Fálkinn - 23.01.1948, Blaðsíða 5
FÁLKINN
5
Jón Dúason:
Landnámsflotinn
v.
Á allri víkingaöldinni varð aldrei
neitt það fyrirtæki til, er sambæri-
legt væri við landnámsfélag Græn-
lands. Þarna er sjálf íslenska þjóð-
in á ferð. Þarna sækir hún fram til
nýrra landa skipulagsbundin i
sterku skipulagi sinu, íslensku þing-
skipuninni, er voru gangtaumar
hennar í trúrækni, réttargangi, lög-
gæslu, löggjöf og landvörn. Frá
þessu sjónarmiði séð er landnáms-
félagið eins og stálsett skriðdreka-
fylking.
En líttu svo til liafsins!
Þú sérð langskip og dreka með
rauðröndött rásegl stefna fram með
ströndum íslands i átt til Snæfells-
ness. Farmar þessara skipa eru
landnámsmenn og farangur þeirra.
Það er fátt af konum, og flestar
eru þær kvæntar og með börn. Kven-
þjóðin virðist bíða eftir því, að
karlmennirnir hafi komið fótum
undir sig í nýja landinu. Farmarnir
eru hin allra nauðsynlegustu veiði
og búsáhöld, járn, vistir, fatnaður
og svo búfé. En hvaða búfé? Það
voru líldega gimbrarlömb, kvígu-
kálfar og kvigur, tryppi, grísir o.
s. frv. Þessi litlu ungviði þurftu
minna drykkjarvatn og minna fóð-
ur en fullorðnar skepnur, voru lík-
lega lífseigari og tóku minna rúm
í skipunum. En með góðu eldi á
Grænlandi gátu þær fljótl komist i
gagn. Skutlarnir, kesjurnar og ólar-
vaðirnir gáfu luigboð um, að þetta
fólk, karlar konur og börn, ætlaði
sjálft að afla sér matar á leiðinni
með veiðum, þótt það hefði nokk-
urn þurrkaðan mat. Þetta mun ætíð
liafa verið svo á ferðum feðra
vorra í fornöld um höfin. Þess
vegna angfaði ])á ekki skyrbjúgur-
inn, og vistarskorts er tæpast get-
ið, nema vegna brests á veiðiföng-
um, og' aðferð höfðu fornmenn til
að sía sjó í drykkjarvatn. ÖIl hljóta
landnámsskipin að liafa mæst í ein-
hverri höfn norðan á Snæfellsnesi,
líklega Rifi, þar sem Bristólmenn
hreiðruðu notalega um sig í byrjun
14. aldar og sátu alla 15. öld og
lengi eftir það, að þeir liöfðu þrætt
íslensku Vínlandsleiðina til Vestur-
heims, efalaust eftir upplýsingum
frá Islandi.
Það var lika beðið fram í ágúst-
mánuð, uns öll skipin voru komin.
Fyrr var heldur ekki vel gerlegt að
sigla til Grænlands með þennan
farm. Er allir voru komnir, mun
iiafa verið blásið til þings. Þar
mun hafa verið sagt upp samkomulag
fyrirliðanna, og' mun það hafa ver-
ið samþykkt af öllum skipverjum
með vápnataki. Svona hyggjum vér,
að þetta hafi farið fram.
Nú stóð ekki á öðru en að það
gæfi byr.
Loks rann liann upp hinn lang-
þráði dagur! l.étt skýjafar, sólskin
og blásandi byr af austri. Tuttugu
og fimm landnámsskip láta úr höín.
Rauðröndótt ráseglin svella fyrir
vindinum. En á 18. öld liöfðu Græn-
lendingar rásegl sín með þessum lit,
Fyrir stafni á hverju skipi blakti
liinn helgi fáni feðra vorra, hrafns-
merkið, flúgandi hrafn á feldi.
Hrafninn haðaði með vængjunum.
Það var guðlegt tákn um sigur.
Lengi héldu Grænlendingar þann
sið, að koma fram urtdir fánum.
Þeir gerðu það á Hellulandi 1576--
’77, er Frobislier var þar, pg þeir
menn þekktu skrift og bréfagerð, og
ldjóta enn að hafa kunnað nokkuð
í íslensku. Árið 1541 rakst spænsk-
ur herforingi á flota grænleskra
skipa við Hudsonssundið. Þau áttu
líklega lieima vestan við Marklands-
botna (Hudsonsflóann) og voru á
leið til að versla við fiskimenn á
grunnunum við Markland. 1 þess-
um flota var hrafnsmerkið fyrir
stafni á liverju skipi. Þetta gerðisl
40—45 árum eftir, að slíkt íslenskt
skip hafði komið í Vesturheimseyj-
ar, að sögn Las Casas biskups, og'
við strendur Suður-Ameríku að sögn
blaðsins „Copa der Newen Zeytung
....“, og máske 1—2 öldum áður
en sú íslenska torfhúsrúst hjá ,Bost-
on, er þeir Valtýr Guðmundsson og
Þorsteinn Erlingsson grófu út, var
hlaðin. En árið 1542 veitti Jón
Grænlendingur þýsku skipi leiðsögu
til Grænlands og sá þar byggð is-
lenskra búsetumanna. En Ögmundur
biskup sá ísl. bændabyggð á Herj-
ólfsnesi 1519.
