Fálkinn


Fálkinn - 27.06.1947, Blaðsíða 14

Fálkinn - 27.06.1947, Blaðsíða 14
14 FÁLKINN Stjörnulestur EFTIR JÓN ÁRNASON Sumarsólhvörf 1947. Alþjóðayf.irlit. 15. júní er and- stæða inilli Mars og Júpíters. Er Mars i (i. luisi hér í Reykjavík, en Júpíter í 12. Er þetta slæm afstaða fyrir verkalýðsfélögin og liinar vinn- andi stéltir og bendir á fjárhags- örðugleika mikla. - Afstaða þessl er sterk í áhrifum i Vestur-Evrópu. Hefir liún sérstaklega áhrif í Nor- egi, Transvaal og Qeenslandi, ír- landi, Persíu, Póllandi, Lilui-Asíu', Grikklandi og Hvita-Rússiandi. Gæti bent á jarðskjálfta. - Afstöð- urnar á sólhvörfunum benda frekar á stöðvun og tafir en framtak. Lundúnir. - Sól er í 12. liúsi. .Bendir á að góðgerðastarfsemi, betr- unarliús, spítalar og vinnuhæli verði mjög á dagskrá á þessum tíma. Af- stöðurnar em slæmar og er liklegt, að um örðugleika sé að ræða fyrir ráðendur þessara stofnana. - Satúrn i 1. húsi. Bendir á óánægju, örðug- leika ýmsa og tafir. - Tungl i 2. húsi. Óstöðugar tekjur og breytileg og óábyggileg hlutabréfaverslun. - Neptún i 4. húsi og bendir á örðug- leika meðal landeigenda og skatta- byrði þeirra og örðugar afstöður stjórnarinnar. - Júpiter í 5. húsi. Hefir slæmar afstöður. Ágrein'ngur um trúarbragðakennslu í skóium og örðugleika í leikhússtarfsemi. - Mars í 11. húsi. Umræður miklar og á- greiningur um hernaðarrekstur i þinginu og þingmaður gæti látist. - Meiri hluti pláneta við austurhim- in, sem mun styrkja afstöðu ráð- endanna. Berlin. - Afstöðurnar eru nokkuð líkar og í Englandi, en þó að mun sterkari í áhrifum. Satúrn við aust- ursjóndeildarhring og bendir á óróa og óánægju meðal almennings og tafir mikíar á ýmsum framkvæmd- um, sem almenning varða. Fjárhags- málin örðug viðfangs og breytileg. Ráðendurnir eiga við örðugleika að etja vegna kommúnistaáhrifa. - Mars í 11. húsi. Örðugleikar miklir í sambandi við stjórnarfar landsins og barátta gegn ráðendunum. Moskóva. - Sól ræður 11. húsi. Ráðendurnir og æðsta ráðið eiga i ýmsum örugleikum, því að afstöð- urnar eru slæmar. Sumir æðstu ráð- endanna munu deyja eða missa álit °g löggjöf mun undir slæmum á- hrifum. - Mars i 10. húsi. Hefir slæmar afstöður. Eykur mjög á örð- ugleika ráðehdanna og bendir á styrjöld. Júþíter í 4. húsi. Hefir hann slæmar afstöður. Bendir á námuslys og jarðskjálfta. Tokyo. - Sól og Úran í 8. húsi. Bendir á dauðsföll meðal liátt settra manna og dauðsföll er orsakast af slysum, íkveikjum, sprengingum og bendir á vofeiflega dauðdaga. Þó gæli skeð að Venus dragi eitthvað úr þessum áhrifum. - Mars í 7. húsi og hefir nálega allar afstöður slæmar. Örðugleikár í viðskiptum við aðrar þjóðir og styrjöld gæti átt sér stað. - Júpíter í 1. húsi. Hef- ir nálega allar afstöur slæmar. Frið- urinn er í hættu, því slæm afstaða er frá Mars í 7. húsi, örðugleikar frá stjórninni ])ví Tunglið er í 10. lnisi og hátt settum mönnum og dauða þeirra. Sól er í 8. liúsi. Washington. - Mars í 1. húsi. - Bendir á örðugleika og óánæju með- al almennings og slæmt heilsufar, verkföll, upphlaup, íkveikjur og lög- brot. - Úran í 3. liúsi. Örðugleikar á flutningum og samgöngum og skemmdarverk unnin á járnbrautum. Venus í 2. lnisi. Góð afstaða fyrir banka og peningaverslún og fjár- hagurinn undir góðum áhrifum. - Satúrn í 5. húsi. Óheppileg afstaða fyrir leikhús, leiklist og barna- fræðslu. Plútó cr í húsi þcssu og cykur á örðugleikana. - Annars er heildarafstaðan nokkuð jafnvægð og sterk. ísland. Sól, Merkúr og Úran eru í 12. húsi. - Betrunarhús, góðg'crðastofn- anir og opinberar atvinnustofnan- ir munu undir fremur góðum á- brifum og vekja athygli. Þó gætu örðugléikar nokkrir komið til greina og kunnur maður lent í örðugleik- um. í. hús. - Sól ræður líúsi þessu. - Bendir á örðugleika á milli atvinnu- rekenda og vinnuþiggjenda, vinnu- leýsi, stöðvun viðskipta og fátækt Heilsufarið slæmt. 