Fálkinn


Fálkinn - 12.09.1947, Blaðsíða 12

Fálkinn - 12.09.1947, Blaðsíða 12
12 FÁLKINN Kathleen O’Bey: Augu blinda „Hver ]>essi kona, „Lilly“ er, er nú hin mikla gáta, en það virðisi vera mjög sennileg ályktun, að hún liafi lokkað hinn myrta þarna í tómu íhúðina. Lögreglan óskar ekki á þessu stigi málsins að gefa ítarlegri upplýsingar, en inun leggja sig alla fram um að grafast fyrir þetta hrylli- lega mál — Skrúfið þér fyrir útvarpið, tók Kart- er fram í. Það var aðeins þetta, sem maður hafði áhuga fyrir að lieyra. Lilly fannst líkast því að sig' liefði dreymt þetta allt. Það gat ekki verið satt. . . . Hún hafði ekki skrifað Hollters eitt einasta orð, en hinsvegar efaðist hún ekki um, að þetta væri rétt hermt. Og þá var einhver á bak við, sem reyndi að fella gruninn á hana. . á því gat ekki nokkur vafi leikið. En hver gat haft ánægju af að gera það? Hún skildi það ekki! Lilly hrökk við þegar Sveinn Karter á- varpaði hana aftur. — Hafið þér drepið liann? sagði hann alvarlegur. Hún leit forviða á hann. Hún spratt upp og rak upp lágt vein. Hún var alveg frá sér, og æddi fram og aftur gólfið, eins og liún liefði engan frið. — Nei, nei, nei ég hefi ekki gert það, eg hefi ekki gert það! Svo nam hún allt í einu staðar. Hina gamli grunur liennar vaknaði á ný. — Eg gæti spurt yður hins sama, herra Karter, hélt hún áfram og hafði nú enga stjórn á sér. Þér komuð þarna upp, ein- mitt á sama augnabliki. Þér getið hafa ver- ið kominn þangað áður, og falið yður þeg- ar þér heyrðuð mig koma. .. . hvernig stóð á því að þér komuð? Já, liversvegna komuð þér þangað.... ekki liefi ég sagt yður að ég ætlaði þangað.... Eitl augnablik virtist liann verða for- viða, en svo fór liann að skellihlæja. — Að við komum þangað upp. . . . það voru mjög eðlilegar ástæður til þess, sagði hann. Við Samo vorum fyrr búnir en ég hafði húisl við, og þessvegna afréðum við að aka til skrifstofu Mulbergs og híða yðar við dyrnar. En þegar við komum á horn- ið sá Samo yður. Hann sá yður beygja inn i Sortegade, og ég sagði honum að aka á eftir yður til þess að bjóða yður inn í vagninn. En áður en .við náðum yður fóruð þér inn í 116, og þegar við komum þangað voruð þér horfin. Þessvegna borgaði ég bif- reiðina og við Samo fórum inn i húsið til að leila að yður. Við sáum opnar dyr á III hæð og fórum inn. Svona var það, og það er ofur einfalt. í huganum varð liún að viðurkenna að liann hefði rétt fyrir sér. Þetta var allt ofur eðlilegt, og — nei, hann gat aldrei liafa framið svona glæp. Nei, hún vildi ekki liugsa meira um þetta, en livað nú? Og hver? Karter stóð upp úr stólnum og settist á skrifborðsbrúnina og dinglaði fótunum. — Ungfrú Tarl! sagði liann og liló lágt. Hann tók um axlir hennar háðum höndum og hristi hana ofux-lítið. — Eg trúi yður, sagði hann hlítt, — ég trúi yður út i æsar. Þér hafið ekki framið þennan svívirðilega glæp. Nei, segið ekki neitt, þess þarf alls ekki, því að ég trúi yður. Hún liorfði inn i dökku grænu gleraug- un og óskaði af öllu lijarta að liún mætti sem snöggvast horfast í augu við liann, en það gat hún ekki, og mundi víst aldrei fá að gera það. Hjarta hennar barðist hratt og fast, hún fann til óumræðilegrar löngunar til að vefja örmunum um háls honum og þrýsta sér að honum. Hver blóðdropi í henni hvislaði í titr- andi viðkvæmni: — Eg elska þig------ég elska þig! En það kom ekki nokkurt hljóð yfir varir liennar, og engin lxreyfing sýndi livernig henni var innanbrjósts, liún stóð aðeins grafkyrr — og fannst yndislegt að vita af sterkum höndum hans livila á öxlum hennar. — Mér þykir sárt að geta ekki séð yður, sagði hann hægt, og lá við að hann væri hátíðlegur. — Því