Fálkinn


Fálkinn - 23.01.1948, Blaðsíða 4

Fálkinn - 23.01.1948, Blaðsíða 4
4 FÁLKINN MÁLARINN, ÆVINTfRIÐ UM SAMUEL MURSE SEMIVARÐ HEIMSFRÆGUR HUGVITSMAÐUR Árið 1812 kom ungur listamaðiir til Lundúna til framhaldsnáms í málara- list. Þetta var Samuel Morse, maður- inn, sem síðar varð heimsfrægur fyrir að uppgötva ritsímann. Árið eftir að liann kom í borgina upplifði hann mesta sigur sinn sem listamaður. Hann tók þátt í málverka- sýningu, sem Kgl. Akademíið gekkst fyrir. Þarna var hörð samkeppni og sýningarnefndin gerði myndir frá yfir 000 málurum afturreka. Mynd Morse hét „Herkúles á banastundinni“ og var dæmt að vera eitt af bestu níu málverkunum á sýningunni, og Morse fékk heiðurspening úr gulli fyrir iista- verkið. Morse skrifaði móður sinni oft með- an liann átti heima í Lundúnum. Hún var síhrædd um hann. „Eg vildi óska að ég gæti látið þig fá fljótar fréttir af mér,“ skrifar hann, „3000 mílur eru ekki farnar á svipstundu. Við verðum að bíða margar vikur eftir fréttum hvort frá öðru.“ Mörgum árum síðar sést að Morse hafði hætt við neðanmáls á þetta gidn- aða bréf: „Eg þráði að fá ritsímann.“ Eftir þriggja ára nám i Lundúnum hvarf Morse aftur til Bandaríkjanna. Fyrst í stað lék allt í iyndi hjá honum. Hann fékk margar pantanir á andlits- myndum og framtíðin virtist blasa við honum. Eftir nokkra bið kvæntist liann, en dvaldist lengstum í Charles- ton, fjarri fjölskyldunni. — Á þessu starfsmikla liamingjuskeiði ævi sinn- Stálmaður gerist ástleitinn. — Franskur verkfræðingur, sem lengi hefir unnið að gerð gervi- manns, hefir nú lokið við smíði á stálmanni, sem er svo full- kominn, að hann hefir verið ráðinn til starfa á Casino de Paris. Hér sést hann faðma eina stúlkuna, sem vinnur með hon- honum. ar fól borgarstjórinn i Cliarleston honum að mála mynd af Monroe for- seta. Einn daginn datt Morse nokkuð i hug: að gera málverk af öllu þinginu á fundi. Undir haustið 1820 fór hann til Washington til þess að byrja á þessari mynd. Mánuðum saman vann hann að henni frá morgni til kvölds. Þegar myndin loksins varð fullgerð, afréð hann að halda sýningu á henni í hinum stærri borgum, og taka dálítinn inngangseyri. Myndin var fyrst sýnd í Boston. Inngangseyririnn varð 40 dollarar fyrsta daginn, en fólk missti hrátt áhugann fyrir listaverkinu mikla Loks scldi hann myndina fyrir 1000 dollara; kaupandinn var maður, sem ætlaði að lialda sýningu á henni í Englandi. Og úr þessu fór að lialla fyrir Morse. Fólk, sem hafði pantað af sér myndir, afturkallaði pantanirn- ar. Til dæmis um hvernig Morse vegn- aði um þessar mundir er þessi saga: Rík ekkja, frú Ball, pantaði mynd af sér. Þegar myndin var fullgerð var frúin mjög ánægð með hana fyrst i stað, en efiir fimm mínútur skipti ijm. Hún sagði Morse að sér hefði alltaf verið lítið um hrúnan lit. Tjaldið baka- til á myndinni var brúnt. Morse bauðst til að mála tjaldið rautt, en liún var ekki ánægð enn. Hún vildi hafa gull- festi um hálsinn. Morse málaði gull- keðjuna. Loksins tók liún við mynd- inni, en komst nú að þeirri niður- stöðu að hún væri ekki nógu lík, og borgaði aldrei það, sem um hafði ver- ið samið. Árið 1824 kom Lafayette til Banda- ríkjanna til þess að leggja hyrningar- steininn að minnisvarðanum á Bunk- er