Fálkinn


Fálkinn - 27.06.1947, Blaðsíða 3

Fálkinn - 27.06.1947, Blaðsíða 3
F Á L K I N N 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM Ritstjóri: Skúli Skúlason Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested Skrifstof a: Bankastr. 3, Reykjavík. Sími 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-6 Blaðið kemur út hvern föstudag Allar áskriftir greiðist fyrirfram HERBERTSpren/ SKRADDjAR AÞANKAR Efling íslenskra atvinnuvega, sem liaí'in var með málefnasamningi októberstjórnarinnar frá 1944, er nú smámsaman aii komast í fram- kvæmd. Skipafjöldi-nn er afi aukast og fiskiskipaflotinn orðinn meiri en hann hefir nokkurntíma vd'ið. - Landbúnaðarvélunum fjálgar og veriS er aS byggja nýjar raívcit- ur og auka j:ær gömlu. Það hefir heyrst að vöntun sé orðin á vélstjórum á flotann og verði þó tilfinnanlegri þegar nýju togararnir bætast við. En það er víðar en á skipin sem vantar menn með vélakunnáttu. Þegar nýju land- búnaðarvélarnar eru koranar í hverja sveil vantar þangað fjöhla af vélsmiðum og vélfróðum mönn- um, ef ekki á illa að fara og mikil verðmæti að eyðileggjast fyrir hand- vömm. Fram yfir síðustu aldamót var allt sem vélþekking hét á harla lágu stigi hér á landi. Það kom fyrir að senda jiurfti ekki marg- brotnari vélar en skilvindur til út- Ianda til viðgerðar. En yfirleilt varð að láta vélarnar fara til ónýtis cl' í þcim bilaði stykki. Það var fyrst er bátamótorar og bifreiðar komu til landsins að farið var að hugsa um að hafa varahluti í ]>au og Játa menn læra að gera við l>au. í framtiðinni verður viðgerða- smiðja fyrir landbúnaðarvélar að koma upp í liverri sýslu, og i hverri sveit þarf að vera maður, sem gc‘- ur gert við smávægilegar bilanir. Annars verða eigendurnir að vera við jiví búnir að vélin bregðist þeim og verið í lamasessi þegar mest rið- ur á. Og svo er annað. Enginn bóndi á að kaupa vél, nema liann hafi lært sæmiloga með hana að fara. Þvi miður eru jiess mörg dæmi að menn hafa eyðilagt fyrir sér dýrar vélar á fyrsta ári með |>vi að fara óskynsamlega með þær. En vélarn- ar eru viðkvæm verkfæri, sem því aðeins vinna starf sitt vel, að þeim sé haldið í góðu standi. Búnaðarfélaginu stendur næst að sjá þessu máli farborða. Það verð- ur á hverju ári að halda langt og gott námsskeið i meðferð helstu landbúnaðarvéla, og eiginlega væri réttast að banna að selja vélar öðr- um en þeim, sem færa sönnur á, að þeir kunni með l>ær að fara. Hitt er að fleygja pening'unum í sjóinn. HALLVEIGAR8TAÐIR Nú eru vonir til þess, að innan skamms verði hafist handa um byggingu Hallveigarstaða. Hafa teikningar þegar verið gerðar, og er byggingunni ætlaður staður á mótum Túngötu og Garðastrætis. Eins og öllum mun kunnugt, þá eru það samtök kvenna, sem hér eru að verki, og sýnir það sig, eins og reyndar oft áður, að kvenþjóðin stendur karlmönnunum fyllilega á sporði með áræðni og atorku. Hef- ir hún ætíð staðið vörð um ýnis menningar- og framfaramál, sem annars væru óstudd með öllu í þjóðfélaginu. Og Hallveigarstaðir verða vafalaust þjöðþrifafyrirtæki. Þar verður miðstöð félagslífs kvenna og veitingasalir fyrir almenning. Verða þeir vafalaust fjölsetnir í framtíðiiini, þvi að liver eyrir, sem fyrir veitingar i Hallvéigarstöðum er greiddur, ber rentur, sem koma þjóðinni til góða i aukinni mann- úðarstarfsemi kvenþjóðarinnar. Teikningu hússins hafa gert þeir Sigmundur Halldórsson og Sigvaldi Thordarson, arkitektar. Húsið er fjórlyft, 17% m. 