að ég lield að þér séuð ljómandi falleg ...... Hún ætlaði að slíta sig af honum, en hann sleppti lienni ekki, lieldur tók fastari tökum á henni. — Nú roðnið þér, sagði hann og hló ertnislega. Hún fann það sjálf. Hún fann að blóðið spratt fram í kinnarnar. Hann liló ertnislega. — Jú, það gerið þér. Eg sé það ekki að vísu, en ég þekki yður þegar nógu vel til að vita að þér gerið það. Nei, þér eruð ekki reið, jafnvel þó að þér látist vera það, liélt hann áfram, eins og hann væri að tala við lítið harn. Hún ætlaði aftur að slíta sig af honum, en hann bara hló. — Það er leitt að ég skuli ekki geta séð hve falleg þér eruð, sagði hann. Roðinn i kinnunum fer yður svo vel .... Eða — eruð þér reið við mig? Hún svaraði ekki, vissi ekki hverju hún átti að svara. Nei, hún var ekki reið við hann — þverl á móti .... á þessu augna- bliki var hún fullkomlega sæl. Aðeins þétta, að vera nærri honum og finna sterkar hendur hans hvíla á sér, varð til þess að sæla fór um hana alla. — Þér svarið ekki, hélt hann áfram, lík- ast og í gælutón. — Nei, þér eruð þá tekki reið mér ....... Hann dró hana fast að sér. Eitt stutt augnablilc var hún í faðmi lians, og svo fann hún að varir þeirra mættust. Framhaldssaga 11. — mannsins En á næsta augnabliki hrinti hann henni frá sér hranalega. Hann sneri sér frá henni og settist aftur á skrifborðsstólinn. Lilly stóð hreyfingarlaus á gólfinu. Hjarta hennar barðist ákaft. Þessi stutta, hrottalega hrifning gerði liana reiða. — Eg hélt að þér væruð maður .... Hann þaggaði niður í lienni með ofur- lítilli bendingu. Þetta var rangt af mér, ungfrú Tarl, sagði hann rólega, en röddin var hásari en liún átti að sér, eins og hann væri í mildum hugaræsingi. Gleymið þessu aftur — ef þér óskið þess. Eg notaði mér rétt hins sterkara — það var ljótt af mér, en ég viðurkenni það og bið yður að fyrirgefa mér. Þetta var augnabliks .... jæja, við skulum ekki tala meira um það. Hafið þér fyrirgefið mér? — Yitanlega! — Bara að ég gæti séð augun í yður, sagði liann líkt og hann væri undrandi. Henni þótti vænt um að hann gat það ekki, því að ef hann hefði getað lesið i þeim, þá liefði hann séð ástina, sem hún reyndi ennþá að afneita, en sem hún vissi að varð sterkari og sterkari. Hún skildi það ekki sjálf, skildi ekki að ástin gæti komið svona, snögglega og und- irbúningslaust. .... Hún þekkti hann alls ekki ennþá, og þó .... nei, þetta gat ekki verið ást, reyndi hún að segja við sjálfa sig, en þó vissi hun samstundis, að það var ást. Svo heyrði hún rödd hans aftur, létt hjalandi, en þó alvarlega: — Sjáið þér eftir að þér komuð liingað? Hún þagði augnablik en svo svaraði hún rólega: — Nei! Undir þessnm kringumstæðum létti þeim báðum þegar Samo kom inn og sagði að maturinn væri tilbúinn. Lilly geklc til Karters, eins og ekkert hefði skeð, liann lagði liendina á öxlina á henni, og þau fóru saman inn i horðstof- una. Þau töluðu ekki mikið saman yfir borð- um, fyrst og fremst af þvi að Samo var viðstaddur, en þegar þau sátu yfir kaffinu og Samo hafði boðið góða nótt og var far- inn inn í vinnnfólkshúsið, þar sem liann svaf ásamt hinu heimafólkinu, hófst sam- talið aftur. Það var hann, senx byrjaði á því, með því að segja: — Ungfrú Tarl, ég hefi mikilsvert mál, sein ég þarf að trúa yður fyrir, já, ég treysti yður — og eftir alll þetta sem skeð hefir, ætti ég kannske að segja yður meira en það, sem eiginlega er að gerast hér. Hún horfði forvitin á liann, en sagði ekkert. Svo liélt hann áfram: — Eins og ég liefi sagt yður var fjár- haldsmaður minn, sem allir kölluðu „De- mantskónginn", talsverður sérvitringur.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.