Fálkinn


Fálkinn - 12.09.1947, Blaðsíða 8

Fálkinn - 12.09.1947, Blaðsíða 8
8 F Á L K I N N Fred Gipson: Morðið á melónuekrunni Eg trúði naumast mínum eig- in eyrum laugardagskvöldið, sem Skrappe Doss kom þjót- andi inn í prentsmiðju Mason Heralds, til þess að segja frá því að gamli Tazz Bolton hefði komið til bæjarins með fulla kerru af vatnsmeíónum. Mel- ónur þroskuðust venjulega ekki fyrr en í júlí, en nú var ekki komið meira en fram í miðjan júní. Gami Tazz hafði haft lag á því að halda þessu leyndu. Skrappe var jafn gamall og ég, eða ellefu ára. Hann var prúður og feiminn þegar liann talaði við fullorðna menn og var af því vel séður þeirra á meðal. Þessvegna tókst honum að þefa upp nálega helminginn af öllum þeim fréttum, sem pabbi hirti vikulega í Herald. Eg fleygði frá mér letrinu, sem ég var að hreinsa og þaut út til þess að sjá melónurnar með mínum eigin augum. Jú, þetta var alveg satt. Gamli Tazz hafði bundið múldýrin sín við við grindurnar úti fyrir búðar- holunni lians McDougalls. Við Skrappe læddumst nær, og vatnið kom fram i munn- inn á okkur. Þvílíkt og annað eins! hugsuðum við. Áður hafði það verið venja, þegar melón- urnar hans gamla Tazz voru að verða fulþroskaðar, að hanji hirtist í bænum með lang- lileypta haglabyssu undir hend- inni til þess að gefa væntan- legum melónuþjófum alðvör- un. — En um leið var það vísbending til mín, Skrappe og Lode Turner, að nú væri mel- ónuekran lians gamla Tazz hæfilega þroskuð til þess að ræna hana. Brátt kom Lode á vettvang. Hann var tólf ára gamaJI, freknóttur strákur með skyrt- una upp úr buxunum. Hann tók sér stöðu njá okkur Skrappe Enginn okkar mælti orð. Þeg- ar Skrappe þoldi ekki lengur mátið læddist hann alveg að vagninum. „Herra Bolton“, sagði hann. „Ef bara ein einasta dettur af vagninum, megum við þá horða liana?“ Og hann benti með höfuðhneigingum á okkur Lode. „Viljið þið snauta burtu!“ hrópaði gamli Tazz. „Þið liaf- ið stolið af melónunum mín- um á liverju einasla ári. Eg sá ykkur á akrinum seinast í gærkveldi. Bíðið þið bara þang- að til ég næ í byssuna mína, þá skal ég skjóta svo stórt gat á ykkur að hundur geti h'laup- ið í gegnum það!“ Við biðum ekki. En við heyrð um hvernig fólkið hló og liróp- aði á eftir okkur um leið og við þutum fyrir hornið og föld- um okkur í vagnskýlinu hans gamla Jante, þar sem við mátt- um líða allar kvalir þess manns sem liafður er fyrir rangri sök. Annars var það nú engin lygi, að við liefðum nælt i mel- ónur á ekru kamla karljálks- ins. En liér í Mason og ná- grenni litu menn svipað á mel- ónur og vatnið, sem menn drukku, og loftið, sem menn önduðu að sér. — Litu á þær sem gjafir Guðs, sem öllum væri lieimilt að njóta. Góðir nágrannar átu melónur liver af annars ekru án þess að hiðja um leyfi. Menn sáu ekki held- ur eftir því þó rnelóna slæddisl ofan í ókunnugan ferðalang. Slíkt var ekki liægt að kalla þjófnað. En blóðugasta óréttlætið var þó að okkur skyldi vera gefið að sök að við hefðum stolið melónum af ekru gamla Tazz kvöldið áður. Það var haknag og lygi, sem gal látið hárin rísa á höfði okkar. Okkur nafði ekki einu sinni grunað að hann ætti eina einustu mel- ónu,' sem byrjuð væri að roðna kringum kjarnann. Skrappe hugsaði mjög fast þangað til hann sagði: „Eg hefi fengið góða liugmynd“. Jörðin hans gamla Tazz var liálfan annan kílómeter frá borginni, og það var enginn venjulegur lautartúr að drasl- ast með liræðuna okkar alla leið þangað þetta sama kvöld. Heyið sótti alltaf á að detta niður úr buxnaskálmunum á henni, og við urðum hvað eftir annað að stansa og lagfæra það. Máninn átti að koma upp eftir einn klukkutíma eða svo, en áður en að það yrði þurft- um við að liafa komið hræð- unni okkar á sinn slað. Við klifruðum upp á grjót- garðinn umhverfis ekruna, þar sem liann var lengst frá íbúð- arhúsinu hans Tazz gamla, og skimuðum heim til lians. Gult lampaljós skein þar bak við rúðurnar. „Þey!“ hvíslaði Skrappe. „Annars vaknar gamla tíkin hans“. Við rehndum okkur inn af garðinum og óðum inn á milli gróskuríkra melónuteinung- anna, sem nú voru orðnir dögg- votir og svalir viðkomu fyrir fætur okkar. Skrappe hvíslaði að Lode: Finndu eina sem er vel þroskuð handa okkur til að borða á meðan við híðum“. í dagsbirlu er enginn galdur að sjá hvort melóna er fnll- þroskuð. Það sést á visnu grip- þráðunum eða á þvi, að snúa lienni við og athuga hvort hún er farin að gulna á maganum. En það þarf næma lieyrn til þess að finna ])að í nætur- myrkrinu hvort melóna er þrosk- uð, þegar ekkert er við aft styðjast annað en hljóðið sem kemur þegar bankað er á liana. Lode hafði næmasta melónu- eyrað hér í liéraðinu. Við komum gervimanninum fyrir á hæð í miðjum akrin- um, og létum hann standa þar álútan, svo að þannig liti út, sem liann væri að beygja sig niður til þess að taka upp melónu. Að því loknu skriðum við til baka yfir steingerðið. Lode kallaði á okkur lágum rómi, við gengum á liljóðið og földum okkur i kjarrhrúski þarna nálægt. „Eg var ekki alveg öruggur um þá fyrstu, svo ég tók aðrar tvær til varn“, sagði liann. Við settumst á hækjur okk- ar og Skrappe tók stærslu melónuna og sló blómsturend- anum á lienni við jörðina. Melónan klofnaði i sundur eins og hún hefði verið skor- in með hníf. Skrappe var lirein- asti snillingur að skipta mel- ónu. Við tróðum liinni safaríku melónu upp í munninn á okk- ur svo að vökvinn úr henni streymdi niður hökuna á okk- ur, rann niður handleggina og draup af olnbogunum ofan á I Leiðtogar Indlands og Pakistan. — Indversku stjórnmála- mennirnir hafa tekið vel hoði bresícu stjórnarinnar um skipt- ingu ríkisins, þótt óróa gæti nokkuð meðal fólksins. Hér sjást þeir saman Pandit Nehru (t. v.), leiðtogi Kongress- ftokksins og Ali Jinnah, foringi Múhameðssinna, sem nú er æðsti maður Pakistan.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.