Fálkinn


Fálkinn - 12.12.1947, Blaðsíða 8

Fálkinn - 12.12.1947, Blaðsíða 8
8 FÁLKINN Ulla Isaksson: »En Barrabas var ræningi« Sama daginn sem páskalamb- i'ð skyldi borið á borð á heimil- um Gyðingánna fyrir nærri tvö þúsund árum. lá maður sofandi í fangelsi Antoniavirkisins í Jerúsalem. Hann lá á bakið, höfuðið hallaðist aftur og munn urinn var liálfopinn. Það glitti í tennurnar bak við svart skegg ið, skikkjan liafði aflagast á lionum í svefninum, svo að sá í bert brjóstið, sem var þrek- Jegt. Það var enginn vandi að sjá, að þetta var áflogaliundur og dlræðismaðm, sem þarna lá á fangelsisgólfinu. Andlilið var afmyndað af djúpum örum, berir fæturnir útsteyptir í sár- um, og drættirnir kringum munn inn harðir og illmannlegir. Jafn- vel þó að liann svæfi og væri allur máttlaus þá liafði maður Jæyg af honum. Það var ómögu- legt að horfa á þessar risa- vöxnu hendur með særðum hnúunum og loðnum fingrun- unum án þess að manni dytti í hug járnklær, og þegar mað- ur leit á lierðarnar á lionuni, breiðar eins og hlöðudyr, var líkast því að maður lieyrði brot- hljóð í timbri, þvi að annað var óbugsandi en að ])essi mað- ur bryti hverja lmrð í mél, með ekki meiri erfiðismunum en kona brýtur kvist á hné sér, þegar hún er að kveikja upp eld. Það var komið langt fram á dag. Sólin var hátt á lofti yfir olíuviðarfjallinu, og i bænum var ys og þys undir hátíðina. Það heyrðist hófadynur undir hvelfingum horgarliliðanna, kaupmenn hrópuðu um varning sinn og við og við heyrðust ein- kennileg skerandi hljóð gegn- um kliðinn. Það var eins og ])að kæmi frá þúsundum l)ai’ka og fyllti loftið. En ekkert þessara hljóða virt- ist trufla manninn sem svaf. Hann lá þarna kyrr og ósnort- inn í öllum þessum bávaða og gauragangi, en þegar dró niður i kliðnum gat það komið fyrir að liann settist upp og kreppti hnefana og starði út í loftið. Það var eins og einhver dularfull máttarvöld lékju sér að honum. I draumnum var hann langt burt frá Jerúsalem. Hann sat í lmipri uppi á búsþaki heima hjá sér — tíu ára drengur, berfætt- ur og skjálfandi í morgunkuld- anum. IJann bafði augun á hús- lmrð dálitlu neðar í götunni, og hann var svo lafhræddur við að missa af þvi að sjá þegar brandinum yrði skotið frá að innanverðu og hurðinni lokið upp, að bann sat grafkyrr og hafði ekki augun af dyrunum eina sekúndu. Þelta var snenima dags. Skýin voru enn rauð eftir sólarupp- rásina en vindurinn var kom- inn á suðvestan og hann var hræddur um að rigningin mundi ónýta áformin hans. Litlu þakflötu húsin í Nasar- et voru enn kyrr og hljóð eftir nóttina, en hann hafði ekki setið lengi þegar dyrnar fóru að opnast og' mannsraddir beyrðust gjalla í morgunkyrrð- inni. Konur skunduðu hjá með vatnsker sín á höfðinu, vín- garðsmennirnir héldu til vinnu sinnar, og i liúsagarðinum skammt frá ldaðaði leikera- smiðurinn upp vörum sínum til sölu. Hjarta hans skalf af eftir- væntingu og nú fékk liann á- kafan hjartslátt. Dyrnar á hús- inu þarna niður frá voru opn- ar upp á gátt. Kona kom út með vatnsker og maður á eftir. Áður en þau voru horfin fyrir hornið