Fálkinn


Fálkinn - 12.12.1947, Blaðsíða 12

Fálkinn - 12.12.1947, Blaðsíða 12
12 FÁLKINN SKÁLDSAGA EFTIR DARWIN OG HILDEGARD TEILHET___ 6 Tveggja herra þjónn að á honum og fullyrti að áhættan væri engin, fór Mazarákt að prútta, eins og kramari með skraut sitt, og hann lét meira að segja ertast og varð reiður. Loks urðu þeir sammála um verðið. Samningurinn var gerður. Herra -Mazarákt lagði frá sér tækið. Nú var hann orðinn einn aftur og áfjáða röddin horfin og hann fór nú að hugleiða nánar hvað það eiginlega væri, sem hann liefði tekist á hendur. Eftir að liafa full- vissað sig um að hurðin að lierberginu var læst og tjöldin vandlega dregin fjrrir lok- aða gluggana, opnaði hann stóra ferðakoff- ortið sitt, en i því voru flöskur með sýnis- hornum af grískum víntegundum, sem voru í öskjum úr tyrkneskum pappa og með skrautprentuðum miðum með sterkum lit- um og gylltu letri — prentuðum í Argen- tínu. Hann tók upp nokkrar flöskurnar. Síðan náði hann í eina pappaöskjuna og opnaði hana. Tók upp úr lienni sívalning úr ó- fægðum málmi sem líktist messing. Sí- valningurinn var álíka breiður og þumal- fingurinn á honum, en um það bil þrisvar sinum lengri Nú svitnaði hann og fór að skjálfa. Ilann lagði öskjurnar og allar flösk urnar á sinn stað aftur og settist á stólinn við rúmið. Svo tók liann hólkinn í vinstri hönd. Annar endinn var lokaður með eins- konar fjöður, sem var svipuð nælifestu á sjálfhlekungi. Hann skrúfaði lokið af end- anum á hólkinum. Úr vestisvasa sínum tók hann 7.63 Maus- erskothylki. Deigur blýoddurinn var með fjórum skorum. Svo að hann skyldi rífa enn betur það, sem hann hitti. Mazarákt var ljóst að liann hefði naumast tíma og í flaustrinu missti hann skothylkið á gólf- ið. Hann kipptist allur við. Hann tók and- ann á lofti og blés svo upp og niður af mæði, eins og viðvaningur sem tekur þátt í íþróttasamkeppni. Hann var orðinn of gamall til svona verka. Hann hafði svo mikla reynslu að hann átti að geta dæmt um þelta betur en nokkur annar, og i þetta skipti hefði hann átt að neita. Ilann og frú Mazarákt áttu dýrindis hústað skammt frá Bordeaux, og liann átti ávaxtagarð og nóg af peningum í bæði norður- og suðúr-ameríkönskum seðlum bæði fyrir sig og konuna um alla ókomna ævi, og peningarnir voru á vísum stað. En þetta nægði samt elcki, ef svo kynni að l'ara að dóttir hans yrði einhverntíma við- urkennd mikil söngkona Góðir söngkenn- arar eru dýrir. Og það er annar kostn- ur við þetta lika. Hún yrði að umgangast áhrifafólk, sem hjálpaði henni áfram — frægt og ríkt fólk. Herra Mazarákt þurrlcaði sér um fing- urna á vasaklút úr dýrasta silki. Svo tók hann upp skothylkið. Nú tókst honum að koma því fyrir þar sem það átti að vera í hólkinum. Svo skrúfaði hann lokið á aftur. Næsta atriði þurfti itrustu nákvæmni. Það var svitalykt í herberginu. Þetta var eins og að setja upp gildru, en sá einn munurinn að ábættan var miklu meiri en að fá högg á fingurna ef gildran lokaðist of fljótt. Þegar liann losaði um fjöðrina mundi oddmjó nál pressast að skotbylkinu og valda því að það springi, alveg eins óg i hlaupinu á skammbyssu. Það komu krampateygjur í varirnar á Mazarákt. Hann stundi. Hann liélt vinstri þumalfingri á fjöðrinni og spennti hana upp án þess að nokkurt óhapp yrði. Svo tók hann þumalfingurinn frá. Þetta var í lagi. Nú var hólkurinn öruggur þangað til kom- ið yrði við fjöðrina. Hann stakk hólkinum í vasann, stóð upp og setti aftur á sig ull- artrefilinn. Hann langaði til að fá sér vænt staup af brennivíni áður en hann legði af stað, en vissi að það mundi ekki stoða neitt. Nú var það ekki neitt sem stoðaði. Hann gat engu treyst nema sjálfum sér. Hann lét stóra flókaliattinn slúta, tók brúnu regnlilífina og fór út. Fyrir utan gistihúsið nam hann staðar sem snöggvast. En — þetta skyldi verða í siðasta sinn, því liét liann sjálfum sér. Hann var ekki orðinn of gamall til að gera þetta aðeins einu sinni enn. Og þegar það væri gert, mundi aldrei þörf á að gera það oftar. Nú mundi hann eignast alla þá peninga sem hann þyrfti til þes að