Fálkinn


Fálkinn - 12.09.1947, Blaðsíða 5

Fálkinn - 12.09.1947, Blaðsíða 5
F Á L Ií I N N 5 ið prýðilega. Við spiluðum fyrst lengst af, en fingurnir urðu svo stirðir, að við gá'tum það ekki lengi. Og svo þegar pakkarnir féllu niður allt í kringum okkur, þá var það alveg eins og þegar jólasveinninn kemur.“ Svo fór nóttin í hönd. Björg- unarmennirnir héldu sig i snjón um fyrir utan flugvélaskrokk- inn, sem nú var næstum fennt yfir, en flugvélaráhöfnin og far- þegarnir komu sér fyrir inni. Þessa einu nótt þjáðust Sviss- lendingarnir meira af kali en Ameríkumennirnir gerðu allan tímann. Sumir þeirra röltu meira að segja um í snjónum alla nóttina og börðu sér til þess að forðast kuldabólguna. Aðrir gerðu sér snjóhús eða lögðust í skjól við flugvélar- skrokkinn. Þeir, sem verst voru á sig komnir, kveiktu bál úr kassafjölunum, sem voru utan um vistirnar, sem þeir höfðu meðferðis, og ornuðu sér þar. Næsta morgun liófst svo ferð- in niður. Ákveðið var að fara aðra leið, en björgunarleiðang- urinn liafði komið. Ætlunin var að fara til Innerkirchen, horgar, sem er 3 km. suð-aust- ur frá Meiringen, en ferðin upp hafði verið farin frá Rosenlaub, sem er þorp beint í suður frá Meiringen og við rætur Wetter- liorns, næsta tindjöfurs við Schreckhorn. Leið þessi var tal- in öllu betri, en kostaði þó meira klifur, því að 900 metra hátt klettabelti er á leiðinni. — Hópnum var nú skipt í smærri flokka og hverjum farþeganna voru fengnir gæslumenn. Síðan var haldið af stað niðúr. En þá var það, að undarleg- asti atburðurinn í þessu öllu átti sér stað. Rétt yfir höfðum þeirra kom í Ijós flugvélarkrýli, búin bæði lijólum og skíðum. f henni voru Hitz, majór í sviss- neska flughernum, og Snave- ley hershöfðingi i ameríska flughernum. Storch-flugvélin sveimaði um stund yfir hópn- um, sem nú var kominn kíló- metersveg frá Dakota-vélinni. Flugmaðurinn kastaði niður niður bréfi, þar sem hann spurði, hvort hann ætti að gera lendingartilraun. Svarið var gefið frá jörðu með merkjum, og það var á þá leið, að slíkt skyldi hann ekki láta sér koma til hugar. Hitz var nú samt á annarri skoðun. Hann var viss um að aðstæðurnar væru ákjósanleg- ar. Það var vindlaust að heila mátti og hann sá greinilega að jökullinn var þarna hallalítill og sléttur. „Eg ákvað að virða aðvörunina að vettugi", sagði hann siðar, „og ég lenti á ca. 300 metra löngum spöl. Það var mjög auðvelt. Eg hefi lent 200 sinnum áður uppi á fjöllum". Síðan tóku Hitz majór og annar svissneskur flugmaður, kapteinn Hug, á annari Storch- flugvél, að fljúga fram og til haka milli Meiringen og hóps- ins uppi á jöklinum. Á 6 klukku tímum fóru þeir 8 ferðir fram og aftur og fluttu alla þá, sem í flugvélinni höfðu verið til flugvallarins í Meiringen. Hug er engin viðvaningur í flug- mennsku fremur en Hitz. Hann hefir meira að segja lent uppi á háfjöllum 2000 sinnum til þess að bjarga fólki, eða 10 sinnum oftar en Hitz. Sá fyrsti, sem fluttur var í flugvélinni ofan af jöklinum var Loyal Haynes hershöfð- ingi. Hann var að vísu ekki særður, en mjög aðframkominn af þreytu. Síðast var farið með Ralph Fate, flugmann. Hann var reifaður um höfuðið vegna meiðsla þeirra, sem hann lilaut við lendinguna. Móðir hans, sem var meðal farþeganna, þoldi vosbúðina ekki vel og var talsvert illa lialdin, þegar hún