Fálkinn


Fálkinn - 23.01.1948, Blaðsíða 7

Fálkinn - 23.01.1948, Blaðsíða 7
FÁLKINN 7 Það hlaut að setja mörk á tísk- una. — Trúlofun og gifting El- ísabetar og Moiintbattens hlaut að hafa áhrif á tískuna í Bret- landi. Hér er mgnd af svoköll- uðum „Iioyal Romance hatti". Myndir af hjónunum eru inn- rammaður í hjörtu á hattinum. Skotvirki — veitingastaður. — 1 Le Havre hefir eitt hinna steinsteyptu virkja Þjóðverja verið gert að veitingahúsi. Á þý'sku voru virki þessi nefnd „Blockhaus", en Frakkar hufa afbakað f>að í ,,Blocos". Við innganginn að „Le Bloeos" hef- ir vérið sett gömul sprengja. Skál! — Þótt fúkyrðin og skammirnar gangi á víxl Iijá þeim Molotov og Marshall, þeg- ar þeir sitja ráðstefnur, þá geta þeir samt skálað, hlegið og rabbað saman í fullri vináttu, þegar þeir eru einir sér ntan funda. Kaldur karl. — Ein frægasta nautaatshetja Spánverja, Don Taneredo, hefir nú eftir 12 ára hvíld frá hinum fifldjarfa leik, liorfið aftur til fyrri starfs síns. — Hér sést hann í einu af athyglisverðuslu „númerum" sínum, sem hann kallar „lif- andi myndastytta“. l)on Taneredo stendnr á lágum palli atveg hreyfingarlaus. Naulinu er hleypt inn, og rennur það á Tan- eredo með ákafa miklum. En rétt við hann nemur það skyndi- tega staðar og rótasl um kringum fótstallinn. Taneredo bærir »kki á sér, og nautið tekur hann vafalaust fyrir líkneski, sem ekkert er gaman að glettast við. Hættir það því ólátunum venjuléga fljótt. Stundum hefir þó komið fyrir, að það hefir cfefið honum eitt „stuð", en þá bærir Taneredo ekki á sér heldur. Ef hann fellur við, þá tiggur hann kyrr. Nægir þetta alltaf til að sannfæra nautið um fyrstu hugmynd þess að þetta sé líkneski en ekki maður. Sorgarhátíð í Kóreu. — Hér sést hópur Kóreubúa sýna hinum nýlátna íþróttaleiðtoga, Lyuh Woon Hsung, hinstu lotningu. Ilsung var myrtur í júlí í sumar af ungum Norður-Kóreubúa, og minningarhátíðin fór fram á þeim stað, sem Ilsung var myrtur. í broddi heiðursfylkingarinnar var borin mynd af íþróttaleiðtoganum og einnig askja með nokkru af btóði hans ásaml heiðurspeningum þeim, sem hann vann sér. Svart á hvítu. — 1 Englandi er það venja, að öllum leyfist að kyssa brúðina, er hún gengur úr kirkju að vígslu lokinni. 1 Birmingham gekk gekk nýlega barónsdóttir í heilagt hjóna- band, og á kirkjutröppunum rak kolsvartur sótari henni rembingskoss. Brúðurin tók þvi að vonum vel, því að sótarinn táknar hamingjusemi eftir ensk um kerlingabókum. i Frá hindrunarhlaupi hesta í Richmond í Englandi. Vex of ört. — Victor Emanuel, hinn 10 ára gamli sonur Um- bertos, fyrrverandi Ítatíukon- ungs, er mi kominn til Mont- ana i Sviss. Læknarnir hafa ráðlagt honum að dveljast í Alpaloftslagi, þar sem hann þjáist af ofvexti.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.