverkfall i bráðina. — Ameriskur visindamaður réðst ekki alls fyrir löngu á kossaflens og taldi það smitberandi með afbrigð- um. Þetta kom skrambi illa við stúdentana i Washington, og átta þeirra ákváðu að afsanna þessa fá- sinnu. Þeir héldu til visindastofnun- ar nokkurrar og gerðust af fúsum vilja tilraunadýr við rannsóknir á þessu. Myndin sgnir stúdent og stúdinu kyssa glerplötu, sem vætt hefir verið i næringarvökva fyrir bakteríur. Niðurstaðan varð sú, að ýmsar bakteriur komu af vörunum í vökvann, og stúdentarnir höfðu miklu minna af þeim en stúdinurn- ar og stafaði það af fegurðarsniyrsl- unum. Margir kossanna voru þó ekki smitberandi. Sírenur Kaliforníu. — Þegar við heyrum „sírenur'* nefndar, þá verð- um við að minnast þess, að það getur táknað fleira en hin hvínandi öskurtól, sem boðuðu yfirvofandi hættu á stríðstímunum. Samkvæmt grískum goðsögnum og ævintýrum voru „Sirenur" lika undraverur i kvenmannsliki, sem sátu á kletta- snösum og seiddu sjómennina til strandar með töfrasöng sínum, en þar beið dauði og óhamingja þeirra. Myndin sýnir kalifornískar blómu- rósir leika listina eftir, en við skul- um vona að vel fari fyrir piltunum sem þær kunna aff seiða til sín. Sindbað sæfari. — Hér sést Douglas Fairbanks jr. í hlutverki Sindbaðs sæfara í litkvikmynd frá Hollywood. Tage Erlander forsætisráðherra Svia síðan Per Albin leið, er maður sem fremur lítið hefir borið á út á við i stjórnmálum Svia undanfarið. — Hann er mjög hlédrægur að eðlis- fari og lét lítið að sér kveða á mannamótum, en innan flokksins starfaði hann manna mest og átti miklum vinsældum að fagna, enda tók flokkurinn hann fram yfir kunn- ari menn, sem gegnt höfðu miklum virðingarstöðum.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.