Fálkinn


Fálkinn - 27.06.1947, Blaðsíða 5

Fálkinn - 27.06.1947, Blaðsíða 5
F Á L K I N N Palestinumálið fyrir Öryggisráðinu. — Lester B. Pearson, að- stoðarutanríkisráðhérra Kanada, lilaut það vandaverk að vera formaður Palestinunefndar Örvggisráðsins, sein að undanförnu hefir setið á rökstólum. Nefndarmenn eru alls 55. skandinavisku fréttastofnana, Ritzan og T. T. sjást hér í heim- sökn hjá Reuter í London, þar sem þeir kvnna sér fréttasend- ingar til Danmerkur og Sviþjóðar. Annar frá vinstri er L. Rilzan, forstjóri, þriðji frá vinstri er Olof Sundell frá T. T. ast ekki til orustu fvrr en næsta morgun. Þrátt fvrir mótmæli greifans af Alencon sér konung- ur fram á, að þetta muni liyggi- legast, og segir tveimur mar- skálkum sínum að láta orð lierast um j)að til herforingj- anna. En hvernig eiga þeir að ráða við j>etta ókvrra mannliaf þarna á völlunum milli Abbeville og Crecy ? Nokkrar fremstu her- deildirnar nema slaðar, en þær sem á eftir koma leita á og j>rýsta þeim áfram með sér. Hróp marskálkanna um að her- inn eigi að nema staðar þjóta eins og vindur um eyru her- mannanna, og sumir halda að fremstu sveitirnar séu þegar í orustu við Englendingana. Genuamannahópurinn sér vopn hlika fram undan sér og nemur staðar, sennilega til að skipa liði cn þá lendir allt í uppnámi og j>elta verkar á fylkingarnar sem á eftir koma. Allt er á tjá og tundri og hróp hevrast um, að flótti sé brostinn í nokkurn hluta liðsins. En nú fyrst eru Englendingar að fylkja liði sinu. — Látið Gehuamenn fara á undan og látum oss herjast í (riiðs nafni og sankta Denis! Það er Filippus Frakkakonungur, sem hrópar j>etta til marskálka sinna. Það er orðið áliðið dags. Það hefir verið heilt um daginn og hlásvartur skýjabakki hefir slig- ið upp i suðri. Og svo heyrist þruma. Genuamenn hlaupa fram sléttuna. Sagan segir að í sömu svifum hafi hópur af hröfnum flogið gargandi yfir höfðum þeirra, og margir tóku þetta sem forboða þess, að orustan mundi verða blóðug. En það mun hafa verið Iiið aðsteðjandi óveður, sem kom ó- kyrrð á hrafnana. Þrumurnar komu eins og bergmál af her- ópum Genualnanna. Þeir nema staðar og reyna að skipa betur fylkingum sínum, en þeir eru alveg uppgefnir. Og vætan bleyt- ir strengina á bogunum þeirra. Þeir skera upp herör á ný og renna spölkorn áfram, en Eng- lendingar standa kyrrir. 1 þriðja sinn hrópa þeir heróp og spenna svo bogana og fara að skjóta. Þá ganga ensku bogaskytturn- ar fram og lileypa af bogunum. Örvarnar eru með litlum hvitum fánum og eru eins og snjór að sjá er þær falla yfir Genuamenn. Þeir skjóta þremur örvum fyrir hverja eina, sem Genuamenn skjóta, því að bogar hinna síðar- nefndu eru þungir og erfitt að draga þá upp. Riðlast nú lið Genuamanna, margir falla og aðrir fleygja bogamim og flýja. Frakkakonungur hrópar í ofsa: Drepið þennan skríl, sem flælc- ist fyrir okkur! Vanhugsað konungsorð. Því að nú hlevpa riddararnir á sprett og ofan á Genuamenn, sem verða nú að verjast á bak og fyrir. Þeir berjast eins og rotta i gildru og berjast við riddar- ana og margir falla. En boga- skyttur Englendinga halda áfram að skjóta. Þannig byrjaði orustan milli Labrove og Crecy í Ponthieu laugardaginn 26. ágúst 1346. Franskar riddarasveitir þeysa yfir lík Iiinna föllnu Genua- manna, og reyna að rjúfa röð ensku hogaskvttanna, og það teksl lika. En J>á taka á móti þeim þungvopnaðir Walesbúar. Verður nú ægilegt blóðbað. Það er orðið dimmt og alltaf lielli- rigning. En