Fálkinn


Fálkinn - 12.12.1947, Blaðsíða 5

Fálkinn - 12.12.1947, Blaðsíða 5
F Á L K I N N ö brúðkaupið yrði haldið jafn við- hafnarlítið og tilkynnt hafði ver- ið. Hann vildi sjá skraut, fallega einkennisbúninga og mikla við- höfn. Þetta varð til þess að á- kveðið var á síðustu stundu að láta lífvörðinn taka þátt í skrúð- göngunni í viðhafnarbúningi og ýmislegt fleira var gert til að gleðja augu hins mikla fjölda, sem eyddi mörgum klukkutímum og fórnaði meira að segja nætur- svefni til þess að tryggja sér stað við göturnar, sem skrúðgangan fór um. Brúðkaupið var þó fyrst og fremst fjölskylduhátíð. Þjóðhöfð- ingjarnir sem boðnir voru, voru allir venslaðir hirðinni á einhvern hátt, en aðrir voru ekki boðnir. Þarna voru konungur Danmerk- ur og Noregs og ríkiserfingi Svía og vitanlega allir enskir hertogar og hefðarfólk, sem nöfnum tjáir að nefna (nema hertoginn af Windsor). Um tvær milljónir manna höfðu safnast saman með- fram götunum, sem brúðkaups- fylkingin fór um. En í Westminster Abbey var lítið rúm nema fyrir brúðkaups- gestina, því að enska hefðarstétt- in er fjölmenn. Þarna voru 27 konungar, drottningar og prinsar og allir lávarðar, sem vettlingi gátu valdið, svo og sendiherrar erlendra ríkja í London. Þegar prinsessan kom að kirkju dyrunum í konungsvagninum, heilsaði þar lúðraflokkur úr hern- um. Georg konungur leiddi dótt- ur sína inn kirkjugólfið, hann var í aðmíralseinkennisbúningi en hún í hvítum kjól, sem mikið var bú- ið að tala um fyrir bmðkaupið og eitt blaðið hafði komist yfir ljós- mynd af og birti í óleyfi. Á und- Á brúffkaupsdáginn voru brúöhjónin og koiuingsfjölskyldan öll kvödd fram ú svalir Buckingham Palace og hgllt af mannfjöldanum. Taliö frú vinstri: Geor'g konungiir, Magaret fíose, Elisabet, Philip, drottningin og Marg ekkjudrottning. Að lokinni vígslu fóru brúð- hjónin inn í kapellu Játvarðar helga, en þar eru sex breskir kon- ungar og drottningar grafin, og undirrituðu hjúskaparheitið. Nú hófust klukknahringingar á ný og brúðhjónin gengu út úr kirkjunni. Mannf jöldinn ætlaði að ærast af fögnuði og hrópin og köllin voru eins og skruggur. At- höfnin hafði farið fram „sam- kvæmt áætlun“, en minnstu mun- aði að prinsessan dytti á leiðinni upp að altarinu, er kjólfaldur hennar festist á einu þrepinu. Og mikil alvara var yfir öllu meðan á athöfninni stóð. Það brá ekki út af því nema einu sinni, er Hákon Noregskonungur varð það á að standa of snemma upp. Framhald á bls. 11. Frú brúökaupinu i Westminster Albeg. Erkibiskupinn af Kantaraborg stendur fgrir framan hin konung- legu hjóndefni. Vígslan er að hefjast. an brúðinni gengu prestar og syngjandi kórdrengir inn kirkju- gólfið, undir krossmarki kirkjunn- ar, sem er úr gulli og alsett am- etyst-steinum. Við altarið stóðu prelátar þeir, sem áttu að aðstoða við athöfnina, allir æðstu menn kirkjunnar í Englandi og Skot- landi, þar á meðal erkibiskuparn- ir af Kantaraborg og York. Og við altarishornið beið brúð- guminn, í einkennisbúningi sjó- liðsforingja og gyrtur sverði Ge- orgs konungs V. Gengu þau brúð- hjónin nú saman að gráðunum og féllu þar á hné, á sama stað og gert hafði Vilhjálmur sigursæli, er hann var krýndur konungur Englands 1066. „Praise the Lord“ heitir söng- urinn, sem sunginn var meðan brúðurin gekk inn kirkjugólfið, og hafði brúðurin valið hann sjálf. Síðan hófst vígslan og annaðist Kantaraborgarbiskup hana sam- kvæmt helgisiðabókinni og brúð- hjónin svöruðu spurningunum skýrt og greinilega með „I will“, en það nota Englendingar staðinn fyrir ,,jáið“ hjá okkur. Og svo urðu brúðhjónin líka að þylja löng heit, sem biskupinn las þeim fyr- ir. Stóð vígslan ekki lengi og á eftir hélt erkibiskupinn af York ræðuna en dómprófasturinn í Westminster flutti bæn. Og loks var þjóðsöngurinn sunginn. Meðan á vígslunni stóð sátu helstu brúðkaupsgestirnir í kór á gylltum stólum. Hægra megin sat Elisabet drottning. Mary ekkju- drottning, hertogafrúin af Kent, hertogahjónin af Gloucester og Hákon Noregskonungur. — En vinstra megin sat móðir brúðgum- ans, prinsessan af Hellas, Mount- batten lávarður og frú hans, drottningin af Hellas, Michael fyrrum Rúmenakonungur, konug- urinn af Irak, dönsku konungs- hjónin og sænski krónprinsinn og frú hans.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.