Fálkinn


Fálkinn - 12.09.1947, Blaðsíða 11

Fálkinn - 12.09.1947, Blaðsíða 11
F Á L K I N N 11 Á UIVDRA8LÓÐIIM Leikararabb Fuglar notaðir sem lampar. — Fram um síðustu aldamót voru fuglar notaðir sem lampar á Shetlandseyjum. — Ibúarnir veiddu mikið af fýlungum, sem eru lýsisríkir fuglar, stungu kveik niður um gogginn, festii þá á leirklump og notuðu þá svo sem týrur. Gáfu týrur þess- ar góða birtu Hér sjást tveir slíkir undragripir. í Texas byggja menn hús yfir leðurblökur. — Þessi einkenni- lega turnbygging er lworki viti né vængjalaus vindmylla. Þetta er leðurblökubústaður, gerður af mannahöndum. Ekki er það heldur dýraverndunarfélag eða nein h jartagæskustofnun, sem hefir reist leðurblökunum þenn an samastað. Byggingin er gerð til þess að hafa gagn af skepn- unum, en ekki til þess að hjálpa þeim. Leðurblökur eru nefnilega sólgnar í „mosldtó“- flugur og þessvegna prýðilegur meindýraeyðir, þar nem slíkur ófögnuður gerir óskunda, í Texas hafa menn líka fært sér þessa flugnagræðgi leðurblak- anna í nyt og reist mörg slík hús sem þetta, er hér birtist mynd af. Á daginn sofa leður- blökurnar þar, en stunda veið- ar á næturnar. Stærsta höggmynd í heimi. — Þjóðarminnismerkið á Rush- more fjalli í Black Hills i Am- eríku er stærsta höggmynd, sem gerð hefir verið. Minnismerkið er samsett af 4 risastórum höfuðmyndum af forsetunum Washington, Jefferson, Theo- dore Roosevelt og Lincoln. Þau eru höggvin í klettavegg fjalls- ins. Myndhöggvarinn Gulzon Borglum, sem er danskur i föðurætt hafði umsjón með verkinu. Hér á myndinni sést hluti af höfði Washington Tveir steinhöggvarar og Borglum aft- astur eru á leið upp eftir hinu tröllaukna nefi. Menn halda að listaverk þetta geti staðið um þúsundir ára, án þess að vind- ur eða regn grandi því. Illa þokkað kvikindi — en skaðlaust Köngurlóartegund nokkur, sem kölluð er tarantúla“ (kennd við borgina Taranto á Ítalíu), er einhver sú skepna, sem Evrópu- búar hræðast mest, þótt stór geti hún varla talist. Það er almennt álitið að bit hennar valdi flogaveild, dansæði o. fl. En þessi evrópíska „tarantúla“ er alveg skaðlaus samt. Frænka hennar í hitabeltislöndunum, á- þekk útlits, er aftur á móti mikill vágestur, hvar sem hún sést, og betra að forðast hana. Slifrley Teinple sem nú er 19 ára gömul, er nú bráðum búin að vera 2 ár í bjóna- bandi, því að 19. september 1945 giftist liún John George Agar, iið- þjáfa í ameríska hernum. Þegar giftingin spurðist meðal kvikmynda- húsgesta, urðu allir sem steini lostn- ir, svo hissa voru þeir, þvi að fyr- ir stuttu liöfðu þeir dáðst að henni sem indælli lítilli stúlku, sem lék barnahlutverk svo dæmalaust vel. En í sannleika sagt hafði Shirley lagt alla leikstarfsemi á hilluna i 4—5 ár. Hún hætti að leika 12 ára gömul og byrjaði ekki aftur fyrr en sama árið og hún giftist — eða 17 ára. Þá spratt hún upp á ný og var öllum kvikmyndaunnendum mjög kærkomin. Eftir að hafa leik- ið í myndinni „Since ijou went awaij“ („Þeir, sem heima bíða“), sem sýnd var hér í Tjarnarbíó og myndinni „Kiss and Tell“ var hún hún aftur á alira vörum. Þá kvis- aðist það einnig, að það hefði ver- ið hún, sem kom fram í útvarps- dagskránni hjá Eudy Vallee, án þess að nafns hennar væri getið. En ein- mitt meðan piltarnir í Hollywood voru að fara í biðilsbuxurnar vegna Shirley „ekki lengur litlu“, þá barst sú fregn út, að hún væri gift. Það var þá ekki um annað að gera fyrir þá en fara úr þeim aftur, þvi að Shirley var þeim alveg töpuð, og eftir því sem allar likur benda til eftir