Fálkinn


Fálkinn - 23.01.1948, Blaðsíða 2

Fálkinn - 23.01.1948, Blaðsíða 2
2 FÁLKINN Fróðlegur sýnistaður: Ketubjörg við Skagafjörð ABRAHAM LINCOLN. Nýlega fannst mynd, sem enginn vissi að væri til, af hinum fræga forseta Bandaríkjanna, Abráham Lincoln, sem gerði nafn sitt ódauðlegt í sögunni með því að afnema þræla- hald i Bandaríkjunum. DAVID MONTGOMERY heitir sonur Montgomerys marskálks. — Hann er hermaður, og tálinn mjög efnilegt liðsforingjaefni. Á sér- stöku prófi, sem háldið var meðál liðsforingjaefna í Bretlandi, varð David liæstur. Verðlaun hans voru „heiðursbeltið“ svonefnda, og sést Montgomery, faðir hans, hér spenna béltið um mitti Davids. — En David verður að stefna hátt, ef hann ætlar sér að ná frægð föður sins. MENN SEM MUNAST. Enskt blað „New Chronicle" hefir spurt ýmsa hvaða menn af þeim sem nú lifa muni verða mun- aðir eftir liundrað ár. Einn svar- andinn nefndi Churchill, Stalin Gandlii, .Bernliard Shaw, Einstein, Eisenhover, Chaplin, Sibelius og Augustus John. Bernliard Shaw svaraði: Það er enginn vafi um menn eins og Sibelius. En það er flónska að lialda að „gentlemen" eins og Churcliiil lifi í minni manna eftir 100 ár. — Meðal annarra sem nefndir liafa verið eru Noel Cow- ard, Richard Strauss, Jack Dempsey og Picasso. I. Á eynni Martinique, fyrir vestan Mið-Ameríku er eldfjall, 1350 m. hátt, sent kennt er við sjálfa jarðeldagyðjuna, Mont Pelée. En við rætur þess fjalls er bærinn St. Pierre, þar sem ibúatalan var í ársbyrjun 1902, 30000. Allt fólkið í þessum bæ, að tveim einum undanteknum, fórst er fjallið gaus, 8. maí 1902. Varð það með þeim liætti, að í slað þess að eldstrokan stæði beint í loft upp, eins og vanalegt er, tók Iiún stefnu ská- halt niður á við og niður yfir bæinn. Önnur gosstroka nokkru síð- ar, drap alla íbúa sumarbú- staðahverfis þar í nágrenni, 1200 að tölu. Þegar fjallið var athugað eftir fyrra gosið, sást að mikil breyting var á orðin. f gigopið var nú kominn grjóttappi feiknamikill, sem gnæfði 350 m. upp yfir gígbarminn. Það var þessi tappi sem því olli, að gos þetta liafði ox-ðið með slík- um firnum. Storkið hraun hafði fyllt gíggöngin, og gosið ekki megnað að sprengja þann tappa alveg burtu úr gígnum, heldur aðeins að lyfta honum þetta upp fyrir gígbarminn. Og er þó að vísu þessi lyfting vel lög- uð til þess aið oss vaxi í aug- um hvetsu geysilegt oi’kumagn liefir þarna veiáð að verki. En auðskilin afleiðing þess að tappinn var þarna fyrir, varð sú, að eldstrokan tók stefnuna niður á við, með þeim ógui- legu afleiðingum sem áður er sagt. II. Ilér á landi er staður, sem mjög fi-óðlegt er að skoða til skilnings á hinu hræðilega gosi á Martinique 1902. Er það þar sem heitir Ketubjörg, vest- an við Skagafjörðinn. Þorv. Thoroddsen hélt að þarna væri eldci um annað að í’æða en vanalegan blágrýtisgang — sprungufyllingu er jarðfræðing- ar nefna þannig — en þarna er þó að sjá það sem miklu fróðlegra er og sjaldgæfara. í Ketubjöi-gum höfum vér fyrir oss eins og þverskui’ð af uppgöngubrunninum undir eld- fjalli, sem gosið hefir fyrir mjög