Hill, fimm árum eftir orrustuna þar. Borgarstjórinn spurði liann hvorl hann gæti ekki hugsað sér að láta mála sig af ágætum ameríkönskum tista- manni. Skyldi myndin vera hengd upp í ráðhúsinu í New York. Lafayette féllst á það og Morse var falið að gera myndina af hinum fræga Frakka og Bándaríkjavini. Morse kom til Wash- ington i febrúar til að gera myndina. Hann hafði farið að lieiman nauðug- ur viljugur því að kona hans hafði ný- vcrið alið barn og Iá lengi rúmföst eftir. Meðan hann var i Washington dó hún. Ilann fór þegar heim en kom of seint til að vera viðstaddur útförina. Þegar hann hafði jafnað sig nokkurn- veginn eftir Jjetta áfall, fór hann aftur til Washington og hélt áfram við myndina og fullgerði hana. Og nú var eins og lukkuhj'ólið liefði snúist á ný. Hann fékk fjölda af pöntunum og málaði af kappi og þetta lijálpaði hon- um til að gleyma andstreyminu og konumissinum. Eftir stöðuga vinnu í lieilt ár var hann orðinn svo fjáður að hann gat keypt sér hús. I nóvember 1829 fór hann aftur til Evrópu til þess að stunda framhalds- nám í málaralist. Eftir skamma dvöl í Frakklandi hélt liann áfram til Róm, en þar gerði hann eftirlíkiiigar af ýmsum málverkum í Vatikaninu, sem pantaðar höfðu verið hjá honum. Hann var hálft annað ár í Róm en fór svo aftur til Parísar. Nú kom honum nokkuð nýtt í hug. Hann af- réð að mála nýtt stærðarmálverk, þar sem ýms fræg listaverk kæmu fram, 37 alls, eftir Murillo, van Dyke og Corr- eggio meðal annarra. Honum datt sem sé í hug, að ýmsir landar hans, sem ekki höfðu efni á að fara til Evrópu til að skoða listaverkin í Louvre mundu fegnir vilja skoða svona heildarmálverk af ýmsum lielstu lista- verkunum, fyrir lágan aðgangseyri. — Mest af tíma hans í París fór í það að gera uppköst að myndunum í Louvre, en heildarmálverkið sjálft fullgerði hann ekki fyrr en eftir að liann var kominn aftur til Banda- ríkjanna. Einn daginn er hann sat i vinnu- stofu sinni og var að skrafa við nokkra kunningja sina sagði hann upp úr eins manns hljóði: „Póstgöngurnar lijá okkur eru of hægfara, franska sema- for-kerfið er nokkur bót í máli, en þó er það ekki nógu fljótt í vöfum. Raf- magnið gæli komið að betra haldi. Og nú varð hann svo hugfanginn af þessari liugmynd, að hann vildi ekki um annað tala. í samkvæmi einu barst ný tilraun, sem Ampére liafði gert á rafsegulmagni í tal. Þá sagði einn af vinum Morse, dr. Jackson, sem sat hjá honum: Rafmagnið virðdst livorki iiáð tíma né stað. Það fer eftir leiðslunni á augnahliki, hversu löng, sem hún er.“ Sem sönnun fyrir þessu nefndi hann að neisti myndaðist livar sem væri á leiðslunni, ef straumurinn væri rof- inn. Ef svona liggur í því, sagði Morse, sé ég enga ástæðu til að ekki sé liægt að senda tilkýnningar hvert á land sem er með rafstrauminum. Morse vissi ekki að ýmsum öðrum hafð'i dottið þetta í hug, hæði í Banda- ríkjunum og Evrópu. En um leið og hann hafði lagt síðustu liönd á Louvre- málverkið fór hann að gera tilraunir með ritsímatækið. Þegar stóra myndin var fidlgerð sýndi hann hana i New York, en fólk kom ekki á sýninguna. Það mesta sem kom í inngangseyri á viku var 15 dollarar. Og ekki gekk betur þegar hann sýndi myndina í New Haven. — Hann var mjög vonsvikinn yfir þessum móttökum og í bréfi til eins vinar síns skrifar hann: „Síðan ég kom heim aftur hefi ég sagt margsinnis við sjálf- an mig að ég hafi fæðst hundrað ár- um of snemma....