tveggja ára hjónaband, þá er engin von fyrir þá, þvi að hún og liðþjálfinn hennar, sem nú er ekki lengur í hernum, lifa í einhve'ju hamingjusamasta hjónabandi í Holly- wood. Og við skulum vona fyrir þeirra hönd, að svo verði áfram. Lanreen Bacall hin nýja stjarna, sem er arftaki Gretu Garbo í Hollywood, því að hún er henni áþekk í mörgu og af- ar sérkennilcg, hefir að undanförnu verið ein mest umtalaða leikkonan í Hollywood. Hún er fædd í New York, l(i. september 1924, hefir græn augu og Ijóst hár. Áður en hún fór að leika var hún „model“-stúlka, og reykingar eru hennar líf og yndi, þannig að án vindlinga getur hún tæplega lifað lengi. Eins og kunn- ugt er jókst umtalið um hana um allan helming, þegar hún giftist Iliimphrey Bogart — eða Bogey — eins og hann er kallaður. Þau eru bæði sömu liörkutólin i öllum sín- um myndum, enda er það í sam- ræmi við raúnverulegan „character" þeirra. Þau eru bæði dularfull, en þá lika hrein og bein, svo að sum- um finnst það jafnvel um of. Þegar þau giftu sig var mjög fátt Mynd þessi er tekin á rann- sóknarstofu í Suður-Ameríku. Einn vísindamaðurinn er ekki hræddari en svo við hina evróp- ísku „tarantúlu“ að hann lofar henni að spóka sig á sloppnum. fólk viðstatt, enda var það ósk beggja en meðal gestanna var rithöfundur- inn frægi, Louis Bromfield, besti vinur Bogarts. Siðustu myndir Laur- een Bacall eru „To Have and Have not“ eftir samnefndri sögu Heming- ways, „Confidential Agent“, þar sem liún leikur á móti Charles Boyer, og' svo „Big Sleep“, þar sem liún leik- ur á móti Bogart. Nýjasta myndin er svo „Tomorrow is another day“, þar sem þau hjónin leika saman enn einu sinni. Uppáhalds-„hobby“ nokkra leikara. Bud Abbot: Segja brandara. Joan Blondell: Spila á pianó. Humplirey Bogart: Tefla skák. Laureen Bacall: Reykja.. Lew Ayres: Hlusta á „músik“ Talluah Bankhead: Leika. Ralpli Bellamy: Hugsa um búgarð- inn sinn. Ingrid Bergman: Tilbreyting í lilut- verkum. Barbara Britton: Mála. James Cagney: Riða á hestum. James Cardwell: Sitja á yeitinga- liúsum. Rod Cameron: Hugsa um dóttur sína. Charles Boyer: Vera á skíðum. Noah Beery, jr.: Horfa á hunda. Lucille Balí: Fljúga. William Bendix: Spila á grammófón. Jean Pierre Aumont: Synda. Jess Barker: Leika „baseball“. Lynn Bari: Borða súkkulaði. Nils Asther: Vera einn. Eddie Albert: Lesa bækur. 'Icaiiiic Crain Það er sagt um hina ungu ,stjörnu‘, Jeanne Crain, að hjá henni sam- einist það, sem prýddi og prýðir Marlene Dietricli, Clara Bow og Lana Turner, auk þess sem liún keppir við Ann Sheridan með „oompli", en það orð er notað um þau áhrif, sem karlmennirnir verða fyrir, þegar þeir sjá stúlkur eins og Ann Sheridan og nokkrar aðrar. Jeanne Crain er líka eftirsóttasta stúlkan í Hollywood nú á dögum. Errol Flynn gengur með grasið í skónum á eftir henni, en ]>að er nú varla ný bóla af hans hendi, enda segist hann lifa fyrir ævintýri. John Huston gefur Oliviu de Havilland fri kvöld og kvöld vegna Jeanne, og Cary Cooper biður hana oft um stefnumót, enda þótt slíkt sé ólikt lionum. Jafnvel harðgiftir menn, eins og Dana Andrews og Alan Ladd taka djúpt ofan fyrir henni, þegar þeir mæta henni, og liöfuðin snúast í liálfhring á hálsunum, svo að þeir geti séð „sætustu“ stúlkuna í Holly- wood. Jeanne er fædd i nágrenni Los Angeles. Faðir hennar var kennari og hafði stundað nám í Frakklandi og þessvegna fékk Jeanne fljótt ást á frönskunni, sem hún dáir mjög. Hugmyndin var hjá henni að gefa Framh. á bls. Vi.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.