Fálkinn


Fálkinn - 27.06.1947, Blaðsíða 2

Fálkinn - 27.06.1947, Blaðsíða 2
2 FÁLKINN „Port Winston“. — Fi-akkar hafa skírt strandræmu, þar sem innrásin var gerð í Frakkland 6. júní i!),i/i, „Port Winston'. Þann 6. júní síðastliðinn var afhjúpaður minnisvarði á strönd- inni sem tákn frelsunar Evrópu undan oki nasismans. — Til þess'ííð gera staðinn sem helgastan þjóðinni eru hrotnir skips- skrokkar, flugvélaflök, skriðdrekabrot o. fl. látið óhreyft eins og það var eftir innrásina. Bannað er að hirða svo mikið sem skrúfu af staðnum. Nafngiftin á staðnum er öllum skiljanleg. Enn ókyrrð í Indlandi. — Nú hefir loksins orðið samkomulag um stofnun tveggja ríkja í lndlandi. Þau verða nefnd Hindust- an og Pakistan. Hindit.tr munu byggja hið fyrrnefnda, en Múhameðstrúarmenn hið síðarnefnda. — Ekki eru samt allar crjur úti í landinu. Sikhar og aðrir sérflokkar, sem 25 - 30 milljónir manna heyra til, eru óánægðir. Einkum þykir Sikh- um það súrt í brotið, að fjöldi þeirra verður eftir skiptingiina búsettur í Pakistan. Á myndinni sjást Mountbatten, vara- konungur Indtands; Listouiet lávarður, Indlandsmálaráðhérra (í miðjunni), oy frú Mountbatten. Tvær nýjar bækur eftir Ólaf Jónsson, höfund hins mikla ritverks ÓDÁÐAHRAUNS, er út kom í þremur bindum 1945. Fjöllin R»l;i Þessi ljóð eru óður til hinna miklu víðáttu, liress- andi og fersk eins og háfjallaloftið. — Hálöndin eru frjáls og ósnortinn heimur, fullur af ‘huldulöndum og undrasýnum. Ilið skammvinna sumar i öræfun- um vekur upp fyrir sjónum ferðamanpsins huliðs- heima þjóðsagnanna í tibrá og hillingum. — Þangað hiður höfundur lesandann að fylgja sér, yfirgefa ys og Jjys byggðarinnar, „útvarp, bíla, sima“ — „orða- skvaldur, glaum og glys“. • • Oræfaglettnr Árið Í880 fundust rústir af fornum mannahýbýlum l'rammi í Hvannalindum. Víst er um, að mættu stein- arnir í lirundum veggjunum mæla, kynnu ])eir harmsögu, sem hulin er móðu og mistri ára og alda. Sagan ÖRÆFAGLETTUR gerist að mestu í kofa á lindasvæði uppi á öræfum. Aðalpersónur sögunnar eru ungur piltur, sem flýr á fjöll undan rangsleitni byggðarmunna, og ung daladóttir, sem forlögin leiða á fund útlagans. — Glettur öræfanna magnast, ýmist mjúkar og mildar, eins og hillingar sólmóðunnar á söndunum við Herðubrauð, eða harðar og hrjiifar, eins og storkna hraunið. Á þsssuni furðuslóðum gerist ástar&aga, sem engan órar fyrir, hvernig ráðast muni, nema hann lesi hana, en það mun kosta vökunætur. Þetta eru bækurnar, s;m ntenn taka með sér í sumarleyfið, og þeir, sem heima sitja njóta töfra óbyggðanna í fjarvist. ÞÆR GIFTAST UNGAR. í Kaupmannahöfn er lö ára gömul ekkja og 100 ára karl fráskilinn. Hagstofan danska segir, að í engum bæ í Danmörku giftist fólkið jafn ungt og i Kaupmannahöfn. Sam- lcvæmt manntalinu frá 1945 voru l)á í Höfn 7 giftir menn 17 ára að aldri, 25 18 ára og 51 19 ára. Af þeim síðastnefndu voru 4 skildir og einn ekkill. Á kvennahliðina voru 8 giftar konur aðeins 15 ára, 19 16 ára, 79 17 ára og 257 18 ára. Þrjár 17 ára konur höfðu fengið skilnað, 2 18 ára og 8 19 ára. í Höi'n eru fimm menn og sjö konur yfir 100 ára, þar af 3 piparsveinar og fjórar piþarmeyjar. ***** GIFTAST TENGDAMÆÐRUNUM. Yfirleitt er talið að menn hafi litið dálæti á tengdamæðrum sín- um, og hefir mörg fyndnin verið sögð um það. Það má því heita tiðindum sæta, að danska ])ingið samþykkti i 'febrúar breytingu á hjúskaparlöggjöfinni, þess efnis að nú er mönnum leyfilegt að giftast tengdamóður sinni, ef konan er dáin. Mönnum þýðir með öðrum orðum ekki að fá skilnað til þess að geta gifst tendamóður sinni. 9{C 9{C 9fe 9fc iBlaðið hafði birt andlátsfregn Jóns Jónssonar, en svo kom á dag- inn að hann var ekki dauður. Dag- inn eftir kom svolátandi tilkynning i blaðinu: „í gær urðum vér fyrstir allra blaða til þess að birta and- lálsfregn Jóns Jónssonar. í dag er- um við fyrstir til að bera J)essa fregn til baka. Morgunstjarnan er alltaf á undan öðrum. ***** Særður hermaður á sjúkraliúsi: Ilver smurði Jíessa brauðsneið? Hjúkr.konan: — Eg gerði það. Hcrm'.: — En liver skóf þá smérið af henni?

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.