Fálkinn


Fálkinn - 12.09.1947, Blaðsíða 7

Fálkinn - 12.09.1947, Blaðsíða 7
FÁLKINN 7 Þau gengu nú bæði aÖ störfum sínum í klaustrinu, Jean Valjean tók að yrkja jörðina og Cosette stundaði nám. Aldrei fóru j)au út fyrir klaust- urmúrana enda kom það á daginn að Javert var sísnuðrandi á staðn- um, þar sem Valjean hefði gengið úr greipum hans. Kvöldbæn. „— — — og gefðu mér dálítið af kökum eða kara- mellur og súkkulaði." — Litla ítalska stúlkan, sem hefir beð- ið kvöldbænina sína svo fallega getur ekki stillt sig um að hnýta aftan við ofurlítilli bæn um gúðgæti. Og hún væri ekki of sæl að fá hana uppfijllta, hún hefir ekki svo mikið af slíku. Dr. Petiot, franski morðinginn, sem drap 63 menn. Egypskur fáni við hún. — Alex- andria er fyrsta borgin í Egyptalandi, sem Bretar kveðja herlið sitt frá. Hér birtist mynd af Mustafa Pasha virkinu, sem Bretar hafa haft síðan frá dög- um Augustusar keisara. Nú hefir egypskur fáni verið dreg- inn þar að hún sem og á öðr- um virkjum borgarinnar. Skilmingaæfing fyrir framan spegil. Geri aðrir betur! — Lögreglu- þjónar Lundúnaborgar eru allra almennilegustu skinn. Hér sést, hvernig þeir lyfta liltu börnunum, svo að þau sjái bet- ur konungshjónin bresku, þeg- ar þau koma fram hjá. Með dauðann við stýrið. / blað- inu „Pas paa“ birtist þessi mynd sem er aðvörun til bif- reiðastjóra, sem aka undir á- hrifum víns. Slíkir menn færa það alltaf fram i varnarskyni, að þeir aki betur, ef þeir eru örlítið undir áhrifum víns. En það eitt sannar fyrir þeim, sem til sjá, að dómgreind mann- anna hefir sljóvgast. Hörgull á hjúkrunarkonum. — Englendingum hefir reynst erf- itt að fá nægan fjölda hjúkr- unarkvenna á spítalana. Hér sjást nokkrir fylkisfulltrúar í Gloucester^héraði með vax- brúður í hjúkrunarkvennabún- ingi til þess að glæða áhuga ungra kvenna á starfinu. Næturklúbb lokað. / Hamborg hafa bresku hernámsyfirvöld- in látið loka 15 veitingastöðum og næturklúbbum, þar sem vín- föng voru seld á svarta mark- aðs verði. Þýskur lögreglu- þjónn sést hér festa upp aug- lýsingu um þetta fyrir utan einn klúbbinn. Hlaut titil Mæðradagsins í Holly- wood. — Iívikmyndaleikkonan Jane Wyman, sem hér sést méð fangið fullt af blómum, hefir verið kjörin „Hollywood’s most attracjive mother“ (mest að- laðandi móðir í Hollywood) fyrir árið 1947. — Maður henn- ar er Ronald Reagan, sem kvikmyndagestir hér kannast jið úr myndinni „Kóngsgatan“ og fleiri myndum. Þau eiga tvö börn og bráðum þrjú. Lítill sjóliði. — Hann er aðeins iy2 árs gamall, snáðinn þessi. Samt er hann ákveðinn i að ganga í sjóherinn. Sennilega hefir hann heyrt, hvað sjólið- arnir „gera mikla lukku“ hjá veikara kyninu. * Allt meö íslensknm skipum! *

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.