Fálkinn


Fálkinn - 27.06.1947, Blaðsíða 8

Fálkinn - 27.06.1947, Blaðsíða 8
8 F Á L K I N N Peter Fisher: Límglasið 0 — Lögreglusaga Sjóflugvélin mikla stefndi niður til Miami og settist á vatniS, og einn þeirra, sem var fyrstur til að stíga fæti á þurrt land var Thmnas Hook. Hann hafði þegar komiS auga á Florence Wintherton álengd- ar, og braut heilann um hverju sætti símskeytiS, sem hún hafSi sent honum: „Komdu strax ef þú c/etur — þarf á hjálp þinni að halda.“ ÞaS var ekki á henni aS sjá aS hún þyrfti á neinni hjálp aS halda, hugsaSi hann meS sér. Ung og spengileg og falleg stóð hún þarna í hópnum og bcið. Hún hló og veif- aði. Þetta gat ekki verið neitt al- varlegt, hugsaði hann með sér og veifaði á móti. Og nú var hann kominn og þau stóðu og héldust i hendur. — En livað þú varst vænn að koma, sagði hún og dró hann með sér að bifreiðinni, scm beið þeirra. Og svo, eftir að hún var sest við stýriS: — Eg veit ekki hvernig ég get þakkað þér fyrir það. Hönd hans færðist nær hennar, þar sem hún hvildi á stýrinu, og' hann sagði: — En lnigsaðu þér, ef ég vissi það? — ÞaS er ekki rétt af þér að nota þér áhyggjur aumingja stúlku- ræfils; sagði hún og Idó. Mér datt i hug að úr því aS þú ert nýlega orðinn málaflutningsmaður, þá. . . . Hann setti á sig embættissvip. — Það er þá sem málaflutningsmaður, sem ég hefi veri'ð kvaddur hingað. . Hún roðnaði ofurlítið. — Kannske ekki beinlínis, Jieldur sem málaflutningsmaður og vinur fjölskyldunnar um leið. Þú skilur, þetta varðar mig eiginlega ekki eins miklu og hann pabba, ég er hrædd um að liann hafi lent í ógöngum. Ofurstinn Douglas Alfred Winther- ton lent í ógöngum.......... honum fannst þetta fráleit tillnigsun. Hann sagði ])að við liana og bætti þvi við, að það væri álíka fráleitt að Iiann, Thomas Hook, væri kvaddur til ráða, ef svo væri. — Þú veist, Floérie, að hann ]>abbi þinn varð. . . . já, það varð liann.... útaf því, að ég, sonur Iians virktavinar og stríðsfélaga, skyldi meta lögfræðina meira en hermennskuna. Hann getur aldrei fyrirgefið mér það. — Bjáni, sagði hún, •— liann veit ckki að þú kemur hingað útaf þvi, og fær aldrei að vita það heldur, og ekki að ég hafi símað til þin. Itann heldur að þú komir ótilkvadd- ur.... — Það er oflof. Eins og erfiður ungur maður, sem erfitt er að kasta á dyr. — Er ekki best að við snúum okkur að efninu, sagði hún. Eg skal reyna að vera stuttorð. Hérna cinn daginn kynntist pabbi á golf- vellinum manni, sem heitir mr. Colding og kvað vera ritstjóri i Chicago, og af þvi að pabba tókst vel í Jeiknum urðu þeir bráðlega mestu mátar, svo miklir mátar að mr. Colding trúfti pabba fyrir því, að hann sem ritstjóri vissi oft uin væntanlegt gengi á verðbréfum á undan öðrum. Hann kynnti lika pabba manni, sem heitir mr. Hob- son og kvað vera bankastjóri ein- hversstaðar, en lítur út eins og prakkari; þeir búa báðir á sama gistihúsinu og við, og einn daginn fékk ofurstinn Hobson þúsund doll- ara, sem hann álti að láta tímgast! — Nú og svo? spurði Thomas. Hún hló vandræðalega. — Pabbi fékk 1200 dollara til- baka sama daginn. Hann lét Hob- son fá þá aftur og vann á nýjan leik og svona lieldur hann áfram. Þegar ég