Fálkinn


Fálkinn - 23.01.1948, Blaðsíða 8

Fálkinn - 23.01.1948, Blaðsíða 8
8 FÁLKINN Pietro Taiaskín: hÍlUia þÖglU Stórhýsið var eins og ævin- týraliöll þarna uppi á brúninni. Háir, mjóir gluggarnir virtust vera að horfa á lífið í hænum, og steinveggirnir teygðu sig mikilúðlega í sólskininu. Garðurinn, sem var með járngrindum allt í kring, fyllt- ist ávallt síðdegis af iðandi harnahóp. Þau hlupu og hopp- uðu eins og önnur hörn, en þarna var alll svo ömurlega liljótt þar heyrðist enginn gleði- hlátur og ekki kom nokkurt hljóð yfir varir barnanna. Gleði þeirra var svo einkennilega dauð og fábreytileg. Þá sjaldan það kom fyrir að eitthvert barns- hjartað varð barmafullt al' gleði og lífsgleðin svo áköf að hún varð ekki byrgð inni, kom fögnuðurinn fram sem urgandi, dýrslegt öskur. Ævintýrahöllin var dauf- dumbrastofnun. Fólkið þar tal- aðist ekki við, Það nolaði teikn. Spriklandi fingur tifuðu og hjuggu til orð, sem eftirtektar- söm augu skildu. Ræflaskraddarinn og þvotta- konan sem unnu á stofnuninni kunnu ekki heldur mannamál, svo að þau urðu líka að grípa lil fingranna og gera teikn út i loftið þegar þau vildu láta starfsfólkið eða börnin skilja sig. Skraddárinn hét Baltasar, hann var laglegur maður. Hann var ærlegur, áreiðanlegur og vinnusamur, en af því að hann var mállaus þá bar lítið á hon- um. Júlía þvottakona var ung, liraustleg og rösk, og það kom alltaf ljómi i augu hennar þeg- ar hún leit á skraddarann. Þau kunnu bæði vel við sig á dauf- dumbrastofnuninni og þess varð skamint að hiða að þau yrðu góðkunnug. Eitt fagurt vorkvöld urðu ]>au samferða út úr hliðinu. Allt í kringum þau var líf og fjör, en þessi daufdumbi pilt- ur og stúlka gengu þögul hlið við htið. Þegar þau voru kom- in inn i þvöguna á götunni fóru þau að tala saman á fingra máli. — Júlia, þegar ég er einn liður mér svo illa. Mér finnst eins og ég sé útskúfaðúr úr mannfélaginu. Og mjúkar stúlkuhendurnar teiknuðu svarið í loftinu: — Alveg eins finnst mér, Balt- asar. — En þegar ég er með þér þá finn ég ekkert til þess. Fing- ur Iians titruðu þegar hann gerði þessa játningu. — Eg ekki heldur, svaraði unga stúlkan og roðnaði. Hann greip um hönd hennar hlýtt og innilega, og þannig gengu þau þangað til þau komu að húsinu, sem Júlía átti heima í. Þá sleppti hann hendinni og og samtalið gat byrjað aftur. — Gætirðu hugsað þér að giftast mér, Júlía? Hún ætlaði að svara, en varð svo annarshugar að hún gal ekki fundið orð að þvi, sem hún vildi láta í ljós. Hún sneri sér frá og hljóp inn. Þau héldu brúðkaup um jól- in. Náðu sér í ofurlitla leigu- íbúð, og þar voru þau aldrei kölluð annað en „mállevs- ingjarnir“. Þau körpuðu aldrei, þau voru ekki einu sinni ósátt, en lifðu ánægð og gerðu engar kröfur. Skraddarinn saumaði og hún þvoði. Þau komust vel af og liöfðu meira að segja dálítið afgangs. Eitt kalt vetrarkvöld, þriðja árið sem þau voru gift, þrýsti konan manninum að sér fagn- andi, og gleðin sem henni var í hrjósti hraust alla leið fram i fingurgómana þegar hún túlk- aði: — Yið eigum von á barni, Baltasar! Fyrst skildi liann ekki neitt, en svo greip hann fagnaðar- kennd, svo sterk að hann hélt að hann ætlaði að ganga al' vit- inu. Ilann róaðist ekki aftur fyrr en hún hélt áfram og nú kom raunasvipur á andlit hennar: — En ef það hefir rödd og verður talandi, hvað þá? Þau töluðu ekki um annað allan daginn. Þau höfðu í fyrsta skipti fundið lil áhyggna. Það var eins og dimmt ský sveim- aði yfir þéim. Eftir langar íhuganir lcom þeim saman um að taka gamla frænku lil sín á heimilið, svo að hún gæti kennt barninu að tala. Baltasar vann meir en áður og sparaði enn meira, og þegar Júlía litla loksins fædilist heið liennar mjallhvítur barnafatn- aður, og Anna gamla frænka var komin til þess að liugsa um hana. Þegar Júlía Iiélt á barninu í