tryggja framtíð dóttur sinnar í sönglistinni, allt sem þyrfti handa dýru söngkennurunum og fyrir fallegu fötunum og búa liana þannig úr garði að hún kæmist í talfæri við áhrifa- fólkið í París. Já, hann mundi ef til vill hafa efni á að auka fimmtíu til sextíu trjám við aldingarðinn sinn og að gera múrinn kringum liúsið, sem hann langaði svo til að hafa. Og svo ætlaði hann að kaupa háls- festi handa konunni sinni, jafnvel með demanti í. Eins og sjá má var herra Mazarákt eink- ar heimiliskær. Að frátöldum nokkrum sér- gáfum, sem liann notaði sér við og við, með fullri aðgæslu og dugnaði fagmannsins, var hann ekki mikið frábrugðinn mönnum, sem komnir eru á þann aldur að þeir fara að hugsa um að draga sig i hlé og njóta ell- innar í þægilegu liúsi og návist heittelsk- aðrar húsfreyju og efnilegrar dóttur. III. Netið mikla. Cally gat ekki annað en dáðst að Yalerie Morlaix, frænku Pauls. Hún beitti öllum sinum samkvæmishæfileikum til þess að bjarga kvöldinu við. Hún lét sem bún tæki ekkert eftir því að þrir af liinum fimm gestum hennar voru alveg eins og drumbar. Ilún notaði Alice liina gulljarphærðu og Ameríkumanninn Brock sem milliliði til þess að halda samræðunum uppi. Hún sagði skemmtilegar stuttar sögur af viðburð- unum í Toulouse á hernámsárunum. Brock hló tröllslega að hverri sögu og Alice að- stoðaði hann með lævirkjahlátri sínum. Og þegar Deevers sveitarforingi fór af sjálfs- dáðum að tala um refaveiðar fannst Cally kraftaverk hafa skeð. Valerie Morlaix var dóttir bjúgnagerðar- manns frá Elsass og var tvígift, en enginn vissi neitt um fyrri mann hennar annað en það, að hann hafði látið henni eftir kynstur af peningum þegar hann dó, árið 1910. Svo giftist liún föðurbróður Pauls og gerðist at- hafnamikil í samkvæmislífi liinnar gömlu borgar Toulouse. Og nú var seinni maður liennar líka dauður. Mikil kunnátta og peningar höfðu farið i það að búa til glapsýnina, sem sat í hús- móðursætinu í þessu samkvæmi Pouls Mor- laix. Þvi að glapsýn var það. Þessi granna ungmeyjarmynd var ekki ungmeyjarlíkami, heldur beinagrind sem sextíu ára gamlir kögglar liéldu uppi. Fíngert andlitið og mjúkar kinnarnar voru árangur kvalafullra læknisaðgerða og undir eyrunum voru ör eftir skurði, sem gerðir höfðu verið til að draga fellmgarnar úr hörundinu. Að halda lífi í samkvæminu var barnaleikur einn hjá öllu hinu, sem það hafði kostað að viðhalda unglega útlitinu. Paul kom niður þegar aðalrétturinn liafði verið borinn á borð. Valerie sagði að Iiann mætti sjálfum sér um kenna. Hann væri sá eini í fjölskyldunni, sem legði það í vana sinn að fá höfuðverk. Hún var sannfærð um, sagði hún, að þetta kæmi af því að hann læsi svo mikið af drepleiðinlegum bókum. Svo sagði hún bátt upp yfir alla: — Það er sannarlega tími til þess kominn að liann gifti sig og fái sér konu, sem heimti af hon- um að hann fari með henni á dansstað að minnsta kosti annaðhvert kveld. Eg er viss um að það mundi lækna í lionum haus- verkinn á svipstundu. — Góða besta Valerie, sagði Paul með sinni blægilegu þykkjurödd, — ég fyrirlít nýtísku danslög. Þau eru liundleiðinleg. — Góði Paul, sagði Valerie, — eftir mat- inn verður þú að leysa þig svo frá öðrum húsbóndaskyldum þínum, að þú getir farið með frú Houten út í vetrargarðinn og sýnt henni hvítu nellikkurnar okkar. Hún liefir ljómandi fallegt hár. Síðan ég sá það freist- ast ég til að láta stuttklippa mig aftur. Eg liugsa að lnin finni nellikku, sem fer vel við hárið á henni. Paul, ef þú ert þá ekki svo latur, að þú nennir ekki að lijálpa henni til þess. Þegar Paul hafði lokað dyrunum út að vetrargarðinum sagði hann: — Valerie er hyggin kona. Eg er oft hissa á hve nærfær- in hún er um að geta upp á einmitt því, sem ég óska .... Góða Cally, ég má til að vera einn með þér í nokkrar mínútur. Eg hefi verið að hugsa um þetta. Það getur verið vel hugsanlegt, að Deevers sveitarfor- ingja hafi skjátlast, að því er John snerti. Við megum ekki festa okkur við skoðanir, sem við höfum mvndað okkur fyrirfram.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.