Fálkinn


Fálkinn - 23.01.1948, Blaðsíða 15

Fálkinn - 23.01.1948, Blaðsíða 15
15 FÁLKINN Stassen — $% forsetaefni ■ Harold Stassen var á ferðalagi um Evrópu í veíur og allstaðar var gert stáss að Stassen. Þetta var eng- in furða, því að hann hafði látið það berast á undan sér að hann ætlaði að bjóða sig fram við næstu forsetakosningar í Bandaríkjunum, og þeir eru margir, sem hafa trú á því, að hann muni verða eftir- maður Trumans í Hvíta húsinu. Stassen er nefnilega mjög vinsæll í Bandaríkjunum, sérstaldega meðal yngri kynslóðarinnar, sem het'ir tekið þátt í stríðinu. En þeir eldri vilja lieldur mann eins og Robert Taft eða Thomas Dewey. Stassen er fullmikill framfaramaður fyrir þá. Innan republikanafokksins er liann ilieisti umbótafrömuðurinn og fylgis- maður alþjóðlegrar samvinnu og mannréttinda. Hann er þeirrar skoð- unar að það megi takast að koma á góðri sambúð við Sovjet-Rússland. — Stassen er sex feta iiár, skarp- leitur með blá augu og broshýrt andlit. Hreyfingar lians eru har- moniskar og röddin viðfelldin — hann er talinn cinn af bestu ræðu- mönnum Bandaríkjanna. Hann er óvenjulega ungt forsetaefni, því að hann verður ekki fertugur fyrr en á þessu ári. Ættaður er hann úr mið-vesturfykjunum og faðir hans var fátækur bóndi i Minnesota. Úr föðurættinni er bæði norskt og tékk- neskt blóð i æðurn lians, en móðir- oin var af þýsku bergi brotin. Hann er sjálfmenntaður maður. Hann vann sveitastörf hjá föður sínum á barns- aldri, var síðar búðarmaður, skrif- ari, bakari og vörður á svefnvagni. Á kvöldin gekk liann á skóla og einn góðan veðurdag' tók hann próf í lögum. Varð síðan málafutningsmað- ur og þá opinber ákærandi í Minne- sota og varð m. a. frægur fyrir um- hreinsun sína á spilavítunum. Fyrir átta árum var farið að kalla liann „politiska undrabarnið frá Minnesota.“ í dag er talað um hann sem fyrirbrigðið mr. Stassen“. Stjórnmálaframi hans liefir nfl. verið óvenjulega hraðstígur. Tæpra 32 ára gamall var liann kosinn fyllc- isstjóri í Minnesota og var endur- kosinn tvívegis i þá stöðu. Þegar stríðið hófst varð liann einskonar þjóðhetja er hann lagði niður em- bætti sitt til þess að gerast liðsmað- ur í flotanum. Hann starfaði í for- ingjaráði Halseys aðmíráls í Kyrra- hafsflotanum. En áður en stríðinu lauk fór hann úr flotanum, er liann var tilnefndur einn af fulltrúum Bandaríkjanna á ráðstefnunni i San Francisco, sem undirbjó stofnun Bandalags hinna sameinuðu þjóða. Þar vakti hann athygli fyrir hve vel honum tókst að greiða úr mál- um og hve lieilbrigður hann þótti í skoðunum. Sem stendur liefir hann ekkert opinbert starf á hendi. — Stassen lifir ánægjulegu heim- ilislífi og kona hans og börnin tvö eru oft með honum á ferðalögum hans. Hann er talinn gagnlieiðar- legur fnaður. Ef eitthvað ætti að finna að honum yrði það helst það, að hann er ekkert gamansamur. Það er engin grínsaga til um hann. STELSÝKIN ER ÁBATASÖM. Parísarlögreglan handsamaði ný- lega stelsjúkan, fertugan mann, sem hafði viðað að sér hvorki meira né minna en tiu smálestir af þýfi af ýmsu tagi. Þar voru myndastytt- ur, bekkur úr garði, 24 skautar, all- ir á vinstra fót, 139 hárkoliur, rit- vélar og mikið af járnarusli. Lög- reglan þurfti sex vörubila til að flytja á burt allt draslið, sem mann- garmurinn hafði verið fimmtán ár að safna. Bevin hlær. — Þegar Marshall- áætlunin var rædd í París, var þessi mynd tekin af Bevin. Hann kvaðst vera bjartsýnn á framtiðarhorfui'nar. — Nú hef- ir iitanríkisráðherrgfundurinn í London farið út um þúfur, og þykir nú Bevin sem öðrum þyngra horfa um framtíðina. TILKYNNING TIL JEPPAEIGENDA Nú höfum við nýja tegund af heyblásurum til af- hendingar fyrir vorið. Blásarar þessir eru þannig gerð- ir; að jepparnir geta dregið þá. Blása þeir 12000 kúbík- fetum á mínútu við eðlilegan hraða (1250 snúninga), og geta gefið allt að 41//’ þrýsting. Líkindi eru til áð við munum einnig geta hafið sölu fyrir vorið á 18000 kúbikfeta blásara. Sérstakur mótor kostar töluvert fé, og auk þess oft lítt fáanlegur. Þið sparið því kaup á mótor og stofn- kostnað sliks heyblástrara, er við bjóðum yður, á einu óþurrkasumri, með því að láta jeppann annast hey- hlásturinn. Þeir, sem óska eftir að fá teikningu af loftgöngum í lilöðugólf, eða loftgöngin fullsmíðuð lijá okkur, verða að senda nákvæma grunnflatarteikningu og dýpt lilöðunnar með blásaranum slaðsettum. Blásarar þessir verða skilyrðislaust afgreiddir í þeirri röð, er panlanir herast, og verða látin afgreiðslunúm- er. Sérslaklega biðjum við félög jeppaeigenda, sem áhuga hafa á þessu, að setja sig í samband við okkur sem allra fyrst, og koma þar með í veg fyrir afgreiðslu- örðugleika siðar meir. Blásari, í sambandi við jeppa, er ávallt til sýnis lijá okkur. Bændur, munið, að jepp- inn er fyrsta vélknúna tækið, sem hver hóndi á að fá sér. Aðalumboð: Hjalti Björnsson & Co. Söluumboð: H.f. Stillir. H.F. STILLIR Gpqu gjaldeyris- og inn- flutningsleyfum útuegum við frá U.S.A. þessar óviðjafn- anlegu myndir til iðnaðar og allskonar skreytinga. D.ECORATE YOUR HOMB W IT H MEYERCORD DECALS ITCHENS/ “t^BATHS/ ‘7^ ODD PIECES/ DOZENS OF NEW DESIGNS - SUNFAST, WASHABLE, INEXPENSIVE EASY TO USE — JUST DIP DECALS IN WATER AND APPLYI ★ ★ ★ ★ ★ THEY’RE EASY TO REMOVE! FOLLOW THESE TWO EASY STEPS TO REMOVE OLD DECALS— Yjf) Wet pad of toilet W tissue or cloth. Apply this to old Decal. The mois- ture will hold it in place. Let it set for several hours.. . Start the edge 'Ás with a knife or fingernail. It peels off. Now you’re ready to apply sparkling,fresh,new Meyercord Decals. WALLS, CABINETS, FURNITURE, AND. ftCCESSORIÉS Aðalumboðsmenn: Laugavegi 68. — Sími 5347. ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦4 ♦♦♦♦c jnpnmmr ♦♦♦♦♦»♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦>♦<

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.