Fálkinn


Fálkinn - 12.09.1947, Blaðsíða 10

Fálkinn - 12.09.1947, Blaðsíða 10
10 FÁLKINN VNGSftf LLS&NbURNIR Allt þarf að auglýsa Það er engin tilviljun, að við rekumst oft á greinar um einkalíf kvikmyndadísanna í blöðunum, þvi að þær hafa nefnilega i þjónustu sinni menn, sem gera ekki annað en að sjá um að þú og ég fái að vita, að þessi og þessi gangi uin með leóparða í bandi, eða að þessi hafi eignast son. Allt þetta miðar að því að festa nafn viðkomandi persónu í minni fjöldans og gera þær frægar og umtalaðar. Hérna er dæmi um livað sniðug- ur auglýsandi getur gert: Ameríkönsk söngkona, sem hafði að vísu ágæta rödd, var á söngför, en fékk hvergi nema hálft hús - og þaðan af minna. Auglýsinga- stjóri liennar var í öngum sínum útaf þessu, og einn daginn tók hann söngkonuna undir arminn og labbaði með hana út í bæinn. „Það er ekkert við röddina að athuga, en við þurfum demanta,'“ sagði hann. „Eg hefi enga peninga fyrir dem- öntum,“ sagi söngkonan, en hann brosti og þau fóru inn til skart- gripasala, þar keypti hann stórt Á viðkomustað í Norðfirði i Noregi kom bóndi einn um borð í strandferðaskipið, tröllslegur og iét illa. Undir eins og skipið lét frá bryggjunni kom á hann berserks- gangur og liann öskraði ferlega og veifaði brennivínsflösku. En það var ekki brennivinið eitt, sem trnfl- aði skapsmuni bóndans heldur tann- pína. Loks fór hann til timbur- mannsins og fékk iéða hjá honum demanta-djásn. Það var ekki ekta, liann borgaði nokkra dollara fyrir það, og svo lét hann búa til vandað stálskrín með mörgum lásum til að geyma djásnið í. Og síðau fór.i þau i næstu borg. Þegar á gistihúsið kom bað liann forstjórann að koma, sýndi honum stálkassann með djásninu „Það er 90.000 dollara virði,“ hvíslaði liann að honum, og bað um að geyma skrínið í hólfi gistihússins. Gisti- hússtjórinn þorði ekki að taka á sig ábyrgðina af því, að geyma þetta, og þessvegna voru tveir leyni- lögreglumenn fengnir til að hahla vörð um skrínið. Orðrómurinn flaug um borgina, og húsfyllir varð á liljómleikunum, fólk vildi sjá djásnið. Vitanlega uppgötvaði fólk- ið um leið, að konan söng vel. beygitöng og hvarf síðan inn í náðhúsið. Eftir skamma stund kom hann út aftur, sigri lirósandi, með tönnina milli fingranna. En honum varð skammgóður vermir að þessj, því að tannpínan kom aftur, og nú komst liann að raun um, að hann hafði dregið úr sér skakkan jaxl. Iiann fór nýja ferð á náðhúsið og nú varð rétta tönnin fyrir valiriu. ***** Heldiiröu ekki að viö séum komn- ir fullhátt? Óánægður meö verjandann. í ÚLFAKREPPU Vilii og Tóti voru á leið heim til foreldra sinna og sleðinn þeirra var haðinn dýrum loðfeldum. Þetta var fyrsta veiðiferðin, sem þeir fóru upp á eigin spýtur og nú hlökkuðu þeir til að færa móður sinni böggul með lireysikattarskinn- um. Eiginlega höfðu þeir ætlað að ná í þessi slcinn fyrr og gefa henni þau í jólagjöf, en það var ekki að fást um það. Hundarnir voru kvikir í spori, og Villi og Tóti þrömmuðu áfram á þrúgunum. Rökkrið lagðist yfir hjarnbreið- urnar í Alaska. Villi og Tóti höfðu ekki tekið sér náttstað ennþá, en hundarnir voru farnir að þreytast. Þeir voru líka soltnir. En bræðurn- ir liöfðu nýlega séð spor eftir marga úlfa og nagaðan hrygg úr hirti, sem stóð upp úr snjónum og gaf þeim til kynna að úlfarnir væru hungraðir. Það varð því að velja tjaldstaðinn með varkárni, því að það var. annað en gaman að verða fyrir árás úlfanna að næturlægi og því livöttu þeir nú liundana eftir bestu getu. Loks afréðu þeir að taka sér náttstað. Þeir gáfu hundunum að éta, kveiktu bál og fóru að taka til nestis síns og hita kaffi. „Eg held að við ættum að liggja undir sleð- anum i nótt,“ sagði Tóti, „þá hlaupa hundarnir að minnsta kosti ekki burt með skinn.“ „Mér sýnist þeir nú ekki vera þesslegir að hlaupa mikið,“ svaraði Villi og benti á Óttar, forustuhundinn, sem hafði skriðið svo nærri bálinu, að það kom sviðalykt af lubbanum á hon- um. Óttar mændi út yfir hjarnið, og við og við reistu hinir hund- arnir hausinn líka og horfðu í sömu átt. Allt í einu fitjaði Óttar upp á trýnið og fór að urra. „Hvað skyldi hann hafa séð?“ sagði Tóti og starði út í dimma vetrarnóttina, en bræð- urna grunaði bóða hvað það væri, sem hundarnir liefðu fengið veður af. Úti í mýrkrinu voru úlfarnir að safnast saman og góndu nú á tjald- staðinn og eldinn. Hundarnir höfðu veður af því, sem maðurinn gat ekki séð. En ef þeir áttu að geta lialdið áfram ferðinni daginn eftir urðu þcir að fá hvíld, og nú skriðu bræðurnir í svefnpokana sina við bálið og hundarnir hringuðu sig kringum þá Framhald í næsta blaöi.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.