kom drengur fram í gætlina. Hann var berhöfðaður og berfæltur og veifaði ilskónum í annarri hendinni. Ilann horfði brosandi á fugl, sem var að leika sér yfir höfðinu á honum. Barrabas varð nauðugur vilj- ugur að Iilæja líka, en drætt- irnir kringum munninn á hon- um líktust fremur glotti. Og naumast hafði liinn drengur- inn beygt sig til þess að smeygja ilskónum á fætur sér, fyrr en bann vatt sér ofan af þakinu og livarf upp í götuna. Hann bljóp liratt og var að vörmu spori kominn út fyrir bæinn. Þar hitti bann kunningj- ana. Þeir voru þar i einum bnapp bak við steingarðinn, sem þeir böfðu hlaðið daginn áður. IJjartað í lionum hopp- aði af kæti yfir því að leikur- inn var byrjaður. Hann veif- aði báðum höndum yfir höfði sér og hrópaði lil þeirra: — Hann kemur! Hann kem- ur! En áður en hann var kominn alla leið til þeirra, hafði hann tekið eftir þvi, að eitthvað var öðruvísi en það átti að vera. Þeir stóðu þarna svo kærulaus- ir, störðu ofan í jörðina og reyndu að skríða í skjól — liver að annars balci. Ilann var dálítið vonsvikinn þegar hann stóð þarna og ltorfði á andlitin á strákunum, sem þarna voru saman kontn- ir. Hann hnvklaði augnabrún- irnar eins og hann hafði séð fullorðna fólkið gera, þegar eitt- hvað var að fara illa. Reiði og hræðsla fór um hann í senn, en hann reyndi að gera röddina svo napra og hæðandi sem honum var unnt, þegar ltann skarst í leikinn. — Jæja, Jakob ætlar að fara að veiða smáfugla, og Mattbe- us á að fara að fara að sitja yfir og Jóhannes ætlar að fara að tína blóni . . . . ? Hann leit fyrirfitlega á örva- boga eins drengsins, staf ann- ars og tómar liendur þess þriðja. Svo bætti ltann við: — Hvar eru vopn okkar ræn- ingjar? Hann stappaði fótunum en breyfði sig eklci úr stað. Svo gekk hann að hornsteininum á garðhleðslunni, stakk liendinni inn í rifu á garðinum og dró fram grófböggin bareflin. — Þú munt ekki bafa gleymt því sem okkur kom saman um í gær Daníel? sagði hann og stakk einu bareflinu í höndina á þeim drengnum, sem næst stóð. Þú munt ekki ætla að svíkja loforð þitt, Jósep, hélt hann áfram. Sá fyrsti sem nálg- ast virkið okkar verður tekinn og bundinn........ Ilann reyndi mcð öllu móti að blása að kolunum frá í gær bjá drengjunum, en þeir tóku nauðugir við bareflum sínum, sumir sveifluðu þeim í lofiinu, en flestir stóðu grafkyrrir og héldu um þau. Barrabas leit ósjálfrátt nið- ureftir. Þreif til þeirra sem næstir stóðu og neyddi þá með sér bak við „virkisgarðinn“, og með því að hvessa augun og hreyfa sig dólgslega gaf hann hinum merki um að gera það sama. Nú kom drengur gangandi upp eflir. Sá sami sem fyrir skömmu hafði staðið i dyrunum hjá sér með ilskóna í liendinni og horft hlæjandi á fuglinn, sem flögr- aði yfir honum. Hann nam staðar spölkorn frá þeim. Var þetta fugl sem tísti? Yngsta dóttir Júliönu Hollandsprinsessu og Bernhards prins var sMrÖ í Dómkirkjunni í Utrecht. Hlaut hún nafnið Marijke Forth. Wilhelmina drottning sést hér koma til Dómkirkjunnar til þess að vera viðstödd sktrnarathöfnina.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.