“ Morse varð að stunda kennslu til að hafa ofan af fyrir sér meðan hann var að fullgera ritsímatæki sitt. Einn af nemendum hans var D. II. Strot- her, sem síðar varð kunnur sem teikn- ari undir nafninu Porte Crayon. — Einu sinni er hann átti að borga kennslugjald fyrir einn ársfjórðung, hað hann um líðan þangað til i næstu viku, því að hann fengi ekki peninga fyrr. „í næstu viku,“ svaraði Morse, „þá er ég dauður!" „Dauður...... hvernig;" „Úr hungri., Strollier varð bæði hissa og sár, og sagðist geta borgað tíu dollara strax. „Tíu dollarar bjarga lífi mínu,“ sagði Morse. Á áliðnu sumri 1835 var Morse kom- inn vel á veg með ritsímatækið en fjárliagur hans var slænmr. Og nú varð hann fyrir þungu áfalli í ofaná- lag. Kongressinn hafði bent á ýmsa listamenn til að skreyta hringsalinn stóra milli öldungadeildarinnar og þingmannadeildarinnar. En Adams forseti gekk framhjá Morse. Morse sagði síðar kunningja sínum: „Adams drap mig sem málara og liann gerði það að yfirlögðu ráði,“ Eftir þetta þunga áfall hætti Morse alveg að mála og helgaði sig allan ritsímarannsóknunum. Fyrst hugs- aði hann sér að nota einn rafsegul fyrir hvern staf, en fækkaði þeim svo niður i þrjá—-fjóra og að end- ingu notaði hann aðeins einn raf- segul og tvo þræði. Hið fyrsta rit- símatæki hans var afar einfalt. — Hann liafði selt það upp á gamla málaragrind og merkin sendi hann með skífu, sem snerist, en ekki með ritsímalykli. Hinn 24. janúar 1838 sýndi Morse ritsímatæki sitt í fyrsta skipti. Hann gerði sér miklar vonir um að þing- ið mundi veita honum fé fyrir upp- götvunina og til þess að koma henni í framkvæmd. En það var ekki fyrr en fimm árum síðar sem liann fékk ljárveitinguna, sem liann bað um lil að leggja símalínu milli New York og Baltimore, en það voru 30.000 dollarar. Sú símalína var tekin til afnota árið eftir og með lienni var grundvöllurinn lagður að þróun ritsímáns í Ameríku. Og í Evrópu var einnig farið að nota síma Morses. Hann fór sigur- för allsstaðar. — Fyrir frumkvæði Napoleons III. var haldinn fulltrúa- fundur tíu þjóða i París árið 1858 og var samþykkt þar að veita Morse 400.000 franka verðlaun í viður- kenningarskyni fyrir uppgötvunina. Sumir samverkamenn hans kröfðust hlutdeihlar í þessum vcrðlaunum, en 19.000 dollarar urðu þó afgangs handa honum sjálfum. Fremstu menntastofnanir heiðruðu hann. Hann varð heiðursdoktor Yale-há- skólans og konungarnir í Frakk- landi, Danmörku, Prússlandi, Ítalíu og keisarinn i Austurríki sæmdu hann heiðursmerkjum. í ferðalagi sem liann fór um Ev- rópu nokkru siðar kom hann meðal annars til Rússlands. Alexander keisari III. boðaði hann á fund sinn besta andlitsmyndamálara sinn á 19. Central Park í New York. Morse dó árið 1872, 81 árs gam- alj. Hann liafði hlotið heiður og heimsfrægð fyrir ritsímann, en vafalaust hefði honum v,erið kær- ara að hljóta frægð sem listamað- ur meðan hann lifði. Yiðurlcenningu í þeirri grein fékk hann ekki fyrr en eftir á. Nú viðurkenna Banda- ríkjamenn liann sem einn hinn besta anditsmyndamálara sinn á öld.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.