kom til Meiringen. Þannig lauk þessari marg- umtöluðu björgún svissnesku flugmannanna. — Við Brienz- vatnið lienda * Svisslendingar ennþá gaman að öllu tilstand- inu í Ameríkönunum í sam- bandi við björgunina. Ilinn táknræni og spaugilegi eft- irmáli atburðarius er orð þau, sem Hitz lét falla þegar liann kom á flugvöllinn i Meiringen: „Jökullinn er alveg þakinn af niðursuðudósum, sem Ameríkanarnir köstuðu niður. Þeir gleymdu nefnilega alveg að gera ráð fyrir vindi svo þær dreifðust um allt, lentu jafnvel i 5 km. fjarlægð frá markinu. Ef eiuhvern langar í amerísk- ar sígarettur, þá ætti hann hara að fara upp á jökul, þar er nóg af þeim. Og þegar vorar og snjóa leysir, ginnast vafalaust margir góðir hlutir uppi í fjöll- um! Og Svisslendingar brósa, þeg- ar þeir minnast þess, að am- eríski herinn i Austurríki sendi járnbrautarlest með Weasel- snjóskriðdreka, jeppa, malvæli í tonnatali, 150 hermenn, loft- skeytatæki, fallhlífarliersveitir og fjölda af fjögurra hreyfla flugvélum til Meiringen til að bjarga. Svissneski herinn aftur á móti gaf hóglátlega skipun lil einnar flugdeildar og bað hana hávaðalaust að vera á verði. Sú skipun nægði til þess að fullkomna björgunarstarfið Stjörnulestur EFTIR JÓN ÁRNASON Haustjafndægur 1:947. Alþjóðayfirlit. Fimm plánetur eru í loftsmerkj- um. Mikið verður rætt og ritað og liugsað um atburðina í heiminum og framkvæmdahæfileikinn ríkur, þvi sex plánetur eru í aðalmerkjum. Ástandið, sem birtist í sambandi við afstöðurnar í ágúst mun enn vera í fullum krafti. Lúndúnir. — Sól, Venus, Neptún og Merkúr í 5. liúsi. Eru afstöðurn- ar yfirleitt slæmar, svo að örðug- leika ýmissa má vænta í leikhús- málum, rekstri kvikmyndahúsa o. fl. Barnafræðsla mun undir örðug- um áhrifum. Mun þetta áhyggjuefni stjórnarinnar. — Úran í 1. lnisi. Óánægju mun vart og verkföll gætu átt sér stað og misgerðir koma í Ijós meðal almennings. Mars í 2. húsi. Tekjur hins opinbera munu minnka og verðbréfaverslun undir fargi, útgjöld aukast, cinkum við herinn. — Satúrn í 3. húsi. Örðug- leikar og hindranir í rekstri sam- göngutækja. Óánægja meðal flutn- ingamanna. Dauðsföll meðal þeirra er stjórna slíkum störfum eða manns, sem er kunnur blaðamað- ur eða rithöfudur. — Júpíter í (i. húsi. Ætti að styrkja aðstöðu verka- manna og heilsufarið ætti að vera sæmilegt. fíerlín. — Sól í 4. búsi. Land- búnaðurinn og málefni hans eru úndir mjög athugaverðum áhrif- um. Slæm afstaða frá Satúrn í 3. húsi, sem bendir á örðugleika vegna flutningavandræða og ófyrir- séðar hindranir koma frá Úran í 12. liúsi. Venus og Mars munu þó eitthvað liðka til með góðum á- hrifum sinum. Stjórnendur eiga þó i örðugri aðstöðu. Júpíter í (i. húsi, sem ætti að styðja verkamenn, iafn- vel þó að afstöður hans séu ekki góðar, og heilsufar ætti að batna. — Tungl í 7. húsi. Hefir slæmar afstöður og bendir á vandkvæði í viðskiptum við aðrar þjóðir. — Mars er í 2. húsi. •— Útgjöld munu auk- ast að mun. Moskóva. — Sól, Venus, Merkúr og Neptún i 4. húsi. — Afstöðurn- ar eru fremur slæmar, svo að stjórnin á við ýmsa örðugleika að etja. Landbúnaðurinn á í örðug- leikum nokkrum og undangraftac- starfsemi er sýnileg vegna slæmrar afstöðu frá Úran í 12. húsi. — Júpiter i 5. húsi. Hefir eina af- stöðu góða frá Mars í 1. húsi. Al- mcnninglir mun styðja leikhúsa- starfsemi