Fálkinn


Fálkinn - 12.09.1947, Blaðsíða 4

Fálkinn - 12.09.1947, Blaðsíða 4
4 F Á L K I N N lentu á Schreckhorn 1 nóvember síðastliðnum nauðlenti amerísk Dakota- flugvél uppi á jökli við Schreckhorntindinn í Bernar- Ölpum í Sviss. Svissneskir flugmenn björguðu áhöfn- inni og farþegunum með aðstoð svissneskra f jallagarpa. Þótti þetta hið mesta snarræði. Hér fer á eftir lýsing á atburði þessum. Dakotavélin flaug leiöar sinn ar klukkustund eftir klukku- stund. Hún braust gegnum veð- urofsann og blindviðri bylj- anna, sem skullu á fyrirvara- laust hver á fætur öðrum. Ralph Tate, flugstjóri, reyndi í sífellu að staðsetja sig, en á- rangurslaust. Hann hafði hrakið af leið, og nú var hann gjör- samlega villtur. Hann liafði lálið í loft þennan sama dag — 19. nóvember •— og var á leið frá Wien til ítaliu. Veður var ekki gott, og skömmu eftir að hann flaug yfir Munchen tók hann að villast af ieið. Allt í einu rofaði til í skýja- þykkninu. Fyrir neðan flugvél- ina grillti í snæviþakinn fjalla- klasa með hröttum tindum, sem gnæfðu upp úr ísbreiðunni og földu kollinn í skýjaþykkn- inu, sem flugvélin liafði verið að villast í. ■— Tate varð að Þau taka skjóta ákvörðun. Annað- hvort var að freista þess að komast upp fyrir skýin og eiga þá á liættu að rekast á fjalls- tind eða nauðlenda á íshreið- unni fyrir neðan. Ilvort átti liann að gera? Fyrir aftan hann voru 8 farþegar, þar af 5 kon- ur. — Tate stefndi vélinni upp. Hann ætlaði að reyna fyrri leiðina. En allt í einu kom stormsveipur og kastaði flug- vélinni niður á við. Áður en farþegarnir vissu af, að eitthvað var á seyði, heyrð- ist skellur og allir i flugvélinni hentust til. Flugvélin liafði lent á jöklinum. Skellurinn var ekki svo mikill, að verulegar skemmd ir ldytust af, og flugvélin hrun- aði áfram eftir ísbreiðunni. Hún nam slaðar i brekku og vís- aði trjónan upp á við. Tate drap á vélinni og nú heyrðist aðeins ýlfrið í storm- inum úti fyrir. Frú Alfreda Snavely, kona Ralph Snavely, hershöfðingj a og yfirmanns ameríska flug- hersins í Austurrílci, opnaði dyrnar og stökk út. Hún hvarf að mestu í snjó. Ilöfuðið og liálsinn stóðu aðeins upp úr. „Verið þið kyrr inni“, kall- aði hún, „fjöllin eru úr eintóm- um snjó“. Hin lilóu að henni. en aðeins stundarkorn. Svo L----------------------------- færðist alvöruþrungi yfir and- litin. Tate fór nú að rannsaka vél- ina. Hún var að mestu ó- skemmd. Nokkrar rúður höfðu brotnað -— það var allt og sumt. Af mannskapnum liafði að- eins einn farþegi meiðst alvar- lega. Það var Wayne Falsom, liðþjálfi úr ameríska hernum. Tate liafði meiðsl ofurlítið á höfði, en aðrir aðeins fengið smávægilegar skrámur. Hið besta af öllu saman var, að loftskeytatækin voru ó- skemmd. Loftskeytamaðurinn tók til stai’fa undir eins, og hinir stóðu fyrir aftan hann fullir örvæntingar. „Allt í lagi“, sagði hann von hráðar. Eg hefi náð sambandi við Englendinga í Marseille og þeir svöruðu: „Hjálparsveit á leiðinni, — verið þið bara kát“. Frá þessu augnabliki liefst einliver mesta leit í lofti, sem sögur fara af. Flugvélar frá 4 löndum sveimuðu yfir liálend- inu allan daginn og tvo næstu daga, en árangurslaust. Veður- skilyrðin voru svo slæm. — Það var ekki fyrr en 22. nóvember, að Lancaster-sprengjuflugvél frá Royal Air Force fann Da- kota-vélina. Hún hafði lent á Wetterliessel-jöklinum við ræt- ur Schreckhorntindarins á Bern arhálendinu, einhverjum tor- ldeifasta stað í öllum Alpafjöll- um. — Screckhorn er 10 kíló- netra í suður frá Brienz-vatni og ca. 8 kílómetra frá Jungfrau. Fréttirnar hárust nú fljótt til svissnesku horganna og þorp- anna við Brienzvatn og í daln- um, sem gengur til suðausturs frá því upp í fjallahryg'ginu, þar sem Schreckhorn er. 1 einni þeirra, Meiringen, var strax gerður út hjörgunarleiðangur, húinn matarforða, teppum og ull- arfötum auk tdífðarfata. Flug- vélar voru sendar upp yfir jök- ulinn, og köstuðu þeir niður hitunartækjum, fötum og mat í fallhlífum. í svissneska björgunarleið- angrinum voru 70 manns undir forustu fjallagarpanna Ernst Reisl og Wilhelm Jost. Tveir læknar voru með, þeir dr. Oberli og dr. Edmond Kauher. — Alla nóttina og allan morg- un næsta dags var hópurinn á göngu upp jökuliilíðarnar. 9 manna hópur gekk nokkuð á undan, en hinir fetuðu í slóð þeirra á eftir. Jökulsprungur gerðu þeim erfitt fyrir, og ferðin sótlist þeim seint, enda bar hver 40 punda byrði af vistum auk þess sem tólf sleðar voru liafðir með og margskonar fjallgönguút- húnaður. Þeir höfðu aðeins óljósar hugmynd um það, hvar á jökl- inum vélin Jiafði lent, en rak- ettur þær, sem hinir nauð- stöddu skutu, voru þó ágætis leiðarljós eftir að upp á jökul- inn kom. Kl. 5,45 e. h. kom björgima"- leiðangurinn upp að Dakota- vélinni, og voru leiðangurs- menn kröftum þrotnir, þegar þangað kom. Ásigkomulag þeirra var miklu verra en þeirra, sem hjarga álti. — Síðasti spölurinn varð einna erfiðastur. Það var upp lilíð að sækja, nokkuð Jjratta, og snjórinn var laus, þannig að hætta var á skriðu- falli og skammt ofan i næstu jökulsprungu. Þessi áfangi gekk samt vel, þótt hættulegur væri. Hinir nauðlentu voru flestir hressir, en nokkrir höfðu enn. eigi náð sér eftir taugaspenn- inginn við lendinguna. Einnig liafði skriða fallið úr hlíðinni fyrir ofan og farið aðeins um 100 metra frá flugvélinni. Þetta hafði komið ugg í fólkið. Það var ákveðið að gera enga tilraun með að flytja mann- skapinn til hyggða fyrr en næsta morgun. Björgunarsveilin hreiðr aði um sig inni í flugvélinni iijá liinum og tókust með þeim liinar fjörugustu samræður. Yngsti farþeginn í flugvélinni, Alice Mary McMalion, var samt kátust allra. „Ef það hefði ekki verið svona kalt, þá hefði okkur lið-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.