Fálkinn


Fálkinn - 23.01.1948, Blaðsíða 3

Fálkinn - 23.01.1948, Blaðsíða 3
FÁLKINN 3 Horft á æfingu í skylmingaskóla Egils Halldórssonar Iiin yngsta íþróttagreinin hér á landi mun vera skylmingar. Má það næsta kynlegt heita, að liún sé svo ung, þar sem íþrótt þessi tekur flestum öðrum fram bæði um fagr- ar hreyfingar og alhliða þjálfun lík- amans. Það væri heldur ekki und- arlegt þótt íslendingar tækju ást- fóstri við skylmingar, þvi að engar sögur les æskan skemmtilegri en Islendingasögurnar, og þar er vopn- fimin talin einn höfuðkostur hvers manns. Þarf því vafalaust ekki ýkja mikið átak til þess að glæða áhuga æskunnar á íþrótt þessari. Áhuginn er fyrir hendi. Það þarf aðeins að leysa hann úr læðingi. Hér i hænum tók til starfa í maí s.l. skóli, þar sem skylmingar eru kenndar. Stofnandi skólans og kenn- ari er Egih Halldórsson, sá hinn sami, sem gat sér hinn góða orð- stír í skylming'Unum vestur i Kali- forníu fyrir skömmu síðan. Náði hann þar meistaratign, og var ekki laust við það að áhugamenn um íþróttir hér á landi væru stoltir af frama Egills. í skólanum eru nú nálægt 30 nem- endur bæði piltar og stúlkur á hesta aldri, cn auk þess eru strákar niður fyrir 10 ára aldur sem sækja æfingarnar. Yonir standa til, að á ársafmæli skólans i vor verði hægt að halda opinbcra sýningu. Síðastliðinn sunnudag átti ég leið niður í íþróttahús Jóns Þorsteins- sonar. Klukkan var 9% f. h. Yoru þá nemendur skylmingaskólans komnir þar til þess að þreyta nokk- urskonar undirbúningskeppni fyr- ir sýninguna í vor. 11 stæltir strák- ar voru þar mættir á hóhn og aðrir nemendur sem áhorfendur. Keppn- inni er þannig liagað, að tveir eig- ast við í einu, og keppir liver við 10 andstæðinga. Alls verða einvígin því 55, þegar 11 menn keppa. — Keppendum er haslaður völlur og síðan hefst viðureign þeirra með stungusverðum. Sá ber sigur af hólmi, sem fyrri kemur lagi á and- stæðing sinn. Þó verður lagið að lenda á löglegum stöðum og auk Hin nýstofnaða Symfóníuhljóm- sveit Reykjavíkur hélt fyrstu hljóm- leika sína í Austurbæjarbíó s.l. þriðjudagskvöld. Efnisskráin var þannig: Coriolan forleikurinn eftir Beethoven, Konsert nr. 4 í C-dúr fyrir píanó og hljómsveit eftir þess eru ýmsar nánari reglur um það, hvernig leggja inegi með sverð- inu. 4 dómarar auk Egils sem yf- irdómara skera úr í hverju ein- stöku tilfelli. Að sjálfsögðu eru stungusverðin oddvarin með smáhnúðuin, svo að keppendur liljóti eigi meiðsli al'. Blöðin eru líka ákaflega sveigjan- leg og óbrotgjörn. Grímur eru not- aðar fyrir andlituin og' hlífar eru liafðar framan á brjósti. Á skólinn von á hlífum bráðlega, enda hefir lítið verið til af þeim. I undirbúningskeppninni tóku þátt þessir menn: Hörður Alberts- son, Kristján Guðmundsson, Ás- mundur Guðlaugsson, Guðmundur Pálsson, Sigurður Árnason, Ivjartan Guðnumdsson, Kjartan Sigmundsson Ástráður Hjartar, Réynir Vilbergs- son, Runólfur Halldórsson og Stefán Vilhelmsson. Hafa þeir æft tvisvar i viku í vetur, en hlé varð á æfing- um í jólafríinu. Af hinum 55 ein- vígum í keppninni voru 30 búin á sunnudaginn en 25 verða geymd til næstu helgar. Kjartan Guðmunds- son og Guðm. Pálsson höfðu þá 4 vinninga hvor. Aðrir höfðu hlotið ýmist 2 eða 3. Að vísu mun röðin breytast eitthvað í einvigum þeinj, sem eftir eru, en strákarnir eru all- ir nokkuð jafnir. Þegar sæmileg þjálfun er fengin í meðferð stungusverðs, kveðst Egill munu láta þá spreyta sig með högg- sverðum. Er þess að vænta, að nemendurnir nái svo góðri þjálfun, að úr sýningu geti orðið fyrir al- menning. Er þá ekki nokkur vafi á því að skylmingaiþróttin fær fjölda aðdáenda hér. Beethoven (einleikari Rögnvaldur Sigurjónsson) og Militar-symfónían eftir Haydn. Symfóníuhljómsveil Reykjavíkur hóf æfingar í nóvember i haust, en undirbúningur að stofnun liennar var hafinn á síðastliðnu vori. í Gunnl. Tr. Jónsson, bóksali d Ak- ureijri, varð 60 ára 18. ]>. m. Frú Kristjana Fannberg, Sólvalla- götu 7, ver&ur 50 ára 23. janúar Fyrrverandi fegurðardrottning í Manchester var nýega kölluð fyrir rétt, sökuð um að hafa gefið fjögra ára gömlum tviburum sínum eitur, fyrir að hafa reynt að drepa dóttur sína á eitri og loks sjálfa sig. Ilún gaf tviburunum 70 svefnskammta, sem hún hafði komist yfir handa sjálfri sér. hljómsveitinni eru 39 manns auk stjórnanda og einleikara. Stjórnandi á hljómleikunum á þriðjudagskvöldið var dr. Urban- tschitsch. — llúsfyllir var og und- irtektir áheyrenda ágætar. ***** Mijnd þessi var tekin á æfijigunni á snnnudaginn. Tveir keppenda eig- ast við. Egill Hatldórsson sést á milli þeirra. Lengst ti vinstri sést einn dómaranna rétta iipp hönd. Táknar það, að annar keppandinn hafi hitl hinn með sverðinu. — Syinfóníuliljóiiisveit Iteykjavíkur —

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.