i myrkrinu sjást blossarnir frá leynivopninu enska nýja vopninu, sem Ját- vaður konungur hafði haft með sér. Þetta voru fyrstu l'allbyssurn- ar, sem létu til sín heyra á víg- velli í Evrópn. Hávaðinn var ciginlega j>að mesta sem j>ær gerðu. Eitthvert tjón gerðu þær líka á lífi og limum manna, ein- kum þeirra, sem skutu af þeim. Það verður ekki sagt að þær nafi ráðið úrslitum þessarar or- ustu. Her .Tátvarðar var miklu betur æfður og samtaka en hin- ar hjáleitu sveitir Filippusar. Orustan stóð allt kvöldið og fram á nótt. En j>egar lienni lauk var franska riddaraliðið sigrað — gersigrað. Tuttugu og fimm þúsund manns höfðu fallið, ]>ar af 11 furstar, 1300 barónar og 4000 riddarar. Meðal þjóðhöfð- ingjanna sem féllu var konung- urinn af Bæheimi. Sonur hans særðist en komst undan: Það var hann sem siðar hét Karl IV. Þýskalandskeisari. Á sunnudagsmorguninn var mikil þoka yfir völlunum. Mik- ið, franskt herlið frá Rouen og Beauvals var nú á leiðinni þang- að frá Abbeville, án þess að vita að Frakkar hefðu þegar beðið ósigur. Englendingar réðust á lið þetta og brytjuðu það niður. Sömu útreið fengu erkibiskup- inn af Rouen og stórprior Frakk- lands, sem urðu á vegi Englend- inga með fvlgdarlið sitt. Meira en tíu þúsund manns týndu lífi þennan morgunn. Og ef þokan hefði ekki verið svo dimm liefðu Englendingar eflaust murkað lífið úr mörgum, sem földust i þokunni. Fregnin barst til París og Filippus konungur komst þang- að. Og almenningur þóttist skilja að þetta væri Guðs dómur. Konungurinn var óvinsæll og ekki vinur þjóðarinnar. Konung- arnir á undan honum höfðu not- ið stuðnings borgarastéttarinnar. Filippus fríði varð fyrstur til þess í sögu Frakklands að kveðja borgarana til ráða við sig, árið 1302, auk lderka og aðals. En j>egar Filippus af Valois komst til valda hirti hann ekki um að vingast við borgarana heldur studdist eingöngu við aðalinn, en píndi landslýðinn með sköttum og álögum. Þessvegna voru það margir, sem óskuðu að fá enskan stjórnanda yfir sig i stað hans. Sagnaritarinn Fróissard, sem eigi verður skorið úr um, hvort verið liafi Fakka- eða Englendingavin- ur (hann dvaldi lengi við háð- ar liirðirnar) segir: Fáir voru þeir Englendingar, sem heima áttu í Bordeaux og lítinn her hafði Englakonungur j>ar, hæj- arstjórnin í Bordeaux stjórnaði Gascogne. En undir stjórn Eng- land blómgaðist landið og þess- vegna stóðu íbúar Bordeaux, Bay onne og landamærabæjanna í Gascogne vörð um heiður Eng- lendinga. Og þegar samtalið á kránum í París barst að orustunni við Crecy og samanburður var gerð- ur á franska og enska hernunij þá var það samanburður á ridd- aralier aðalsmanna og þjóðarher. Franskur sagnfræðingur segir: Margir Iiafa skilið orustuna við Crecv þannig, að þar liafi lýð- ræðið sigrað yfir höfðingjavald- inu, borgararnir yfir aðalnum. Orustan við Crecy var upphaf hundrað ára stvrjaldar milli Frakka og Englendinga. Eigin- lega stóð styrjöldin i 150 ár. Og í ýmsu varð þessi orusta upp- haf nýrra tíma. Lika í hernaðar- list. Froissard minnisl, j>ó ein- kennilegt megi lieita, alls ekki á fallbyssurnar. En Villani nefn ir þær: Þær slöngvuðu járnkúl- um með braki og brestum, seg- ir lumn. Og síðari sagnaritari bætir við: Þetta er i fyrsta skipti sem púður er nefnl í veraldar- sögunni. En það er nú rangt. Möngól- ar notuðu púður í orustunni við Liegnitz og orustunni við Sajo árið 1241. *****

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.