löngu, sennilega mun .neira en 100000 árum. Ekki var Skagafjörður til þegar þarna gaus, og elduixpvarpið eða mó- bei'gsfellið með gígnum, sem þarna hefir einu sinni verið, hefir „tímans tönn“ að meslu nagað burt. Þórðarhöfði liinu- megin fjarðar, er rúst eldfjalls frá sömu gosöld, og liefir það að vísu verið mun stærra en Ivetufjallið; en þó er rústin sú ekki eins fróðlegur sýnistaður, m. a. vegna þess að þverskurð- urinn í Ketubjörgum gei’ir oss svo ljóst, hverjar muni hafa verið ástæðurnar til þess að svona skaðlega gaus á Martini- que, 1902. Þarna er í hinum forna gosbrunni blágrýtishraun- tappi mjög skásneiddur, og augljóst, að ef enn yrði gos á sama slað, og nógu aflmikið til að losa um tappann og lyfta lionum eitthvað upp, en ekki til að sprengja liann burt, þá er mjög líklegt að fara mundi eins og í Martinique, gosstrok- an sem kæmi beint neðan að, mundi vegna liallans á tapp- anum verða að hrej'ta um slefnu, á þá leið sem þar varð, og svo mikið tjón hlaust af. Það er íhugunarvert, að svo ógurlegt sem þetta gos var, á Martinique, þá olli það þó ekki líkt því eins miklum hörmung- um og þódeilissprengjan sem varpað var á Hiroshima í Japan, 43 árum seinna. En ekki má gleyma þvi, að sprengja sú, ásamt þeirri sem varpað var á Nagasaki, kom þó, með því að flýta til muna fyrir endalok- heimsstyrjaldarinnar, i veg fyr- ir margtfalt meiri liörmungar en þær sem af sprengjunum hlutust — að því er segja þeir sem lielst virðist mega treysta til að vita hið rétta í þessu efni. En þó er það ekki sania sem að bætt hafi verið böl þeirra sem fyrir þódeilissprengjunum urðu. Er þannig þar sem hel- stefnan ræður, að um fullkomn- ar bölvabætur er aldrei að ræða. III. Síðasta árbók Ferðafélags Islands, flytur, eins og kunngt er, lýsingu Skagafjarðar, eftir Hallgrím Jónasson kennara. Er það mikið rit og prýðisvel af hendi leyst. En þó verður að telja það galla, hve mjög jarð- fræði liéraðsins hefir orðið út- undan hjá höfundinum. Kom mér til hugar að rita þessar línur, af því að Ketu- björg eru nú einmitt svo stór- Giuseppe Saragat, foringi hæg- fara jafnaðarmanna á Italíu. Iiann situr nú í ítölsku stjórn- inni. Skemmtileg fjölskylda. — Það er algengt um hörn listamanna, að þau feti í fótspor foreldra sinna. Þannig er það líka um börn skopleikarans Coco. Sex þeirra taka þátt í leiksýningum lians. Iíér sést Coco með 2 son- um sínum í skemmtilegum gervum. ***** IIEIMSMEISTARINN í plægingum mcð dráttarvél, Fred Timbers frá Ontario, kom nýlega til Brctlands. Þar á hann að kcppa við besta dráttarvcla-plæingamann Breta um heimsmeiStaratignina. Bretar hcnda á það scr til hugguu- ar að dráttarvélin, sem Timbers notaði er hann vann heimsmeistara tignina vestra, er smíðuð i Man- cliester. merkileg frá jarðfræðilegu sjónarmiði, og auðvelt fyrir menn að skilja það sem liér er getið um, þegar aðeins hefir verið á það bent. En ég liefi sleppt að minnast á ýmislegt sem torskildara er, ef áliorf- andinn er eltki jarðfræðilega nenntaður. Október 1947. Helgi Pjeturss.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.