Fálkinn


Fálkinn - 12.09.1947, Blaðsíða 9

Fálkinn - 12.09.1947, Blaðsíða 9
F Á L K I N N 9 berar tærnar á okkur. Það er hin eina rétta aðferð við að borða melónu, ef menn vilja njóta hennar til fulls. Efra hornið á mána, sem var á stærð við vagnhjól læddist nú upp f-yrir hæðardrag að baki okkar. Þegar hann var kominn nógu liátt á loft lædd- umst við út úr kjarrinu og gægðumst yfir steingerðið. Hræðan okkar leit sannarlega út einn og lifandi maður í tunglsljósinu. Ennþá logaði ljós í gluggan- um lijá gamla Tazz. „Látum okkur hafa liann út úr gren- inu!“ sagði Skrappe Eg byrjaði að urra og gelta eins og þvottabirnir væru að rífast. Svarta tíkin hans gamla Tazz gelti liátt og þaut af stað út á melónuekruna. Augnabliki síðan kom gamli Tazz sjálfur fram á leiksviðið. „Snautið þið slrax burtu úr melónuakrinum mínum, þjóf- arnir ykkar!“ gólaði hann. „Annars skal ég kenna ykkur ofurlítið aðra lexiu..... Eg skal skjóta svo stórt gat á ykk- ur að hægt sé að siga heilum liundi í gegnum það!“ Hann stökk inn á milli mel- ónanna sem glömpuðu i máng- skininu. „Hypjið ykkur í l)urt!“ hróp- aði hann og sveiflaði gömlu langhleyptu haglabyssunni sinni. Þegar ég segist skjóta þá meina ég það!“ Melónuþjófurinn Iireyfði sig ekki. En gamli Tazz staðnæmd- ist snögglega og lyfti byssunni. Mér fannst jörðin nötra við þegar hann hleypti skotinu úr byssunni. Skotið hitti heybrók- ina okkar beint i kviðinn og hún valt á hliðina og lá þar síðan kyrr! Mér fannst kaldur straumur renna niður hrygginn á mér. Ef þetta liefði verið einhver okkar? Gamli Tazz starði á fórnar- lamb sitt. „Almáttugur Guð og faðir frelsi mig og fyrirgefi!“ hrópaði hann, sneri við og hljóp eins og brjálaður heim að húsi sínu. „Gamli húskinn týnir buxun- um af hræðslu“, sagði Skrappe. Skömmu síðar lieyrðum við hófadyn heiman frá bænum lians gamla Tazz. Hann var að fara til bæjarins. Ta'])i'i klukkustund síðar kom han naftur til baka og bafði þá með sér Gibbs dómara og Grandberry gamla lækni. Dómarinn og læknirinn hröð- uðu sér þvert yfir melónuak- urínn og Tazz gamli læddist á éftir þeim. „Hann liggur þarna uppi á liæðinni“, sagði Tazz og tenn- urnar glömruðu í munninum á lionum. „Þetta var ekki vilj- andi g'ert, dómari, það get ég svarið. Eg varð bara svo öskr- andi reiður að ég skaut hann niður áður en ég hafði hugmynd um það sjálfur!“ Læknirinn rumdi, en dóm- arinn mælti ekki orð. „Hvað getið þér gert við mig, dómari? Eg fullvissa yður um að þetta var ekkert annað en slys“. Gamli Tazz var ekki mik- ill fyrir sér núna. Hann var alveg skíthræddur. „Ef þú hefir skotið hann Tazz, sleppur þú ekki svo auð- veldlega lrá því“, sagði Gibbs dómari. „Hér um slóðir er ekki talin nein ástæða til þess að skjóta menn fyrir melónu- þjófnað!“ „Já, en maður verður þó í fjandans nafni að verja sínar löglegu eignir!“ gólaði gamli maðurinn. Nú voru þeir komnir alla leið að binni myrtu heybrúðu. Tazz gamli hélt sig álengdar. Dóinarinn og læknirinn lutu niður til þess að velta líkinu við. En þá risu þeir báðir upp og litu livor á annan. Lækn- irinn reigði höfuðið aftur á bak og drynjandi lilátur hans hlýtur að liafa heyrst alla leið inn lil bæjarins. Gibbs dóm- ari hleypti sér í hnút og rugg- aði fram og aftur. Gamli Tazz glápti á þá eins og þeir væru tveir vitfirringar Svo nálgaðist hann þá gæti- lega og beygði sig til þess að horfa á líkið. „Almáttugur guð og faðir frelsi mig og varðveiti!