Fálkinn


Fálkinn - 29.10.1948, Page 5

Fálkinn - 29.10.1948, Page 5
FÁLKINN 5 Brcsk iðnsýning: I Kaupmannahöfn Hinn 18. september hófst i Kaup- mannahöfn stærsta breska iðnsýning in, sem nokkurntíma hefir verið lialdin á Norðurlöndum og mátti lieita að allt snerist um liana þann liálfa mánuð, sem hún var opin. Að sýningin liafi ekki verið neitt smáræði má inarka af þvi, að skipta varð henni i marga sýningarstaði víðsvegar um borgina. í Ridehuset á Christiansborg, sem annars er lokað almenningi, var sýning bifreiða og dráltarvéla. 1 Magasin du Nord vefnaðarvörusýn- ing. í Gutenberghus skófatnaður, leðurvörur allskonar, ljósmyndavél- ar og allskonar sjóntæki og siglinga- tæki, svo sem radar. Þar voru lika sýnd „ósýnileg gleraugu“ — úr plastri, íbjúgar plötur, sem settar eru á sjálft augað inn fyrir hvarm- ana. En stórfenglegust var sýningin i liinum mikla sal Forum, og þar fékk gesturinn heildarmynd af þvi hve afarfjölbreyttur hinn breski iðnað- ur er orðinn ú ný eftir stríðið. Mest ber þar á vélaiðnaðinum. Það voru vélar til allra hugsanlegra hluta og voru þær starfandi þann tíma sem sýningin var opin. Þar var sýning frá „Chemical Industries“ sem m. a. sýndi vel hvers virði kolin eru Bretum og að það má nota þau til annars en að láta þau framleiða afl, því að þarna var sýnt hve margar efnisvörur eru búnar til úr allskonar efnum, sem i kolunum eru, ekki sist úr tjörunni. Þar var og sýndur hinn frægi stáliðnaður í Sheffield og allskonar raftækja- iðnaður. í Tivoli voru allskonar skemmt- anir i sambandi við sýninguna og má þar einkum nefna hljómleika hinnar frægu Skotasveitar „Gordon Highlanders“. Og þar voru lika sýn- ingar á ýmsum frægum enskum verksmiðjum. í Gutenberghus var einnig sýn- ing á aliskonar furðulegum visinda- tækjum. Þar var t d. vog, sem var svo nákvæm að luin sýndi hve mik- ið undiskrift manns vegur! Þar voru hin nákvæmu ijósmyndatæki, sem notuð hafa verið i Hollywood i mörg ár. Og þar gat fólk fengið að sjá i fjarsýnistækjum til Hróarskeldu og til Málmeyjar. Og þannig mætti halda áfram að telja. Það er „Federation of British In- dustries“ sem gekkst fyrir þessari sýningu, sem er sú stærsta, sem Bretar hafa haldið erlendis síðan fyrir stríð. Sir Norman Kipping, formaður sambandsis kom vitanlega FJÓRAR KONUR NAUÐSYNLEGAR. Egypski rithöfundurinn Tweefik el Hakim hefir skrifað greinaflokk þar sem hann tekur upp vörnina fyrir ,hina helgu erfð fjölkvænisins*. Hann segir það fásinnu, að maður- inn sé skapaður til að búa með að- eins einni konu. „Það er óhugsandi að ein kona sé gædd öllum þeim dygðum, sem maðurinn metur mcst. Þessvegna er svo mikið af ó- farsælu hjónaböndum í Vestur- löndum,“ segir E1 Hakim. Og hann heldur áfram: „Fjórar konur eru það minnsta, sem niaðurinn kemst af með. Ein þeirra til að vera ást- faginn af, önnur á að vera trúnað- armaður hans og ráðunautur. Þriðja á að hjálpa honum til að taka þátt i til Hafnar til að vera viðstaddur á sýningunni, en opinber fulltrúi af hálfu stjórnarinnar var hertoginn af Gloucester, bróðir Bretakonungs. Og þarna komu líka verslunarmála- ráðherra og iðnaðarmálaráðherra Breta. Til þess að flytja fólk milli sýn- ingarstaðanna höfðu verið sendir 17 enskir strætisvagnar, tvilyftir, sem vöktu mikla athygli allra vegfarenda, því að tvílyftar bifreiðar hafa ekki sést í kóngsins Kaupinhöfn fyrr. Sýningarathöfnin fór fram i Ráð- hússsalnum stóra og fluttu þeir Hans Hedtoft og hertoginn af Gloucester þar ræður, en Friðrik konungur opnaði sýninguna. Ein myndin sem hér fylgir er tekin af þeim þremur við það tækifæri. Önnur myndin er af Ingrid drottn ingu við nákvæmu vogina, sem áð- ur var getið. Drottningin er að taka við blaðinu, sem hún skrifaði nafn- ið sitt á, eftir að undirskriftin hef- ir verið vegin, en Friðrik konungur og Alexadrine drottning horfa á. Loks er þriðja myndin af lier- hljómsveit Gordon Highlanders, er þeir skálma um Tivoli. Fólk flykkt- ist að hljómsveitinni hvar sem hún sýndi sig. samkvæmislifinu, lieimsdaina fram í fingurgómana. Og svo á sú fjórða að sjá fyrir likamlegum þörfum hans og kunna allar listir og leynd- ir matargerðarinnar. Hún og sú fyrst- nefnda eru nauðsynlegastar og verð- ur að vanda val þeirra best.— Þess má geta að sjálfur er E1 Hamik pip- arsveinn. KRINGUM HNÖTTINN. Þrir ungir Kaupmannahafnarbúar hafa fyrir nokkru Iokið ferð kring- um hnöttinn, sem þeir fóru á 19 tonna mótorbát. sem heitir „Nord- kaparen“. Leiðin sem þeir fóru var um 75.000 km. cða fast að því tvisv- ar kringum jörðina við miðjarðar- bauginn.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.