Fálkinn


Fálkinn - 27.06.1947, Blaðsíða 10

Fálkinn - 27.06.1947, Blaðsíða 10
10 FÁLKINN Útlaginjn. Ævintýn Sheiksms 1. Frú Cardew, kona l'rœgs, ensks vísinda- manns, er nijög áhyggjufull, þegar sheikinn her aö gerði einu sinni. „Maðurinn niinn, dr. Cardew var handtekinn fyrir nokkru og sakaður uin glæp, sem hann alls ekkert var riðinn við. Hon- um tókst að strjúka úr varðhaldinu, en síðar var sakleysi hans sannað. - En honum er ókunnugt um sýknunina, því að hann hefir falist úti á eyðimörkinni, frá því að liann sti-auk.“ 2. Hamid skilur að l>að er ekkert áhlaupaverk fyrir konu að leita uppi mann úti í eýðimörk. Hann liefir líka heyrt dr. Cardcws getið að góöu og veit, að ástríki mikið Iiefir verið milli hjón- anna. Þess vegna viil liann gjarna hjálpa kon- unni. „Ef ég skyldi spyrja eitthvað til hans, skal ég koma boðuin til yðar undir eins,“ segir Hamid. „Við skulum vona að það verði bráðlega“. 3. Sheikinn á langa ferð fyrir höndum, því að hann hefir mælt sér mót við vin sinn í borg handan eyðimerkurinnar. Eftir skamma reið kemur hann að lítilli vin. Arabi stendur þar við uppþornað vatnsstæði og veifar til hans. 4. „Hvað bjátar á?“ spyr Haníid um leið og hann stigur af baki. „Hvers vegna ertu svina fýldur á svipinn?" Sérðu ekki að vatnsstæðið er þurrt. Eg er að deyja úr þorsta,“ svarar Arabinn. „Fáðu þpr sopa úr flöskunni minni segir Harnid". 5. Þegar Arábinn hafði solgið vatnið úr flösk- unni og hýrgast á svipinn, kvaðst Hamid mundu ríða til kastalans og fylla liana aftur. „Nei, fyrir alla inuni, gerðu það ekki,“ segir Arabinn. „Það kvað vera reimt þar. Að minnsta kosti vogar sér enginn inn í hann.“ 0. En sheikinn hefir aldrei trúað á drauga eða forynjur. Hann gengur röskum skrefurri í áttina til dyranna. Þegar hann er í þann veginn að fara út á síkisbrúna, ræðst á hann hundur einn, mikill og ferlegur. Það geislar af skrokknum á honum. Ilamid verður steini lostinn af undrun. 7. „Svei mér þá, þarna er þá draugurinn,“ segir Arabinn og tekur á rás út i buskann. Asn- inn hans hleypur á eftir honum. Á meðan býst Hamid við árás hundsins. Það skiptir engum tog- um, að hann steypist í síkið, en hundurinn nær jafnvægi á brúnni og starir grimmdaraugum á han n. 8. Árásin var svo snögg að Hamid hefir varla áttað sig. Þegar honum skýtur upp skimar hann til kastalans. Hann kemur auga á glugga rétt fyrir ofan vatnsborðið. 9. Hamid syndir að glugganum og ldifrar inn. £ sama bili sér hann skeggjaðan og rifinn karl koma til móts við sig með sverð í hcndi. „Út með þig!“ segir hann. „Þú skalt ekki spilla friðheig'i hér“. 10. Sheikinn vindur sér snarlega inni yfir g'Luggakistuna, bregður sverði og ræðst a'ð mótstöðumann- inum. Innan stundar hrekkur sverð- ið úr hendi útilegumannsins við jéiftursnöggt högg Hamids. 11. Eruð þér doktor Cardew?“ spyr sheikinn. Gamli maðurinn kinlc- ar kolli og skýrir sheiknum frá málavöxtum. „Eg setti lýsandi máln- ingu á hundinn," sagði liann, „svo að forvitið fólk færi ekki að hnýs- ast um hagi mína.“ 12. Hamid segir nú doktor Cardew að sýknunardómur hafi fallið í máli han;s og' hann g'cti því óhræddur haldið þeim til sín. - Kona dr. Cardew fagnar manni sinuin vel og sheikinn lilýtur bestu þakkir hjónanna.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.