segi honum að nú skuli hann Iiætta þessu, þá svarar hann því cinu til að ég liafi ekki hunds- vit á kaupsýslu. En hvað sem þvi líður.... í fyrradag gat ég fengið liann til að hætta í bili. Eg segi þér það satt, að þeir urðu súiir á svipinn, Hobson og Colding. Itann liorfði fast á hana frá hlift. Hvað gekk eiginlega að Florric litlu? — En i dag, hélt hún áfram, — i dag klukkan fjögur, á faðir minn að afhenda herra Hobson fimmtíu þúsund dollara í beinhörðum pen- ingum. Eg veit það með vissu, rétt áftur en ég fór að sækja þig sagði hann mér að hann þyrfti að fara i bankann undir eins eftir inorgun- verðinn. — En setjum nú, Florrie, að þetta sé allt heiðarlegt? Hún hristi höfuðið. — Bíddu við þangað til þú sérð þá. Pabbi hefir ekki fremur vit á peningamálum en atómsprengjum. Og Colding er enginn ritstjóri. Við vorum að tala saman um blöð einn daginn, og þá sagði ég, til að gorta, að það færu víst nokkrir „matseðl- ar“ i eitt ,,skip“, því að þau orða- tiltæki hafði ég heyrt einu sinni, þegar skólabekkurinn okkar fékk að skoða prentsmiðjuna hjá New York Times, og hverju heldurðu þá að Iiann hafi svarað, þcssi ritstjóri? Jú, en við prenlum ekki matseðla, fröken! Thomas Hook tók fyrir eyrað á sér. Hann hafði áreiðanlega van- metið Florence Wintherton. Þau voru komin að hótelinu og hún hoppaði út. — Pabbi! hrópaði liún á víginann- legan öldung, sem var að koma út úr matsalnum og ætlaði sér auð- sjáanlega niður í Bankastræti. Það var auðséð á skjalamöppunni hans. Hann leit við og lyfti hendinni hermannlega. — Velkominn, Thomas, sagði hann náðarsamega. Jæja, svo að þú hefir svona lítið að gera á skrifstofunni þinni. En ]>ú manst að ég aðvar- aði þig. Liðsforingjastaðan. . . . Thomas hneigði sig hæversklega en hló. Sami gamli bitvargurinn. Það var víst þessvegna, sem Helena frænka var alltaf kyrr i New York þegar Douglas Alfred fór til Florida. — Eg er búinn að borða, sagði hann. — En borðið stendur og biður cftir þér, Florrie. Verið þið sæl á mcðan. Og settu ekki sykur á ávextina, þeir eru svo sætir fyrir. Þau fóru inn í matsalinn, og Thomas fann handlegg Florrie snerta sig — honum fannst það svo notalegt. Þau gengu framhjá borði og Florrie heilsaði: Góðan daginn, mr. Hobson, góðan daginn mr. Colding. Og svo kynnti luin: Þetta er mr. Hook, Hook málaflutnings- maOur frá Richmond. Þau töluðu saman nokkur orð: Skemmtiegt að vera í Miami.... paradis.... gaman að sleppa úr borginni, af skrifstofunni.......... ljómandi fallegt umhverfi. . fyrsta fokks golfbraut. Og svo heyrði Florencc sér til furðu að Thomas sagði: — Því miður get ég ekki notið neins af þessu. Eg er hér nefni- lega í banka- og lögregluerindum. Og hlutverkið er líkt og að leyta að nál í heyhlöðu. Eg veit nefni- lega ekki nafnið á þeim, sem ég þarf að ná í, þeir ganga nefni- lega undir jafn mörgum nöfn- um og' andskotinn, og ekki hefi ég glögga lýsingu á þeim lieldur. Hann liló. — Maður er nærri því eins og blind hæna. ... Jæja, nú verður gott að fá sér matarbita. Silfurskeiðin sökk dýpra og dýpra í grape-ávöxtinn og Flor- ence sagði lágt: — Eg ætlaði varla að trúa min- um eigin eyrum — þú aðvarað- ir þá í raun og veru. — Eg bullaði