Farmannalög mæltu svo fyrir, að
ef samfiot væri ráðið, mætti ekkert
skip sigla fjær þvi næsta en ás, þ. e.
beitiásinn, sæist á borði, svo að þeir
næstu gætu stöðugt séð, hvernig ek-
ið væri seglum og um leið hvernig
væri siglt. Það gat því orðið löng
og' dreifð lest úr 25 skipum, er
geirgu misjafnlega vel og höfðu ó-
jafnan seglbúnað. En lengra en þetta
máttu menn ekki sigla hver frá
öðrum.
Snæfellsjökull er fagur, séð frá
Inn-nesjunum. Ilann er perlan i
fjallahring Reyjavíkur. En þetta dá-
samlega, ískrýnda eldfjall, fegursta
og einkennilegasta fjall allrar ver-
aldar, er ])ó allra fegurst séð úr
vestri, í roða kvöldsólarinnar. í
þessari g'eisladýrð hafa ])eir land-
námsmennirnir líklega séð Snæfells-
jökul síga í æginn kvöldið, sem hann
vantaði. Og er hann var horfinn,
hefir geislaflóðið upp frá lionum
eins og runnið saman við endur-
minningarnar frá gamla landinu.
Þetta var allt að baki. En Hvítserk-
ur reis í norðvestri sem hrikalegt
tákn liins nýja lands og boð hinna
nýju tima.
Líklega gerði nú mótbyr og ofsa-
veður af vestri, sum skipin lirakti
aftur. En meginhluti flotans stóð
þetta af sér og komst áfram und-
ir seglum eða árum. Vegna fénaðar-
ins og af öðrum ástæðum varð að
komast inn að Krosseyjum og
þræoa ])aðan suður nieð landinu.
Nú hlaut þar að vera íslítið eða
íslaust.
Loks mun botnsakkan hafa fund-
ið botn á grunnsævi því, er liggur
eins og fjallgarðar neðansjávar fram
ineð austurströnd Grænlands með
djúpum ál milli þess og landgrunns-
ins. Þá eða einhverntíma siðar á
ferðdnni er það, að landnámsflotinn
komst í hafgerðingar. Hafgerðing-
ar er það, að geysiháir öldugarðar
rísa á liafinu vegna jarðhræringa
neðanjarðar. Á Morgunblaðs-íslensku
er farið að kalla hafgerðingar „flóð-
bylgju“, en gerðingarnar munu
sjaldan færri en þrjár saman. Land-
náma segir svo frá þessum atburði:
„Herjólfur sá, er fyr var frá sagt,
var frændi Ingólfs(landnámsmanns)
og fóstbróðir. Af því gaf Ingólfur
lionum land milli Reykjaness og
Vogs. Hans son var Bárður, faðir
Ilerjólfs |)ess, er fór til Grænlands
og kom í hafgerðingar. Á skipi hans
var suðreyskur maður; sá orti Haf-
gerðingadrápu; þar er ])etta uppliaf:
„Allir hlýði ossu fulli
amra fjalla Dvalins hallar.“
Á öðrum stað segir Landnáma
svo frá þessum atburðum:
„Svo segja fróðir menn, að það
sumar fóru xxv skipa til Græniands
úr Breiðafirði og Borgarfirði, en
XIIH komust; sum rak aftur en
sum týndust. Það var XV vetrum
fyr en kristni var lögtekin á ís-
landi.
Herjólfur hét maður Bárðarson
Herjólfssonar frænda Ingólfs land-
námsmanns. Þeim Herjólfi gaf Ing-
ólfur land á milli Vogs og Reyja-
ness. Herjólfur hinn yngri fór til
Grænlands, þá er Eiríkur hinn
rauði byggði landið. Með honum
var á skipi suðreyskur maður krist-
inn, sá er orti Hafgerðadrápu.
Þar er þetta stef i:
Mínar bið ek nninka reyni
meinalausan farar beina
Heiðis haldi hárrar foldar
hallar drottinn yfir mér stalli.
Herjólfúr nam Herjólfsfjörð og bjó
á Herjólfsnesi; hann var hinn göfg-
asti maður.
Eiríkur rauði nam Eiríksfjörð og
bjó í Brattahlíð, en Leifur son hans
eftir liann. Þessir menn námu land
á Grænlandi, er ])á fóru út með
Eiriki: Herjólfur Herjólfsfjörð, hann
bjó i Herjólfsnesi, Ketill Ketilsfjörð,
Hrafn Hrafnsfjörð, Sölvi Sölvadal,
Snorri (Helg'i) Þorbrandsson Álfta-
fjörð, Þorbjörn glóra Siglufjörð, Ein-
ar Einarsfjörð, Hafgrímur Hafgríms-
fjörð, en sumir fóru til Vestribyg'gð-
ar.
Maður hét Þorkell farserkur, systr-
ungur Eiriks rauða. Hann fór til
Grænlands með Eiríki og nam Hvals-
eyjarfjörð og víðast milli Eiriksfjarð-
ar og bjó í Hvalseýjarfirði. Frá hon-
um eru Hvalseyjarfirðingar komn-
ir. Hann var mjög rammaukinn.
Hann lagði eftir geldingi gömlum
út í Hvalsey og flutti utan á baki
sér, þá er hann vildi fagna Eiríki
fænda sínum, en ekki var sæfært
skip heima. Það er löng vika. Þor-
kell var dysjaður i túni í Hvalseyj-
Frh. á bls. i!t.
Allshsrjarverkfallið í Róm. — Götumynd þes.si var tekin, þegar allshevjarverkfalhð var í
Róm á dögunum. Lögreglan rekur óeirðarseggi af Piazza Sonnino.