“ livein í honum. Hann greip heybrók- ina okkar, lyfti henni hátt upp í loftið og fleygði henni svo frá sér. Síðan barði hann með knýttum hnefum í loftið. „Eg liefi verið hafður að fífli! Bara að ég vissi hvaða þrjótur hér á í hlut, þá skyldi ég skjóta svo stórt gat á hann að hundur gæti hoppað í gegnum það!“ „Bíddu þangað til Harmon Higlitower er búinn að þefa þessa sögu uppi“, orgaði lækn- irinn. „Hann skrifar lieila fram síðugrein um þetta í Herald!“ Þetta hitti mark. Gamli Tazz stirnaði alveg og stóð með annan krepptan lmefann réttan upp í loftið. Svo slaknaði á honum og hendin féll máttvana niður. „Læknir“, sagði hann biðj- andi. „Þér getið ekki verið þekktur fyrir þetta gagnvart mér. Harmon mundi skopast svo að mér að ég neyddist til þess að flýja liéraðið! En ég er of gamall til þess að byrja að nýju í ókunnum stað. Eg skal greiða yður fyrir ferðina liingað. Og ég skal láta jafna þær sakir við dómarann“. Honum lá við gráti þegar hann loks hafði fengið loforð læknisins og dómarans um að Þegja. Þegar þeir voru farnir velt- um við strákarnir okkur í faðmlögum á jörðinni og ætluð- um að kafna af hlátri. Næsta laugardag, þegar gamli Tazz kom til bæjarins með vagnlilass af melónum, vorum við Lode og Skrappe fyrstu viðskiptamenn lians. „Eg vil gjarnan kaupa eina melónu, herra Bolton“, sagði Skrappe. „Lofaðu mér að sjá pening- ana þína fyrst“, urraði gamli Tazz. Skrappe sýndi honum 25 cent og gamli Tazz fór að bisa við að ná melónu úr kerrunni. „Það er líklega elcki blóð á henni?“ sagði Skrappe spyrj- andi. Gamli Tazz snerist um sjálf- an sig eins og við hefðum stungið liann með liníf. „Blóð!“ hvein í lionum. „Hvað meinið þið?“ Hárin í alskegginu í hon- um risu eins og burstir á reið- um gelti. „Þegar byrjað er á því að skjóta menn á akrinum verður ekki hjá því komist að blóð drjúpi á eitthvað af melónun- um“, sagði Skrappe. „Og við höfum ekki lyst á ])ví að borða * blóðugar melónur!“ Gamli Tazz varð fjólublár í framan. Aldrei hefi ég séð nokkurn mann stara jafn villt- um, mér liggur við að segja vitfirrtum augum. „Bölvaður Grandberry lækn ir“ urraði hann. „Eg bjóst alltaf við að hann myndi kjafta frá“. „Enginn hefir kjaflað frá“, sagði Skrappe. „Ekki ennþá ti Gamli Tazz gapti. Hann starði á Skrappe. Sneri sér við og glápti á mig og Lode, og svo var eins og stóra vanga- skeggið á honum visnaði. „Það er gott, drengir, það er gott“, tautaði hann. „Taktu bara melónu, en hafðu aurana þína sjálfur. Komið þið bara út á akurinn minn þegar lykkur langar til“. Við fundum til þess að við böfðum sigrað meðan við át- um melónuna, og við nutum hennar vel. En næsta kvöld þegar við fórum ránsferð út á melónu- ekruna hans Tazz gamla sökn- uðum við einlivers. Melónurnar lians voru nú ekkert betri á bragðið en annarra, — þær höfðu glatað hinum fyrri ang- ansætleik. Kennarinn (við tvær telpur, sem nýkomnar voru í skólann): „Þið hljótið að vera tviburar." „Nei, herra kennari,“ sögðu þær. „Hve gamlar eruð þið?“ spurði hann. „Níu ára.“ sagði önnur. „Og þú? spurði kennarinn liina. „Níu ára,“ svaraði hún. „Vissi ég ekki, þá eruð þið tví- burar.“ „Nei, við erum ekki tvíburar. Við erum afgangur af þríburum.“ <<■<■«■<■<■<■«<<<«««««<«<<<<««'<■««-<-<-«««<«««« Krupp fyrir rétti. — Sá þekktasti af ið'juhöld.umim 12, sem eru fyrir rétti í Niirnberg, er Alfred Krupp von Bohlen und Halbach. Er nann ásamt hinum sakaður um hjálp við nasista. Á myndinni sést Krupp (sitjaidi t. v.) í samræðu við amer- ískan liðsforingja. Við hlið hans er einn af forstjórum Krupps- verksmiðjanna, Ewald Loeser. > > > >>>->-> >

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.