fanginu i fyrsta skipti spurðu óþolinmóðir fingur hennar: Baltasar, heldurðu að hún læri að tala? Og ]iegar Anna gamli liafði loksins lært fingramálið spurði Júlía livað eftir annað: Getur hún talað, Anna frænka? Og loks kom að því að Anna gamla tók barnið á handlegg- inn og sagði við l'oreldrana á lipru fingramáli: Nú segir hún „mamma“ og nú segir hún „pabbi“ — „lahha“ — „da-da“. Júlía var með tár í aug- unum. — Barnið okkar lalar, en við getum ekki heyrt það, sagði hún við manninn. Júlía litla stækkaði. Hún var farin að skríða á fjórum fót- um milli herbergjanna. Hún suðaði og hjalaði og lærði fleiri og fleiri orð; foreldrar hennar lásu á vörum hennar livað hún sagði. Þau unnu bæði haki brotnu svo að Júlíu litlu, sem bæði gat hlegið og talað, skvldi ekki vanta neitt. Barnið dafnaði vel. Það fór á góðan skóla, fékk falleg föt og það var nostrað við það á all- an hugsanlegan hátt, og for- eldrarnir kinkuðu kolli livort til annars og sögðu: — Er liún ekki yndisleg? — Er hún ekki töfrandi? — Og hún getur talað! — Ilún liefir eflaust ljórn- andi fallega rödd. Og árin liðu. Baltasar var orðinn hvítur fyrir liærum og Júlía bogin í haki. En Júlía litla varð fallegri og fallegri. Hún bar af öðrum ungum stúlkum. Þegar hún var sextán ára var hún svo l'alleg að grann- konan liristi kvíðin höfuðið og hvíslaði: — Það lientar ekki fátækri stúlku að vera svona falleg. IJún er ekki fátæk, hafði þá kannske önnur grannkonan lil að segja. IJún á bæði lakk- skó og silkisokka. Líttu bara á hana hún fær allt sem hún biður um. Foreldrar hennar dekra við hana og gefa henni allt sem þau afla sér, og svo vill hún varla kannast við þau. Fagran sunnudag síðdegis, að vori til gegnu gömlu hjónin gegnum skemmtigarðinn. Þau leiddust og horfðu með forvitni á iðandi lífið kringum sig. Júlía hafði þvegið fyrir ríka konu og fengið hetri borgun en venja var til, og nú langaði liana til að fara á kvikmynda- liús. Þau keyptu sér ódýra að- göngumiða framarlega i hús- inu, og fóru svo að litast um í salnum. Allt í einu kipptust ]>au við. í stúkunni sat dóttir þeirra með ókunnugum manni. Þau fóru að tala saman á fingramáli. — Sástu ])að? Hún er með ókunnugum manni. — IJún brosir lil hans — en kannske það sé ekkert að niarka ])að? — Við gælum séð á munn- inum á lienni hvað hún segir, sagði Ballasar. Júlía lirökk við, en gerði samt eins og hann hafði stung- ið upp á. í hverju hléi starði hún eins og i leiðslu á fallega stúlkumunninn, og varð hrygg- ari og liryggari. Hún liríðskalf. Baltasar byrgði niðri í sér gremjuna og varð æ þung- brýnni. Þegar aftur varð dinmit í salnum og myndin kom fram á léreftinu, tók hvor- ugt þeirra eftir henni. Augu þeirra voru full af tárum. Þau héldust í hendur dauða- haldi þegar þau komu út úr salnum og hvorugt þeirra hafði uppburði til að segja neitt á heimleiðinni. En þegar þau loksins voru komin inn byrjuðu fingurnir að tila. Ó, Ballasar, gelur þetta verið satt? — Þú hefir lesið það á munn- inum á lienni, alveg eins og ég. Ivonan sagði grátandi: — Það er okkur að kenna — allt okkur að kenna. — Hvernig ætti það að vera okkur að kenna? Þetla kemur af því að við gátum ekki lalað, svöruðu fing- ur Júlíu. Við liöfum ekki getað kennt henni neitt gott. Anna frænka liefði átt að vera lengur hjá okkur. Þegar unga stúlkan kom heim um kvöldið létu fingur föður hennar hana standa fyrir máli sínu. Fyrst starði hún óttasleg- in á foreldra sína. Faðir henn- ar var fokreiður og móðir henn ar úrvinda al' sorg. Hún skildi að lienni þýddi ekki að reyna að Ijúga sig út úr þessu, og grimm eins og aðeins barn get- ur verið, hratt hún hlæjandi upp hurðinni og ldjóp út, léll eins og fugl. Ævi málleysingjanna varð enn ömurlegri en áður. Þau voru að hcita mátti liætt að tala

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.