Fálkinn


Fálkinn - 12.12.1947, Blaðsíða 4

Fálkinn - 12.12.1947, Blaðsíða 4
4 F Á L Ii I N N ÞAÐ VAR 9. júlí í sumar, sem sú tilkynning barst frá Buckingham Palace að konungshjónin lýstu yfir trúlof- un Elisabetar dóttur sinnar og Philips lautinants af Mountbatten. Þá hafði þegar verið skrafað um þennan ráðahag, og hún var ekki nema 13 ára þegar byrjað var að tala um hver verða skyldi mað- ur hinnar tilvonandi Bretadrottn- ingar, sem átti að feta í fótspor hinnar frægu nöfnu sinnar frá 16. öld og hinnar þaulsætnu lang- ömmu sinnar, Victoríu. En þó að Elisabet gamla væri kona, sem þjóðin var stolt af, vildi fólk þó ekki láta þessa Elisabetu verða meykong eins og þá gömlu. Og það er langt siðan það fór að kvisast, að Elisabeth vildi engan mann eiga nema Philip frænda ginn. Þau hafa þekkst síðan þau voru börn, og alltaf verið trún- aðarvinir. Svo að hér var það ástin sem réð, en ekki stjórnmál- in. Það er sagt að faðir hennar hafi samþykkt ráðahaginn daginn sem hún varð 21. árs, í febrúar í vet- ur sem leið, en þá var hún í ferða- lagi í Suður-Afríku ásamt foreldr- um sínum. Hún fékk með öðrum orðum mannsefnið í afmælisgjöf. HVER ER HANN? „All the nice girls love the landi og Danmörku. Og tveim- ur dögum áður en hann giftist gerði konungurinn hann að her- toga af Edinborg. Hann kom í þennan heim suður á Korfu árið 1921, og var faðir hans Andreas Grikkjaprins Ge- orgsson, bróðir Konstantíns kon- ungs, en sonarsonur Kristjáns IX. Þessi gamli „faðir Evrópu“ er því langafi Philips en hann er líka langa-langafi Elísabetar. En Vict- oria drottning er langa-langamma þeirra beggja. Andreas prins varð að flýja land er Philip var í reifum og settist að í Frakklandi, en Philip komst til ömmu sinnar í Englandi. Hún var ekkja eftir þýska furstann Louis von Battenberg, sem gerð- ist enskur ríkisborgari og varð First Sealord Breta. Afkomendur hans tóku sér nafnið Mountbatten. Hinn víðfrægi Louis Mountbatten, landstjóri Indlands og síðasti varakonungur, er föðurbróðir Philips hertoga. Philip fékk hermennsku-uppeldi og tók þátt í stríðinu og var m. a. í landgönguliðinu á Italíu 1943, en ekki sótti hann um breskan ríkisborgararétt fyrr en í lok stríðsins, en fékk hann í febrúar í ár. Um leið afsalaði hann sér prinstitlum sínum og öllum rétt- indum í Grikklandi, svo að þang- að til um það leyti sem hann gift- Þeöar drottnim^arefmí sailor“ stendur i visunni, sem raul- uð var í gamla stríðinu. Það ger- ir Elisabet líka, því að maðurinn hennar er liðsforingi í sjóliðinu. En svo er hann líka prins af Grikk- ist var hann réttur og sléttur „Philip Mountbatten liðsforingi“. 820 ÁR SlÐAN SÍÐAST. Þetta er í annað skipti í sögu Bagshot höllin, sennilegur frrhtíffarbústaðiir Elisabetar og Philips. 20. NÓVEMBER FÖGNUÐU BRETAR VIÐBURÐI, SEM EKKI HEFIR GERST 1 SÖGU ÞEIRRA 1 820 ÁR, ER ELISABET RlKIS- ARFI GIFTIST PHILIP FRÆNDA SlNUM, HERTOGA AF EDIN- BORG, OG ÞÓ AÐ TILKYNNT VÆRI FYRIRFRAM, AÐ BRÚÐ- KAUPIÐ ÆTTI AÐ VERA SEM VIÐHAFNARMINNST, VARÐ ÞAÐ ÞÓ EINN AF MESTU HÁTlÐISDÖGUM ÞJÓÐARINNAR, SEM GLEYMDI ÖLLUM SlNUM VANDRÆÐUM OG ERFIÐLEIKUM ÞÁ STUNDINA. i____________________________________________________ Englands sem ríkiserfingi, sem er kona, gengur í heilagt hjónaband. Hítt skiptið var árið 1127, er Maud, dóttir Hinriks I. giftist. —• En það eru ekki nema 100 ár síð- an Victoria giftist Albert prins, mun einhver segja. En þar var sá munur á, að Victoria var orðin drottning þegar hún giftist, en Maud og Elísabet ekki. En samt liggur nær að gera samanburð á þessu brúðkaupi ogbrúðkaupi Vic- toriu. Eins og þá, var núna gerð sérstök breyting á rítúalinu, nfl. að þar sem brúðurin lofaði að vera manni sínum undirgefin, þá var það tekið fram, að undirgefn- in nái til brúðinnar sem konu, en ekki sem drottningar. „Sem drottning mun ég ríkja, en sem kona heiti ég undirgefni." En Elisabet er ekki orðin drottning enn og er undirgefin föður sínum sem þegn og dóttir og manni sín- um sem kona. Viðvíkjandi erfðaréttinum er svo fyrir mælt í enskum lögum, að rómversk-kaþólskt fólk fái ekki erfðarétt og ekki heldur með- limir kirkjufélaga, sem eigi hafa samvinnu við ensku kirkjuna. — Philip er skírður í grísk-kaþólskri trú, en sú kirkja hefir haft sam- vinnu við England og hann hefir alist upp við ensk trúarbrögð, svo að væntanlegir erfingjar þeirra hjónanna verða arfbornir. Verði þau barnlaus stendur Margaret Rose, systir Elísabetar, næst til ríkiserfða. BRÚÐKAUPIÐ. Almenningur kunni því illa, að

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.