'að lengd meðfram Garðastræti. í liúsinu verða 40 gisti- og námsmeyjalierbergi, miðstöð fyr- ir margskonar félagssamtök kvenna, bókasafn og' barnalesstofa. Veit- ingasalii- verða meðfram Túngötu, og verður þar framleitt liið róm- aða Hallveigarstaðakaffi. Meðfram Garðastræti verða leigubúðir á neðstu hæð, en brauðgerðarhús á baklóð. Byggingarkostnaður liefir verið á- ætlaður 3 milljónir króna. Safnast höfðu 800.000 krónur fyrir viku, en eitthvað hefir bæst við á fjár- söfnunardaginn 24. júni. Byggingarnefndina skipa: Laufey Vilhjálmsdóttir, formaður, Guðrún Jónasson, Kristín Ólafsdóttir, Rann- veig Kristjánsdóttir og Rannveig Þorsteinsdóttir. Form. framkvæmd- arstjórnar er Steinunn Bjarnason. Are Waerland heimsækir ísland. Hinn kunni sænski heilsufræðing- ur, Arc Waerland, dvelst nú hér á landi á vegum Náttúrulækningafél. íslands. Mun hann flytja fyrirlestra um manneldismál víðsvegar um landið. Til þess að fyrirlestrarnir komi að fullu gagni, Iiefir Waerland lagt á sig það crfiði að læra íslensku. Les hann nú bæði ■ og skilur málið. Waerland liefir ritað mikið um manneldismál, og tvær bækur eftir liann eru kunnar hér á landi: „Sannleikurinn um hvítasykurinn" og „Matur og megin“. Meginkjarni kenninga hans er sá, að fóJk geti með breyttu mataræði öðlast 100% lieilsu, þannig að sjúkdómar þekk- ist 'ekki lengur. Hefir mikill styrr staðið um þessar staðliæfingar hans og Iiefir hann komist á öndverðan meið við þorra læknastéttarinnar. Með þvi að rekja nokkur æviatr- iði Waerlands, sésl á hvern hátt hann hefir komist inn á braut sína og hafist handa um rannsóknir á manneldismálum: Á unga aldri og allt fram um tví- tugsaldur var lianu mjög heilsuveill Hann hafði „ehroniskan" magasjúk- dóm, var höfuðveikur og kvefsæk- inn. Olli þetta honum mikilla erfið- leika við stúdentsnámið. Að loknu prófi tók hann að nema heimspelci en þá braust magaveikin fráiii mjög illkynjuð. Lá hann milli heims og Heljar langan tíma, en þó lifði hann kastið af. Upp úr þessum veik- indum fór hann að hugsa um, hvað heilsa væri. Hann fór til læknancma og spurði liann: „Hvað er heilsa?“ Hann fékk ekkert svar. Á sömu leið fór hjá prófessor í læknisfræði, sem hann hitti að máli. Hann fann heldur ekki orðið heilsa í læknis- fræðiorðabókum. Frekari umliugsun um þetta mál og lpng dvöl í Eng- landi rak hann inn á brautir mann- eldisfræðinnar í sambandi við heils- una. Niðurstaðan var sú, að marg- ar neysluvörur komust á „svarta Jistann hjá honum. Má þar nefna kjöt, egg, fisk, salt, kaffi, te, tóbak, áfengi o. fl. í þremur fyrstnefndu kveður hann vera svo mikið af rotnunar- bakteríum, að það sé stórhættulegt fyrir likamann. Fisk kveður hann þó óhætt að borða, ef hrár laukur sé stýfður úr hnefa á eftir. Það drep- *ur rotnunarbakteríurnar. Hrá a- gúrka gerir næstum því sama gagn. Hvítan lauk telur hann bestan, ef menn vilja leggja það á sig vegna lyktarinnar. Yfirleitt hvetur liann menn til að taka upp „lactovege- tariska“ lifnaðarháttu, þ. e. a. s. neyta i ríkum mæli grænmetis og mjólkur. Matarsaltið fordæmir hann, og telur það spilla líkamanum með eiturefnum. Safnist þau niður í fæt- urna og valdi fótraka. Tigrisdýrin kveður hann vita þetta, þvi að þau Framhald á bls. Í4.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.