bara. En ég lield að þú hafir rétt fyrir þér, .... þeir eru ekki allir þar sem ]ieir eru séðir, sérstaklega ]iessi mr. Ilobson. Hafi liann nokkurntíma verið bankastjóri þá. liefir ]>að verið áður en liann kom i Sing Sing. Sástu svipinn á lionum þeg- ar ég minntist á þetta með lýs- inguna. Ilugsaðu þér ef mér læk- ist að liræða þá. En ég á vist ekki því láni að fagna. — Mér finnst að mimista kosti öruggara að hafa þig hérna, Thom- as. Þú ert nú þessi ágæti maður, sem þú veist.... — Sem nútíma konurnar kunna ekki að meta.... — Og ef þú þurrkar af þér þenn- an grape-safadropa, sem þú ert með á hökunni, verðurðu ennþá fallegri. — Þurrka hann? Ætti ég ekki heldur að baða liann af mér? Hún liætti að hlæja og liristi höf- uðið. — Nei, við verðum að hafa aug- un og eyrun opin i allan dag! Mér stendur ekki á sama um þessa 50 þúsund dali ofurstans. Og það er ekki eins auðvelt og þú heldur að liræða bófana á burt. — Nei, það getur komið strik í reikninginn. Það gerir það svo oft. Og það g'erði það núna. Florence liafði tekist — klukkan var nokkrum mínútum yfir þrjú — að sannfæra föður siiin um að þaö væri gamari fyrir Thomas ves- linginn að hann byði honum upp á hressingu á svölunum við stofuna lians; hún liefði sagt lionum hve ljómandi fallegt útsýnið væri það- an. Þcir sátu þar þegar dyravörð- urinn kom upp og sagði að tveir menn frá Chicago væru a'ð spyrja eftir ofurstanum. Mr. Miller og mr. Doyle — Iivort það ætti að láta ])á koma upp? Ofurstinn svaraði, með nokkrum semingi þó, a'ö það væri réttast. En þeir yrðu að vera fljótir, þvi að ofúrstiriii ætti von á annarri heimsókn, sem væri meira áríð- ajidi. En ])að var góð stund enn til klukkan fjögur. Tliomas leit til Florence, það skein úr aug'iiaráðinu að þau yr'ðu að vera kyrr þar sem þau væru komin, hverju sem tautaði. Það gæti varðað finimtíu þúsund doll- uruni. Hann leit kringum sig — livort iiokkurt handliægt vopn væri nterri. Þar var ekkert að sjá. Og þégar liann leit inn um dyrnar á skrifstofunni gat hann ckki kom- ið auga á annað en blekbyttu og límglas á borðinu. Það var barið að dyrum og vika- drengur opnaði og tveir menn komu inn, fremur illa til fara. — Thomas og Florence fluttu sig út á svalirnar, en þaðan gátu þau heyrt og séð allt sem fram fór. —Eruð þér Wintherton ofursti? spurði annar gesturinn og hélt svo áfram: — Eg heiti Miller og þetta er mr. Doyle. Við komum frá rann- sóknardcild Chicago-lögreglunnar og cru að leita að tveimur alþjóða fjárglæframönnum, sem við höfum ástæðu til að ætla að.... að ofurst- inn hafi komist í makk við! — Eg hrópaði ofurstinn með sinni allra herskáustu rödd. Mr. Miller hló. — Við komum vilanlega i allra besta tilgangi, og förum svo dult að öllu, sem frekast er unnt. Fyrir okkur vakir að grí])a ekki aðeins l)essa bófa lieldur Iieilan flokk. Og þessvegna mælist ég til að þetta verði látið fara með mestu leynd, þangað til búið er að ljósta upp málinu. Ofurstinn horfði kuldalega á þá: — Eg skil þetta ekki. Viljið þér ekki tala dálítið skýrar. Miller liorfði á Doyle og Doyle á Miller. Sá síðarnefiidi tók blað upp úr vasanum. — Ilér er 11111 a'ð

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.