Fálkinn


Fálkinn - 23.01.1948, Blaðsíða 9

Fálkinn - 23.01.1948, Blaðsíða 9
FÁLKINN 9 Vitið J»ér . . . ? hversvegna radium er svo dýrt? Vegnci þess að það er svo kostnaðarsamt að vinna það úr úrangrýtinu, sem það er í. Með fullum rekstri í öllum radium- námum veraldar er radium- framleiðslan ekki nema í mesta lagi 100 gr. Og verðið á þessu efni, sem er svo nauðsynlegt læknavísindunum er tim 125.000 krónur fgrir grammið. a8 635 milljard sinnum þarf að gefa spil, til þess að réttar lík- ur séu til þess að maður fái þrettán spaða í bridge. Ef allar þær 2 milljard mann- eskjur sem jörðina byggja spil- uðu bridge á hverju kvöldi mundu líkindi vera til þess að nokkrir fengju 13 spaða á hverju ári, því fleiri sem spilatíminn væri lervgri. En best er að hugga sig við að það er hægt að gera stóra-slem þó að maður hafi ekki 13 spaða. að ef bólusótt berst til óbólu- settrar þjóðar smitast svo gott sem allir. Til dæmis nu't nefna að á 18. öld dóu um 45 milljónir manna úr bólusótt, og hér á landi dó þriðji hver maður í Stóru-ból- unni 1707. — Hér er teikning frá bernskuskeiði bólusetninganna. Það kom fgrir i þá daga, að læknirinn kom með kálfana inn í lækningastofuna og skóf bóluefnið af kviðnum tí þeim í augsgn sjúklinganna. að miðflótta-aflið í hringnum á kappakstursbifreiðum getur orð- ið yfir 100 smálestir. Þegar Englendingurinn John Cobb setti heimsmet i kapp- akstri fgrir nokkru með 03h km. hraða á klukkustund, sner- ust hjólin 60 umferðir á sek- úndu en við þann hraða verður þrýstingurinn 150 smálestir. En barðarnir á bifreiðinni höfðu áð ur þolað meiri þrýsting. Hér er Cobb í bifreiðinni sinni. saman, en þó kom fyrir a'ð þau lyftu fingrunum lil að mynda orð, og þá töluðu þau alllaf um hana, horfnu dótturina sína. — Hvar heldur þú að luin sé núna? Skyldi lienni liða sæmilega? — Segðu ekki þelta, hún er ekki verðug' þess að þú hugsir til liennar. En sjálfur lmgsaði liann þó ekki um annað en dóttur sina. Mörg ár voru liðin. Þá var það eitt kvöldið að grannkona kom inn til þeirra og sagði: -— Eg hefi séð hana Júlíu ykkar! Hvar spurði móðirin eins og milli steins og sleggju. — I leikhúsinu, svaraði grann konan. Hún er l'ræg leikkona primadonna — hún syngur alveg guðdómlega. Júlía sagði við manninn sinn, með gleðitár í augunum: — Hún Júlía syngur. Hún Júlía okkar! I öllu húsinu var ekki lalað uin annað en mállausu foreldr- ana, sem áttu dóttur, sem var orðin fræg söngkoná. En hún hafði gleymt foreldrum sínum, svo að refsidómur Guðs mundi áreiðanlega koma vfir hana. Málleysingjarnir hertu upp liugann og fóru í leikhúsið lil þess að sjá dóttur sína. Rödd- ina hennar gátu þau ekki heyrt. — Þetta var vetrarkvöld og nístandi kuldi. Þau fóru í sunnudagsfötin sín, keyptu dýra aðgöngumiða og gengu skjálfandi inn í leikliúsið. Þau liöfðu lierðing um hjartaræt- urnar, þau voru ekki vön svona sterkri birtu. Og þau kunnu ekki við sig innan um allt þetta fína l'ólk. Þau þorðu ekki að tala saman á fingramáli. Þögðu og' hiðu. Þau lieyrðu ekki kliðinn í fólkinu meðan jjað heið, jjenn- an klið, sem gefur leikhúsun- um svo einkennilegan hlæ. Þau störðu fast og kvíðandi á allt skrautið og leið illa í öllu um- komuleysinu. Þeim lá við gráti. Þegar tjaldið var dregið upp í háls. — Nú