2. hús. - Satúrn og Plútó eru í húsi þessu. - Eklci álitleg afstaða fyrir bankana og peningaverslunina í landinu og tekjur ríkisins munu mjög óvissar. 3. hús. - Tunglið ræður húsi þessu. Bendir á óánægju meða) verka- manna, áróður og vandkvæði ýms og lækkun tekna. 4. hús. - Merkúr ræður húsi þessu. Bendir á mikla starfsemi í jarð- yrkjumálum og ’landbúnaði. !>. hús. - Venus ræður húsi ]>essu og er Júpíter meðverkandi - /Etti að vera góð afstaða með tillili til leikhúsmála og leiklistarstarfsemi. (i. hús. - Júpíter ræður húsi ])essu. Eykur á örðugleika verkamanna vegna slæmrar afstöðu frá Mars, Sólu og Tungli. 7. hús. - Satúrn ræður húsi þessu. Örðug afstaða með tilliti til utan- ríkismála og vandkvæði i utanrikis- viðskiptum. 8. hús. - Satúrn ræður húsi ])essu. Bendir á dauðsföll meðal eldri manna og þeirra, sem hafa verið i háum stöðum eða kunnir borgarar. .9. hús. - Satúrn ræður cinnie búsi þessu. - Bendir á örðugleika i utanlandssiglingum. Verkföll á versl- unarskipum. Trúar- og lögfræðileg- ar dcilur gætu komið til greina. 10. hús. - Júpíter ræður húsi þessu. - Örðugleikar í fjármálum og fjáraflastarfsemi. 11. hús. - Mars í húsi þessu. - Bendir á urg og ágreining' út af Jög- gjöf og löggjafarmálum, veikindi meðal þingmanna og jafnvel dauðs- fall. Klofningur í stjórnmálaflokki gæti og komið til g’reina. Ritað 10. júni 7947. Br unabótafélag Islands. vátryggir allt lausafé (nema verslunarbirgðir). Upplýsingar í aðalskrifstofu, .Alþýðuhúsi (sími 4915) og lijá umboðsmönnum, sem eru í hverjum hreppi og kaupstað. Signrjón Jónsson, bóksali, Þórsgötn 4, Verðnr 05 árn 27. j>. m. Tónlistarhátíð í Kaupmannahöfn Alþjóðasamband nútímatónlistar (International Society for Gontem- porary Music) hélt nýlega tónlistar- hátíð í Kaupmannaliöfn í sambandi við ársþing félagsins. Mættir voru fyrir Hönd „Félags isl. tónlistar- manna“ þeir Guðmundur Matthias- son og Jón Leifs. Auk hljómleika, sem sambandið gekkst fyrir á hverj- um degi. buðu Danir fulltrúunum á leiksýningar og tónleika. Einnig voru margar veislur setnar hjá sendiherrum ýmissa þjóða. Næsta mót verðúr haldið í Amst- erdam á sumri komanda, en íslensku fulltrúarnir æsktu þess fyrir hönd íslandsdeildarinnar, að árið 1949 yrði mótið haldið hér á landi. Tóku fulltrúar 'vel í ])á ósk, en endanlegri ákvörðun frestað til næsta sumars. Helgi Gnðmundsson bóndi að Efra- Apavatni Langardal, varð 70 ára 25. þ. m. Ján Jónsson skósmiður, Smyrilsveg 29 varð 75 ára 24. þ. m. Are Waerland. Framh. af bls. 3. éti ekki s.Vo menn, að þau skilji ekki eftir neðsta hlutá fótanna. Waerland telur, að með slíkum lifnaðarháttum, verði meðalaldur fólks 125 ár, og þá deyi það ungt, en ekki gamalt. Um sannleiksgildi þcssarar kcnn- ingar, er náttúrulega erfitt fyrir okk- ur leikmenn að þrátta, og ekki skal neinn hvattur eða lattur til að taka liana trúanlega. Það kostar vafa- laust mikið nám til að komast til botns í manneldisfræðinni. Hitt hlýt- ur hverjum manni að vera fagnaðar- efni, að kunnáttumen uni víða ver- öld beina kröftum sinum að þessu viðfangsefni lil þcss að reyna að útrýma magakvillum og öðrum mein semdum mannlífsins. ***** Fjcrburar. Á bóndabæ á Lálandi eignaðist kýr fjóra kálfa í vetur og lifa allir kálfarnir. Dýralæknar segja, að það sé álíka sjaldgæft að konur og kýr eigi fjórbura. Þessi sama kýr eign- aðist tvo kálfa fyrir tveimur árum.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.