Fálkinn


Fálkinn - 12.12.1947, Blaðsíða 3

Fálkinn - 12.12.1947, Blaðsíða 3
FÁLKINN 3 Fyrsta bókin um Heklugosið Komin er í bókabúðir fyrsta bókin um Heklugosíð. Titill bókarinnar er „Heklugosið 1947“, og skrifar Guð- mundur Einarsson frá Miðdal annan aðalkafla bókarinn- ar, en liinn Guðnmndur Kjartanssoji, jarðfrséðingur. Auk þess er bókin prýdd fjölda mynda. Fyrri kaflinn er frásögn um Heklugosið, og skrifar Guðmundur Einarsson frá Miðdal kafla þann. Dvaldist Guðmundur austur við eldstöðvarnar marga daga sam- fleytt í byrjun gossins, auk ])ess sem hann hefir farið þangað með stuttu millibili i allt sumar. — Guðinundur Kjartarisson, jarðfræðingur, skrifar síðari kaflann, og fjallar hann um sögu Heklugosa frá öndverðu. Eins og kunnugt er, hefir Guðmundur helgað sig rannsóknum á Heklu og er manna fróðastur um sögu liennar. Guðjón Ó. Guðjónsson annast útgáfu bókarinnar með aðstoð Rangæingafélagsins. Væntanleg'ur ágóði af bók- inni rennur í sjóð til styrktar þeim, sem hart urðu úti á öskufallssvæðinu. 40 ára ríkisstjórnarafmæli Gustavs V. Svíakonungs Mánudaginn 8. desember var mik- ið um dýrðir í Stokkhólmi. Þá voru liðin 40 ár frá þvi, að Gustav V. tók við konungstign í Svíþjóð. Var mikil og almenn þátttaka í hátíða- höidunum, og' báru þau ljósan vott um virðingu l)á og vinsældir, sem hinn níræði öldungur á að fagna meðal landa sinna. Gustav V. er fæddur 10. júní 1858, og verður hann því 90 ára gamall á næsta sumri. Rétt nafn hans er Oscar Gustav Adolf. Eor- eldrar hans voru Oscar II. og Sofia af Nassau. Hann var hcrtogi af Varmlandi, uns hann varð konungur árið 1907, og krónprins Svíþjóðar og Noregs frá 18. september 1872 fram til ársins 1907. Hann lauk stúd- entsprófi 18 ára gamall og stundaði siðan framhaldsnám í Uppsölum og Osló. Upp frá því fór hann svo að taka virkan þátt í störfum og skipulagrtingu hersins og var ætíð mikill áliugamaður um framfarir meðal þjóðarinnar. — Þegar liann kom til valda 8. desember 1907, tók liann sér kjörorðið: „Með fólkinu, fyrir fósturjörðina". Gustav V. giftist Viktoriu prins- essu af .Baden 20. sept. 1881. Hún var þá 19 ára gömul. Viktoría dó í Rómaborg árið 1930 eftir lang- varandi vanheilsu. Gustav V. og Viktoríu varð þriggja barna auðið. Þau cru: Gustav Adolf krónprins, f. 1882, Vilhelm, hertogi af Söder- manland, f. 1884, Erik, liertogi af 'Vastmanland, f. 1889 — d. 1918. Magnús Slmonarson, hréppstjóri i Grimsey og kona hans, frú Sigyerö- nr fíjarnadóttir, áttu 25 ára hjnskaparafmœli þann 29. nóv. s.l.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.