átti barnið þeirra fannst þeim hjartað koma upp að koma fram og svngja! Þega Júlía kom inn á svið- ið var henni tekið með dynj- andi lófaklappi. Fólkið fleygði til hennar blómum úr öllum áttum. Hún var svo falleg, að foreldrar hennar gátu varla náð andanum. Og svo fór hún að lcika. Allar hreyfingar hcnn- ar voru með fráhærum þokka, og hún leið um sviðið, létt eins og luin gengi á skýjum. Þegar jjessi unga stúlka, dóttir mál- lausu foreldranna, fór að syngja varð grafhljótt i salnum. Fólk- ið hlustaði hugfangið. Þegar lagið var á enda dundi lófaklappið við í salnum Júlía gekk fram að ljósröðinni til l>ess að endurtaka lagið og renndi augunum sigri hrósandi yfir mannfjöldann i salnum til að sjá hvort hún kæmi auga á nokkurn sem hún þekkti. Allt í einu námu augu lienn- ar staðar við blett í miðjmn salnum. Hún stóð þarna og gal hvorki lireyft legg né lið, og starði á gömlu hjónin, sem sátu þarna í sunnudagsfötunum sínum, innan um allt fína fólk- ið. Það varð löng þögn. •— Fólk- ið hætti að klappa. Það heið eftir laginu. En söngkonan stóð þarna eins og hún væri löm- uð. Henni fannst liún vera að kafna og röddin var föst í kverkunum á henni. Hún sá í huga sínum fátæklega heimilið — hún hugsaði til góðra, ástúð- legra foreldra — hún lmgsaði um sitt eigið vanjjakklæti. Minningarnar streymdu yfir hana eins og foss, með meira afli en hún hafði orðið vör við nokkurntíma áður. Gömlu spör fuglarnir tveir höfðu læðsl þarna inn lil að heyra nætur- galann syngja. Og veslings gömlu hjónin funclu á sér, að Jiarna var eitl- hvað öðruvísi en j)að átti að vei-a. Þau óskuðu J)ess mest að J)au gætu falið sig, svo að barn- ið truflaðist ekki. Móðirin lyfti liendinni yfir höfuðið á þeim sem sátu næst fyrir framan hana og gerði merki með fingrunum: — Vertu ekki hrædd, við er- um ekki reið við J)ið! Söngkonan brosti svo ein- kennilega — J)að var alveg eins og hún hefði skilið orð móður- innar. Hún starði fram í salinn og kinkaði kolli lil foreldra sinna. Hljómsveitarstjórinn barði óþolinmóður með takt- stokknum. í J)riðja skipti byrj- aði hljómsveitin á laginu. Fólk fór að ókyrrast. En enn kom ekki eitl hljóð yfir varir söng- konunnar. Móðirin rétti upp hendurnar. Júlía, hvað gengur að þér, hlessað barnið? Söngkonan barðist við að stilla sig. Hún gaf hljómsveit- inni merki og lét hana endur- taka fyrstu taktana en J)egar liún ætlaði að taka undir kom aðeins gjallandi óp yfir varir liennar. Það var líkast gargi í lirafni. Hún þagnaði, greip um hálsinn á sér og stai-ði um stund með örvæntingarsvip á foreldra sína og áheyrendurna — svo hneig hún niður á gólfið hljóð- laust. Eftir að læknarnir liöfðu stumrað lengi vfir henni opn- aði hún loks augun aftur. Það kom ró og friður vfir andlitið. Því að móðúrhendur, hendur sem voru harðar af striti og skorpnar af elli klöppuðu liénni. Svo féll hún í svefn, sem bar hana inn í nýtt lif. GLUGGAÞVOTTUR ÓÞARFUR. F. W. Smith verkfræðingur í San Franciseo hefir búið til nýja g'lugga, sem létt niuni miklu starfi af húsmæðrunum í framtiðinni. Hann festir einskonar vindutjald úr plasti efst á gluggann og ef hann óhreink- ast þarf ekki annað en draga plast- tjaldið niður og glugginn verður hreinn.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.