eftir bestu getu, en fjár- hagur mun tefja framkvæmdir. — Tungl í (i. húsi. Hefir slæmar af- stöður. Verkamenn eiga i örðugleik- um og heilsufarið mun slæmt. Þó er framkvæmdaþrek mikið yfir höfuð að tala. blikkdósa- og jéppalaust, svo að ekki sé nú lalað um falllilíf- arhersveitir og annað slíkt. Og ef til vill verður Svissleftding- um ekki láð það, þótt þeir kími ofurlítið að þessu. Tokyo. — Neptún er í 1. húsi og hefir slæmar afstöður. Mikil undan- graftarstarfsemi á sér stað og mis- gerðir munu koma í ljós og sið- ferðisástandinu mun mjög hraka. — Mars í 10. húsi. Stjórnendurnir eiga í margvíslegum örðugleikum og gæti afstaða þessi bent á hern- aðarástand. — Tungl í 4. húsi. Land- búnaðurinn á í örðugleikum, slæm uppskera og námurekstur óhag- stæður. — Satúrn í 11. húsi. Tafir á afgreiðsfti þingmála. —tlran í 9. húsi. Örðugleikar í utanlandssigl- ingum og verslun. — Júpíter í 2. búsi. Hefir slæm áhrif á fjárhags- afkomuna og bankastarfsemina og aðstöðu ríkissjóðsins. Washington. — Sól var í 7. búsi. Utanríkismálin munu mjög á dag- skrá í Randai'ikjúnum. Andstaða stjórnarinnar mun nota sér tæki— færin til þess að styrkja andstöðu sína. Örðugleikar munu því koiua í ljós í utanríkismálunum. — Tungl í 11. húsi. Ágreiningur gæti átt sér stað innan stjórnarinnar og breyting orðið á henni. — Júpíter í 9. húsi. Fjárhagsörðugleikar eru sýnilegir og útgjöld aukast. — Mars í 6. húsi. Eldur gæti komið upp i herskipi og útgjöld til herþjónustu aukast að mun. — Neptún í 8. húsi. Dánartilfellum fjölgar og geð- veiki mun áberandi. ÍSLAND. — (Nýja tunglið 14. sept. er i 7. búsi hér á landi, en Satúrn og Plútó eru sterkastir í liúsi þessu og bendir afstaða þessi á áframhald- andi örðugleika í utanríkismálum. Afstaða þessi er fremur einhæf og bendir á að ráðendurnir eigi örð- ugra með að ráða við viðfangsefn- in heldur en ef pláneturnar væru við austursjóndeildarhrig. 5. hús. — Sólin er í húsi þessu. Leikhúsa- og skemmtanastarfsemi mun áberandi og hafa fremur sterka afstöðu. Satúrn er einnig í húsi þessu og mun eitthvað tefja og draga úr framkvæmdum. En af- staða Venusar og Mars mun styrlcja hin góðu áhrif. Þetta ætti að styrkja fræðslustarfsemi barna. 1. hús. — Úran er i húsi þessu. Bendir á óskir til breytinga og lagfæringa, en andstaða gæti birst frá verkamönnum, sem þó er frem- ur Væg. 2. hús. — Tungl ræður húsi þessu. Hefir slæmar afstöður. Bankastarf- scmin er ekki undir heppilegum á- hrifum. Mjög mikil óvissa mun ríkja í fjárhagsmálunum. 3. hús. — Mars er í húsi þessu. Örðugleikar ýmsir í samgöngumál- um, eldur gæti komið upp i flutn- ingatækjum, sprengingar gætu átt sér stað og slys. Kostnaður við rekstur samgángna gæti hækkað. 4. hús. — Sól ræður húsi þessu. Ætti að boða betri aðstöðu bænda og stjórnarinnar, jafnvel,' þó að siæm afstaða sé frá Úran i 1. húsi, e nbendir á ónægju nokkra með- al almennings. 6. hús. — Venus, Neplún, Mcrkúr og Júpíter eru í húsi þessu. Hafa yfirleitt slæmar afstöður og bendir á örðugléika meðal verkamanna. Undirróður gæti átt sér stað meðal þeirra. Er útlitið mjög vafasamt. 7. hús. — Satúrn ræður liúsi þessu. Hefir eingöngu slæmar af- stöður. örðuglcikar miklir eru sýni- legir í utanrikisviðskiptum og þjón- Framhald á bls. Í4.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.