Fálkinn


Fálkinn - 12.12.1947, Blaðsíða 6

Fálkinn - 12.12.1947, Blaðsíða 6
6 FÁLKINN Myndaframhaldssaga eftlr Haptein Marryat: Börnin í Nýjaskógi Nú dreíf fólk að. Osvald skipulagSi röS til þess aS handlanga fötur til Edvards, sem stóS í stiganum, og eftir nokkra baráttu gegn eldinum varS hann slökktur. — Þá fyrst kom skógarvöröurinn þjótandi aS. Hann ruddist tryllinglega að stigan- um og hugðist bjarga dóttur sinni út um gluggann. Urðu menn að lialda honum, svo óður var hann. Hughægra varð honum þó, þegar hægt var að skýra honum frá ])ví, að dóttir lians væri á öruggum stað. Þegar hættan var liðin, fékk Ed- vard tima t:l að hugsa örlítið um sjálfan sig. Hann hafði brennst nokkuð, og nú kom Osvald með bindi og smyrsl til að gera að sár- unum. — Er skógarvörðurinn hafði jafnað sig, vildi hann ólmur fá að vita, hver væri bjargvættur dóttur lians. Edvard heið þó ekki eftir því, að hann hlyti þakkir skógarvarðar- ins. Hann lagði á hestinn og þeysti af staS heimleiðis. — Humphrey tók á móti honum, dapur í bragði. Hann hafði sorgarfréttir að færa. Jakob gamli var alvarlega veikur, og systkinin höfðu safnast um beð hans. Allir vissu, hvert stefndi. Jakob þakkaði börnunum samver- una, og innan stundar var hann liðinn nár. Það varð hryggð og söknuður í litla skógarvarðarkofanum. Börnin vissu að þau höfðu misst mikið. Jakob hafði verið þeim sem besti faðir. — Jakob liafði borið fram þá ósk, áður en hann dó, að hann yrði grafinn undir stórri eik, rétt hjá kofanum. Þar var hann líka jarð- aður. Þegar vora tók var leiðið skreytt blómuni. Börnin vöndu komur sín- ar til þess. ÞaS var kirkja þeirra. Dag einn kom Oswald i heim- sókn. Spurði hann þá andlát Jakobs, en færði sjálfur þá i'rétt, að Crom- well hefði látið lífláta Iíarl kon- ung fyrsta. Þegar hann heyrði, að Edvard ætlaði í bæinn til þess að selja kjöt, bauðst hann til að koma með og koma honum í kynni við veitinga- manninn, sem var vanur að kaupa af Jakob. Er þeir síðar gengu um í bæn- um og gerðu innkaup, rákust þeir á sverð eitt hjá vopnasala, sem full- yrt var, að Beverly ofursti liefði átt. Bar það nafn hans, svo að ekki var um að villast. Edvard þótti gott að geta fengið sverð þetta til minn- ingar um föður sinn. -----oOo----- Ur töfralieimi náttúrnnnar Krummi á staurnum Eins og kunnugt er beita ýmis dýr og fuglar fyrir sig svonefndum varn- arlitum til þess að leynast i'yrir ó- vinum sínum. Eðlilega eru það eink- um litil dýr og fuglar, sem eru lítils megandi og geta ekki varist voldugum fjendum öðru vísi en að leynast í lengstu lög eða flýja. Einn þeirra fugla, sem lengst hefir náð í þessari list, er nátthrafn einn, sem á heima i Suður-Ameríku. Allar nátthrafnategundir hafa varnar- eða felulit, bæði ungar og fullorðnir, jafn- vel eggin líka. Nátthrafninn, sem á heima í Evrópu hefir þann sið að þrýsta sér þétt að trjágreininni, sem hann situr á, en hann er flekkótur mjög og likist trjá- greininni ákaflega. En áðurnefndur nátthrafn í Suður- Amerilui er enn snjallari. Hann gerir sér hreiður á girðdngarstaur, brotnum trjástofni eða þ. u. I. Á þessum ólík- lega stað situr fuglinn síðan á eggj- um sínuin allan liðlangan daginn og það er ótrúlega erfitt að koma auga á hann. Fyrst og fremst er liann grá- leitur og líkist því, sem hann situr á, en auk þess temur hann sér þann skringilega sið að sitja teinréttur, með hausinn beint upp í loftið svo að þann- ig lítur út að hann sé hluti af staurn- um eða trénu. Ef einhver nálgast hann, snýr hann sér til á þann hátt, að varla er hægt að sjá það, og með þessum hætti getur hann stöðugt snú- ið sér að þeim, sem er að koma. — Þegar ungarnir eru orðnir of stórir til þess að vera i hreiðrinu, taka þeir upp samskonar stellingar, sitja stíf- ir og beinir allan daginn uns þeir læra flugið. Það er ekki einungis litur nátt- hrafnsins sjálfs, sem líkist mjög trjá- grein, heldur líka eggin Iians. Það getur verið mjög erfitt að greina þau frá trjágreininni eða staurnum, sem hreiður er á. Ýmsir aðrir fuglar hafa þann sið, þegar hætta er á ferðum, að sperra hausinn upp og stinga stélinu niður, svo að þeir likist greinarhluta eðá tréstubb, — eða þá reyrstöngum og og sefi, ef þeir eru vaðfuglar. Þessir sömu fuglar hafa þá líka þann sið að snúa sér til laumulega, svo að þeir Iiorfa jafnan á þann eða það, sem nálg- ast. SÝKNAÐUR í BANAKLEFANUM. Walter Rowlands situr í banaklef- anum (fangaklefa, sem fólk er setl í eftir að ]>að hefir verið dæmt til dauða) og bíður. En nú bíSur hann ekki framar þeirra stundar að hann verði leiddur að gálganum heldur eftir því, að fangadyrnar verði opn- aðar fyrir honum. Rowlands var dæmdur til dauða fyrir að hafa myrt stúlku, sem hét Olive Balcmin. En skömmu síðar undirskrifaði fangi í Liverpool yfirlýsingu þess efnis að hann væri sekur um morð- ið. Þessi maður er mjög líkur Row- lands í sjón og hefir sama vaxtarlag. Nú er ekki annað eftir en að rétt- urinn ónýti dauðadóminn yfir Row- lands.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.