Fálkinn


Fálkinn - 12.12.1947, Blaðsíða 14

Fálkinn - 12.12.1947, Blaðsíða 14
14 FÁLKINN I ! i Hefi ávallt fjölbreytt útval af allskonar tækif ær isg j öfum Ennfremur ýmsar góðar og þarflegar jólagjafir Gottsveinn Oddsson ^ ii úrsmiður Laugavegi 10, gengið inn frá Bergstaðastræti. i Fjöreggið mitt eftir Bett/ Macdonaid ,Skemmtilegasta bók ársins4 »»* liefir véri'ð viðkvæðið um þessa bók hjá ritdómurum og les- endum, hvar sem hún hefir verið gefin út. Sænskir gagnrýn- cndur jafna höfundi liennar við Woodhouse og Mark Twain fyrir fyndni og stílgáfu. Hér segir frá ungum kvenstúdent, sem giftist snögglega þrit- ugum manni, nýkomnum úr stríðsþjónustu. Hún er af ráð- . settu fólki í aðra ættina, en spilagosa í hina, og hefir erft lúndarlag beggja. Ungu hjónin kaupa sér eyðibýli í afskekktri fjallasveit og setja á stofn bænsnabú, því að maðurinn vill vera sjálfs sín húsbóndi. Og nú hefst baráttan fyrir lífinu. Nátt- úran er í senn gjöful og harðbýl, sólbjört og dauðadöpur, hænsnin heimsk og kröfuhörð, nágrannarnir kostulegir og nærgöngulir, bóndinn harðstjóri í aðra röndina, en indæll í hina Þarna á Betty litla að berjast fyrir gæfu sinni og tilveru — fjÖregginu sínu. Og gæfan er öll undir því komin, að hæn- urnar fái sitt — og verpi vel. Starfslánið er fjöregg tilverunnar. Þetta er uppistaða sögunnar. En i bana er ofið svo titrikum og meinfyndnum atvikum og ævintýrum liins daglega lífs, að sagan verður jöfnum höndum sprenghlægileg Og alvarleg. Höf- undurinn kann þá list, að Segja hispurslaust frá án þess að glata virðingu sinni. Þetta er SKEMMTISAGA í orðsins bestu merkingu. Snælandsútgáfan

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.