Fálkinn


Fálkinn - 12.12.1947, Blaðsíða 15

Fálkinn - 12.12.1947, Blaðsíða 15
FÁLKINN 15 BÆKUR sem aldrei missa gildi sitt og þess- vegna er vert að velja til minjagjafa Sonur gullsmiðsins á Bessastöðum. Húsfreyjan á Bessastöðum. í þessum bréfum eru prentuð hin sígildu bréf bús- freyjunnar og margt annarra bréfa er snerta liinn ævintýrakennda og óráðna æskuferil Gríms Tliom- sen. Sjálfsævisaga sira Þorsteins Péturssonar á Staðarbakka. 18. aldar sjálfsævisaga áður óprentuð, bliðstæð hinum klassisku ævisögum Jóns Indíafara og séra Jóns Steingrímssonar. Minningar Guðrúnar Börgfjörð. Alveg óvenjulega skemmtileg frásögn reykvískrar konu, er rekur ævi sína og störf og lýsir Reykja- víkurlífinu í fyrri daga eins og það kom kvenþjóð- inni fyrir sjónir. I bókinni er getið mikils fjölda hinna eldri Reykvíkinga. Fornir dansar. Þetta eru liin gömlu íslensku danskvæði, sem þeir Grundtvig og Jón Sigurðsson gáfu áður út, en Olafur Briem sá um þessa útgáfu. — Dansarnir eru sérstæður og skcmmtilegur þáttur íslenskra bókmennta. — Bókin er með teikningum Jóhanns Briem, sem blotið bafa einslaka viðurkenningu jafnt alþýðu manna, sem listgagnrýnenda. Þetta cr ein fegursta bókin. Vísnabókin. Bók barnanna. Vísurnar valdi ijrófessor Símon Jóh. Ágústsson. Teikningar eftir Halldór Pétursson. Athöfn og uppeldi eftir dr. Matthías Jónasson. Þessi bók er nauðsynjabók fvrir alla foreldra og X uppalendur. ♦ í djörfum leik eftir Þorstein Jósepsson. f Frásagni r al' íþróttamönnum samtímans og afrek- x um þeirra. X Þeir fundu lönd og leiðir eftir Loft Guðmundsson. ♦ Þættir úr sögu hafkönnunar og landaleita og frá- ♦ sagnir af sægörpum. ♦ Illaðbúð | >♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Tilkynning frá Hitaveitu Reykjavíkur Bæjarráð hefir samþykkt bann við allri notkun heita vatnsins frá Reykjum að næturlagi frá kl. 11 e. h. til kl. 7 að morgni. Á sama tíma er einnig bannað sírennsli á köldu vatni. Jafnframt var ákveðið að viðurlög við broti gegn banni þessu skyldu vera: Við fyrsta brot, lokun fyrir heita vatnið til hússins eða kerfisis í einn sólarhring, en itrekað brot lokun í 7 sólarhringa. Hitaveita Reykjavíkur Býr íslenskt þjóðfélag engu foetur að þegnum sínun nú en fyrir sjötíu árum? Dagur er liðinn Ævisaga Guðlaugs frá Rauðbarðaholti skrásett af Indriða Indriðasyni. Eru skilyrði einstaklingsins lil að njóta afkasta handa sinna engu betri en fyrir 70 árum, þrátt fyrir verklegar framfarir og aukinn þjóðarauð? Áður en þér svarið þessum spurningum, þá lesið DAGUR ER LIÐINN, söguna um manninn, sem ólst upp á sveit fyrir sjötíu árum, skilaði fullu og fjölbreyttu dagsverki og dó á sveit, þegar því var lokið. Dagsverk Guðlaugs frá Rauðbarðaholti var dagsverk venjulegs Islendings, eins og það gerðist við sjó og i sveit. Hér eru ógleymanlegir kaflar um Skúla Thoroddsen, Hannes Hafstein, Jón Laxdal tónsk., Gísla Johnsen, þættir af Álfi Magnússyni og Sólon í Slunkaríki, og þá gleymir enginn lýsingunni á Sesselju í Rauðbarðaholti, stórlátu en fátæku lnisfreyjunni, sem á ekkert að gefa sveitardrengnum í veganesti, nema blessun sína. Saga Guðlaugs er skráð af frábærri nákvæmni og vand- virkni og ekkert undan dregið. Þess vegna er hún sönn og blátt áfram lýsing á íslensku þjóðlífi. Húsfreyjan í Norðurhlíð er komin i leitirnar Steingerður Ný skáldsaga eftir Elinborgu Lárusdóttur, Þeir fjölmörgu lesendur, sem nutu sögunnar um Símon í Norðurhlið, hugsjónamanninn, sem villtist á vett- vangi dagsins inn í riki draumóra og óminnis, munu fagna þessari sögu um bina stoltu og viljaföstu bús- freyju i Norðurblíð. Steingerður tekur upp hanskann fyrir bónda sinn og hefnir hans á þann eina hált sem göfugri konu sæmir með því að láta drauma hans ræt- ast. Með óbilandi dugnaði og hörku tekur hún upp bar- áttuna fyrir lífi sínu og sonar síns, Matta litla. Og henni tekst að skapa lionum þau lífsskilyrði sem föður Iians dreymdi um og eignast „moldina, sem hún gengur á“. Steingerður er sterk kona, róleg og köld að ytra útliti, en heit og fórnfús í huga. Það gleymir enginn þessari einbeittu, raunsæu konu, sem þrátt fyrir fátækt og einstæðingsskap megnar að gera bina ótrúlegustu drauma að veruleika. Menn gefa Norðra-bækurnar í jólagjöf og tryggja þannig vinum sínum þjóðleg- ustu, skemmtilegustu og gagnvönduðustu bækurnar. Norðra-bækurnar eru glæsilegustu jólagjafirnar í ár. ►♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦❖♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ »

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.